Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 10
ist þá þess að fá lambið aftur, en
Guðmundur sagði að það kæmi
ekki til greina enda fastur fyrir.
Halldór sagði að það skipti þá engu
máli hver ætti hann, við fáum hann
þá bara lánaðan og það varð úr.
Svona hluti hefði ég aldrei gert.
Þessir hrútar, Kappi og Dofri son-
ur hans, eru sennilega fyrstu hrút-
amir sem eru með þetta geysilega
vöðvamagn og mjög litla fitu en það
passaði ekki við kjötmatið sem þá
gilti og féll því fjöldi af lömbum
undan þeim í D. flokk vegna þess að
skrokkamir vom svo bláir. Lömb
sem núna hefðu lent í efstu
flokkum. Það vantaði fituna á þá, að
þeirra tíma kröfum, svona breytast
tímamir og neysluvenjumar.
Þegar Vinur fæddist, undan Merg
frá Miðfelli í Hrunamannahreppi,
verða mikil þáttaskil í vaxtalagi
sauðfjár á Hesti, en hans aðalgalli,
ef galla á að kalla, var að hann var
mjög gulur. Hann mótaði mjög
mikið vaxtarlagið á Hesti og svo
voru dætur hans frjósamar og ágæt-
lega mjólkurlagnar. Hann var sem
lamb með 110 mm framfótalegg en
þá vom flest lömb á búinu með
118-125 mm legg. Með áframhald-
andi sæðingum með úrvalshrútum
t.d. eins og Spak gullintanna frá
Grásíðu og syni hans Rosta frá
Baldursheimi, Spak frá Laxárdal og
Þokka frá Holti o.fl. á dætur Vins,
tekur ræktunin stökk fram á við og
upp koma hrútar eins og Bóas,
Soldán, Angi, Moli og fleiri. Angi,
sem var undan Bóasi Rostasyni,
var alveg sérstakt afbrigði þegar
hann kemur fram, en móðir hans
var undan Vin. Þama koma þessar
úrvalsættir saman. Angi var lambs-
haustið 38 kg og pínulítill, en
hvergi hægt að finna bein á honum.
Svo kom þama tvflembingur sama
haustið sem var nærri 18 kg þyngri.
Hann var skírður Farsæll og var
líka settur á og þeir vom prófaðir
saman. Farsæll var langur og
fremur lágfættur eða um 122 mm á
legg, en Angi með 114 mm legg.
En í afkvæmaprófuninni var Angi
með þyngstu föllin, en ekki
Farsæll. Ámi G. Pétursson var
staddur á Hesti þegar ásetningur fór
fram og var ekki hrifinn af Anga.
Honum fannst þetta ómerkileg kind
og spurði Halldór að því hvort við
Hestmenn ætluðum að vigta lömbin
á búrvigtina næsta haust?
Mig langar að segja eina sögu af
Guðmundi Péturssyni varðandi
fjársmekk hans. Haustið sem hann
kaupir Gullberastaði, árið 1966,
kemur hann til mín í Hest og biður
mig um að lána sér hrúta, því að
hann sé alveg hrútalaus. Ég tók því
vel ef það rækist ekki á við notkun
þeirra á Hesti. En þannig var mál
með vexti að í fjárraginu þetta
haust kemur Þorsteinn á Gullbera-
stöðum í heimsókn til að kaupa hrút
en með honum var sem ráðgjafi
hinn þekkti fjárræktarmaður Jón á
Laxarmýri. Það vom nokkrir hrútar
falir og mælti Jón eindregið með að
Þorsteinn keypti Má en hann var þá
tveggja vetra, minnstur af öllum
hrútunum, mjög lágfættur og sam-
anrekinn en aðeins 80 kg og gulur
eins og faðir hans Vinur. Síðan
skeður það í nóvember að Þorsteinn
veikist og jörðin er seld Guðmundi
í byrjun desember. Hann kemur til
mín og segir að hann sé búinn að
kaupa fjárbúið á Gullberastöðum
en sé aðeins með tvo ónothæfa
hrúta, annar grófur hálappi en hinn,
„þú þekkir hann, Má, það er engin
kind“. Þá var til hrútur á Hesti sem
Víkingur hét dóttur sonur Jökuls frá
Austurkoti í Flóa, bollangur ekki
ýkja háfættur en með þokkaleg læri
en allur full grófur og vigtaði hann
125 kg um haustið. Hann lét svo
Víking á allar bestu æmar, að hann
taldi, en Má á ruslið. En í sláturtíð-
inni haustið eftir kom í ljós að það
munaði 1,5 kg á skrokk hvað Már
gaf vænni lömb. Þetta atvik gerði
Guðmund Pétursson raunvemlega
að fjárræktarmanni og eftir þetta
atvik hætti hann að róma eins mik-
ið þetta stóra fé, en var þó alltaf
veikur fyrir því.
Eyþór, Einar eldri og Einar yngri. Myndin er tekin á Hvanneyri.
10 - FREYR 8/2000