Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 15
foxgrasi, sem er mesta töfrajurt sem
ég hef kynnst í túnrækt. Hún þolir
bæði beit og slátt og er enn mjög
ríkjandi í sumum stykkjunum eftir
25 ár. Svo hef ég sáð Korpu í önnur
stykki síðar því að Engmo var ófá-
anlegt en eftir tvö til þrjú ár var allt
vallarfoxgras horfið úr ræktuninni.
í mörg ár fékkst ekki Engmo en nú
fæst það aftur og ég er aftur farinn
að nota það.
Við sláum aldrei nema einu sinni
en erum með nóg af hrossum og fé
til að sjá um hána. Við sláum um
70 ha af túnum og heyjum allt í litla
bagga og blásum í þá, búum til súg-
þurrkunarstokkana úr böggum og
hlöðum þetta fjögurra metra stæður
í einu, alveg upp úr. Það eina sem
þarf að handfjatla baggana er að
setja þá á færibandið og taka þá af
því aftur.
Og rúllumar freista ekki?
Þær freista mín ekki mikið, því
að það þarf að vera fólk í sveitinni,
það er ekki hægt að búa með því að
hafa ekkert fólk, það þarf að gera
við girðingar og viðhalda hinum
ýmsu hlutum á búinu, milli þess
sem verið er að heyja og hér á bæ
eru næg hross til að temja ef stundir
gefast.
Við heyjuðum um 17 þúsund
bagga í ár og er hluti af því af leigu-
túnum.
Halldór Pálsson
Mig langar að biðja þig um að
minnast aðeins Halldórs Pálssonar.
Mér er það bæði ljúft og skylt.
Hann var svo sérstakur maður og
mótaði mig alveg geysilega mikið.
Ég lærði mikið af honum, fyrst
strax í framhaldsdeildinni á Hvann-
eyri og síðan í löngu og farsælu
samstarfi.
Halldór var með þvílíkt stálminni
að ég hef aldrei kynnst neinu ná-
lægt því. Hann mundi alls konar
smáatvik sem höfðu gerst á Hesti,
sem ég var lögnu búinn að gleyma,
þetta gat hann rakið lið fyrir lið
löngu seinna.
Þegar ég var bóndi á Stórahrauni
Halldór Pálsson skelmskur á svip.
var hrútasýning í Kolbeinsstaða-
heppnum og þangað komu allir
bændumir með hrúta sína. Þama
vom á annað hundrað hrúta. Þegar
búið var að mæla allt og stiga eitt-
hvað byrjaði Halldór að dæma og
gekk á röðina og sagði fyrsti flokk-
ur, annar, þriðji, núll og svo ein-
hverjar glósur með. Svo kom hrútur
frá Jörva og Halldór sagði: Núll.
Svo var haldið áfram að dæma en
þetta var við hringrétt og þegar
búið var að dæma 50-60 hrúta í við-
bót rekur Halldór höndina ofan í
einn hrút og þreifar svolítið fram og
aftur og segir svo: Hvað, er helvítis
Jörvakvikindið komið hér aftur?
Þetta reyndist rétt, strákurinn ætlaði
að plata Halldór og fékk annan
mann til að halda í hann.
Margar af þessum glósum sem
Halldór lét flakka þegar hann var að
dæma hrúta urðu bændum minnis-
stæðar og hittu í mark. Haustið
1955, er ég fór í fyrsta sinn með
hrút til dóms upp að Hesti, var þar
samankominn mikill fjöldi hrúta,
það var stutt frá fjárskiptum og
mikill áhugi hjá bændum. Þar kom
meðal annars garðyrkjubóndinn
Valdimar á Jaðri með hrút sinn.
Þegar búið var að vigta og mæla og
Halldór byrjaður að dæma og kom
að hrút Valdimars sagði hann:
„Valdimar, taktu þennan hrút og
farðu með hann heim til þín og
(Freysmynd).
skerðu hann og notaðu hrygginn í
stórviðarsög". Athugasemdir af
slíku tagi vöktu alltaf mikla kátínu
og menn gleymdu þeim ekki. Að
loknum sýningum hélt Halldór allt-
af ræðu um fjárrækt og með ívafi af
skemmtisögum sem beðið var eftir
af bændum af mikilli eftirvæntingu.
Hrútasýningamar vom mjög vel
sóttar á þessum ámm og þetta vom
sannkallaðar menningarsamkomur.
Svona ótrúlegar sögur er auðvelt
að segja af honum, það var ekki
hægt að plata hann á þessum vett-
vangi, næmnin í fingmnum og hið
dæmalausa minni var svo óvana-
legt.
Ég man eftir þegar við vomm að
velja lömbin hvað hann var fljótur
að taka ákvarðanir. Eitt sem Hall-
dór kenndi mér var að það ætti
aldrei að setja á ljótt lamb undan
uppáhaldsá á. Ef útlitið er farið um
haustið þá þýðir ekkert að setja það
á, eiginleikinn er ekki lengur fyrir
hendi. Og ég er margbúinn að taka
eftir þessu að þegar menn em að
setja á eftir ættum án þess að þukla
kindumar eða skoða þá fer það ekki
vel. Ég hef verið með þennan veik-
leika eins og aðrir. Það vitlausasta
er að setja á bara eftir fjárbókinni
og ég tala nú ekki um eftir einkunn-
um.
Þegar Halldór fær fyrsta hjarta-
áfallið og er að koma sér upp úr því
FREYR 8/2000 - 15