Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 13

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 13
Einar á Skörðugili hefur unnið mikið í félagsmálum hrossabœnda. Þennan skjöld fœrði Félag hrossabœnda honum á sextugsafmœli hans. (Freysmynd). næsta ári. Einnig fór ég fljótlega að rækta kál til haustbeitar og bera á úthaga fyrir fé og hross, en bústofn- inn stækkaði um helming við komu mína hingað. Ég rak áróður fyrir kálbeit og gerði grín að beit á óáborin tún sem er gjörsamlega gagnslaus og á áboma há en hún fyrst og fremst fítar lömbin en þau vaxa lítið af henni. En ef þið viljið fá vöðva vöxt í lömbin og litla fitu þá skulið þið nota fóðurkál og setja minni lömbin á það. Þá vom hér fyrir bændur í héraðinu sem höfðu náð valdi á kálræktinni, eins og Leifur í Keldudal og Þórður á Ríp og örfáir aðrir, en þeir misnotuðu það að mínu mati. Þeir vom með snemmborin lömb fædd fyrst í maí og settu þau öll á kálið og þá urðu mörg af þeim stóm alltof feit. Höfðuð þið á Skörðugili arð af hrossum ykkar? Við komu mína hingað fjölgaði búfénu um helming og vorum við þá með um 120 hross og á þriðja hundrað fjár. Það var góður arður af þeim á þessum ámm en þau vom flestöll seld sem tamin reiðhross. Ég rak hér tamningarstöð frá fyrsta árinu 1974 og allar götur síðan, ým- ist með einum eða tveimur tamn- ingarmönnum. A fyrsta sumri mínu hér byggði ég íbúðarhús, 300 kinda fjárhús 50 hrossa hesthús og 37 metra langa hlöðu fyrir þetta allt. Að vísu var íbúðarhúsið og fjárhúsin ekki fullkláruð fyrr en sumarið 1975, en hesthúsið og hlaðan fóm í notkun um hausið. Grindumar steyptum við í fjárhúsin 1975 en þetta em fyrstu fjárhús hér á landi sem eru með steyptum grindum en sú framkvæmd hefur reynst vel. Fyrsta árið mitt héma emm við með féð í hlöðunni, eina kró eftir henni endilangri. Eins og fram hef- ur komið hér að framan breyttum við alveg um hrúta haustið 1975 en þá em eingöngu notaðir hrútar und- an Anga, Mola og Hlutsonurinn frá íbishóli. Þessir hrútar móta hér féð og með áframhaldandi sæðingum batnar féð, mest með hrútum undan Soldáni og Stramma frá Hesti. Besti hrúturinn sem ég eignaðist fyrir fjárskipti var Illugi Stramma- Sigurjón Jónasson, (Dúddi) á Skörðugili, ásamt Sigurjóni Pálma. son en undan honum fóm 70-80 % í stjömuflokk sum árin en það var um það bil helmingi meira í stjömuflokk, en meðaltalið á búinu sem var 25-30% þau ár sem sú flokkun gilti og var það langt yfir það sem almennt gerðist. Fyrsta árið þegar stjömumatið á dilkakjöti er tekið upp er svona einn og einn skrokkur á bæ sem fékk stjömu héma í sláturhúsinu á Sauðárkróki, en þá fengum við á Skörðugili yfir 20% í stjömuflokk. Það var svoleiðis algjör sprengja og kaupfélagsstjórinn frétti þetta strax en þá erum við Dúddi, tengdafaðir minn, úti í sláturhúsi, þar sem við emm að taka slátur úr fénu til heimilisins, en þá er hringt í Dúdda og hann er beðinn um að koma upp á skrifstofu til kaupfélagsstjórans, Helga Rafns Traustasonar. Helgi vildi óska Dúdda til hamingju með árangurinn og gaf honum koníaks- fleyg í verðlaun. Þetta var mikill heiður og þótti Dúdda mjög vænt um þetta. Okkur gekk alltaf ágæt- lega í þessu kjötmati. Svo gerist það í apríl 1991 að hér kemur upp riðuveiki og allt féð er skorið niður. Ég er þá fjárlaus einn vetur og þá sótthreinsuðum við húsin og skiptum um jarðveg og tók svo fé aftur haustið 1992. En hvaðan fœrðu svofé eftir nið- urskurðinn ? Ég sótti um að fá fé frá Hesti en FREYR 8/2000- 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.