Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 22
Tafla 9. Vöxtur genralingslamba, g/dag, þungi á fæti að hausti
og fallþungi, kg
Vöxtur frá Vöxtur frá
Tala
lamba
Lömb fæðingu til 6. júií 6. júlí til 25. sept. að hausti Þungi á fæti, kg Fall, kg
29 Einl. hrútar 265 229 31 37,8 15,29
36 Einl. gimbrar 252 213 38 35,1 14,15
4 Tvíl. hrútar 254 221 4 36,3 13,85
2 Tvíl. gimbrar 254 232 4 37,3 14,75
6 Tvíl. einl. hrútar 244 226 7 35,3 14,26
9 Tvíl. einl. gimbrar 246 221 10 34,7 14,26
Vöxtur lamba og afurðir
gemlinganna
í töflu 9 er sýndur vaxtarhraði 86
gemlingslamba, sem heilbrigð voru
og vigtuð fyrir fjallrekstur og aftur
að hausti, svo og þungi þeirra á fæti
um haustið og fallþungi, að við-
bættum 8 lömbum sem ekki náðust
til vigtunar fyrir fjallrekstur.
Meðalvöxtur allra gemlings-
lamba til 6. júlí nam 255 g/dag sem
er 19 g minni dagvöxtur en sl. sum-
ar. Meðalvaxtarhraði frá fjallrekstri
til hausts nam aðeins 221 g/dag,
sem er 17 g minni dagvöxtur en sl.
sumar, enda óhætt að segja, að veð-
urfar hafi verið óhagstætt lambfé,
einkum fyrrihluta sumars, og ekki
leikur vafi á að það hefur komið
niður á mjólkurgetu gemlinganna
og einnig tvævetlanna. Gemlings-
lömbin vógu 36,1 kg á fæti og
lögðu sig með 14,71 kg meðalfalli.
Vanhöld
Af 477 á tvævetur og eldri, sem
settar voru á haustið 1998, fórust 13
eða 2,7% og af 132 ásetnings-
gimbrum fórust 10 eða 7,5%. Alls
fórust því 23 ær og gemlingar eða
3,8%. Helstu orsakir vanhalda
voru, eftir bestu vitneskju: Fórust í
skurðum og dýjum 3, 3 á vantaði á
heimtur, af óvissum orsökum 5, af-
velta voru 5, 2 úr júgurbólgu, 1 úr
krabbameini, 2 úr vanþrifum,
(gaddur), 1 af slysförum og 1 kvið-
rifnaði.
Alls fæddust dauð og misfórust
111 lömb á búinu eða 11,0% sem
eru hlutfallslega sömu vanhöld og á
sl. ári.
Slátrun utan
hefðbundins sláturtíma.
Athugun á áhrifum birtu
í skammdegi á
lambavöxt
Á sl. hausti var haldið eftir
heima 68 lömbum sem af ýmsum
orsökum voru vart sláturhæf vegna
vanþroska. Má þar nefna undan-
villinga, þrí- og fjórlembinga,
lömb undan júgurbólguám og
nokkra þroskalausa tvílembinga
undan gemlingum. Ákveðið að
nota þessi lömb í athugun á því,
hvaða áhrif það kynni að hafa á
vöxt lamba, sem ætluð væri til
slátrunar síðari hluta
vetrar að fóðra þau,
annars vegar í birtu
með lýsingu og hins
vegar við nátturulega
dagsbirtu. í þessu
skyni var 66 lömbum (
tvö lömb voru auðsjá-
anlega með liðabólgur
og voru þau ekki tekin
með) skipt í tvo jafna
hópa m.t.t. kyns og
þunga á fæti þann 22.
nóvember sl. í hvorum
hóp voru 13 ógeltir
lambhrútar og 20
gimbrar. Báðir hóparnir voru
fóðraðir í sömu húsum, en króin,
sem ljósalömbin voru í, var girt af
með svörtu plasti og fjórum ljósa-
stæðum með flúorperum, er log-
uðu allan sólarhringinn, komið
fyrir í loftinu og þess jafnframt
gætt að ekkert ljós bærist til lamb-
anna í hinum hópnum.
Lömbin voru fóðruð sem ein
heild fram að flokkaskiptingu 22.
nóvember. Þau voru fóðruð á töðu
eingöngu, þeirri bestu, sem búið
átti, og voru að jafnaði 0,70 FE í
kg. Töðuna fengu lömbin að vild,
en sama magn gefið í báðum flokk-
um eftir flokkaskiptinguna. Til
jafnaðar nam dagsgjöfin um 1,2 kg
fram að áramótum og frá þeim tíma
til miðs febrúar 1,3 kg og síðasta
Línurit 3. Ahrif birtu á lambavöxt í skammdegi
Öll lömb
í myrkri. Hrútar -
myrkri. Gimbrar
Ijósi. Hrútar
í Ijósi. Gimbrar
O
aS
22 - FREYR 8/2000