Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 32

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 32
koma á stöð verður ekki fjallað hér. Aðeins skal lögð áhersla á að þetta eru oft mjög takmarkaðar upplýs- ingar sem enn eru fyrir hendi vegna þess hve hrútamir em ungir þannig að ekki má leggja of mikia áherslu á þær niðurstöður, einkum í ljósi þess að samsvömn þeirrar reynslu og þess sem síðan sést, þegar hrút- amir koma í mikla notkun við sæð- ingar, hefur í einstaka tilfellum ekki verið sem skyldi, þó að alla jafnan sé sú samsvörun góð. Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar núna í lok ágúst þá er lok- ið uppgjöri um á milli 80-90 þús- und ám frá vorinu 2000. Því em komnar miklar viðbótaupplýsingar þar um dætur sumra af þessum hrútum. Ur þeim niðurstöðum er frekast ástæða til að draga fram þær niðurstöður sem gefa vísbendingar um neikvæðar niðurstöður sem eðlilegt er að taka tillit til. Dætur Bjarts 93-800 sýna þar mjög slaka niðurstöðu. Þá fær Moli 93-986 enn enga uppreisn æru í þessum efnum. Bæði Peli 94-810 og Amor 94-814 sýna niðurstöður um dætur í vor sem ekki bæta neitt um fremur lak- an eldri dóm. Dætur Freyshólahrút- anna frá 1998 koma fremur slak- lega út með frjósemi vorið 2000. Atrix 94-824, sem á stóran hóp af gemlingum, kemur illa út með frjó- semi, og í ljósi mikillar heima- reynslu verður að fullyrða að þar fer hrútur sem gefur of litla ófrjó- semi hjá dætrum. Þó að þannig séu nokkrir hrútar, sem eru að bregðast vonum sem ærfeður, þá eru hinir miklu fleiri sem þar virðast standa sig. Þeir af nýlegum hrútum sem virðast eiga gemlinga, sem standa sig best vorið 2000, eru Stubbur 95-815 og Kópur 95-825 en mjög jákvæð niðurstaða fyrir dætur þeirra er góð staðfesting á því sem áður var komið fram um dætur þeirra í heimafélagi. Þær niðurstöður sem hér er gerð grein fyrir eiga að geta notast vel þegar ásetningslömbin eru valin í haust. Alþjóðleg matvælaframleiðsla eða heimaöflun Franskur fjárbóndi er orðinn hetja í heimalandi sínu eftir að hann réðst á McDonald' s ham- borgarastað og braut þar rúður. McDonald's veitingahúsakeðj- an bandaríska, sem býður upp á sama matseðil um allan heim, og hefur komið sér fyrir með ham- borgara sína í flestum heims- hornum, er eitt mest áberandi dæmi um alþjóðavæðingu sem fyrirfinnst. Andstæðan við fjár- bóndann franska getur vart verið meiri. Bóndinn, José Bové, sem býr í Roquefort héraði í Frakk- landi, hefur orðið táknmynd þes- sarar andstæðu og vakið athygli langt út yfir raðir franskra smá- bænda. Um 30 þúsund manns komu saman í smábænum Millau, þegar réttarhöld gegn honum og níu öðrum smábændum hófust á liðnu sumri, þar sem þeir eru ákærðir fyrir herverk á McDonald's veit- ingahúsi haustið 1999. Hinn póli- tíski boðskapur með aðgerðum þeirra nýtur hins vegar mikils stuðnings meðal fólks og hefur snert streng í þjóðarsál Frakka. Jafnframt höfðar hann til fjölda fólks utan Frakklands. Á samn- ingafundum WTO í Seattle í des- ember 1999 var José Bové tákn- mynd margra þúsunda mótmæl- enda sem og blaðamanna víðs- vegar að úr heiminum sem studdu málstað hans. Að baki mótmælendanna, sem söfnuðust saman í Millau, standa smábændur, umhverfissamtök og hluti af verkalýðssamtökum í Frakklandi. Sömu hópar mót- mæltu í Seattle og sömu þjóðfé- lagshópar stóðu að því í Noregi árið 1994 að fella tillögu um inn- göngu landsins í ESB. Umræðan um alþjóðavæðingu mun halda áfram, bæði innan landa og milli landa og viðskipta- svæða. Ýmsir hafa bent á að al- þjóðavæðingin geti ekki gegnt því hlutverki að gefa hinum frjálsu markaðsöflum það aðhald sem nauðsyn er talin á til að hvert land hafi rétt til að tryggja eigin mat- vælaöflun og félagslega velferð. Mikilvægt er að hinir svokölluðu veiku hagsmunir nái að sameinast og standi á rétti sínum. Framan- greindar aðgerðir eru skref í þá átt. (Bonde og Smábruker nr. 8/2000). Vindbændur Bændur í Danmörku, Þýska- landi, Hollandi og í hluta Banda- ríkjanna hagnýta sér vindkraftinn. Með því að raða niður vindmyllum með hæfilegu millibili um akra sína geta þeir yrkt sína jörð og haldið búfé, jafnframt því að hafa tekjur af því að framleiða rafmagn. Með einni stórri vindmyllu, sem ffamleiðir rafmagn fyrir 8 mill- jónir króna á ári, getur vindaflið hleypt lífi í deyjandi byggð. Notkun vindorku vex mest í vest- rænum löndum en er einnig vaxandi í þróunarlöndum. í Innri-Mongólíu hefur verið komið á fót fyrsta „vindbýlinu“ og telja sérffæðingar að notkun vindafls geti tvöfaldað rafmagnsffamleiðslu landsins. (Bondebladet nr. 31-32/2000). 32 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.