Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 29
Einkunnir hrúta á
sæðingarstöðvum haustið 2000
Val á hrútum til nota á sæð-
ingarstöðvunum er sá þáttur
sem mestu ræður um rækt-
unarárangur í sauðfjárrækt hér á
landi. Lömb, sem eru tilkomin við
sæðingar, eru líklega á bilinu 3-5%
af öllum lömbum hér á landi á
hverju hausti síðustu haustin. Af
sæðingarlömbum er hins vegar
mikið yfir helmingur settur á, sam-
anborið við innan við 10% annarra
lamba. Um leið er yfir helmingur
hrúta, sem í notkun eru, tilkomnir
við sæðingar og verulegur hluti
hinna þarf ekki að rekja nema í
annan ættlið til að slíkur uppruni
birtist. Áhrifín af stöðvarhrútunum
verða því feikilega mikil.
Vegna þessa er eðlilegt að miðla
til fjárbænda öllum þeim upplýs-
ingum sem tiltækar eru hverju sinni
í þessum efnum. Hér er því birt
hefðbundin tafla um einkunnir
hrútanna eins og þær er að finna úr
uppgjöri fjárræktarfélaganna í lok
ágúst 2000. í töflunni eru einkunn-
ir þeirra eldri hrúta sem áttu 100
dætur eða fleiri í uppgjörinu frá
haustinu 1999 og því augljóslega
enn virkir í ræktunarstarfmu, auk
þess sem allir hrútamir, sem notaðir
hafa verið þar síðustu þrjú árin,
ættu þama að vera með. Dætraeink-
unnin, sem birt er fyrir hrúta sem
eiga dætur tilkomnar við sæðingar,
er aðeins byggð á upplýsingum um
dætur þeirra haustið 1999. Eink-
unnir, sem em í sviga, em einkunn-
ir sem byggðar em á afkvæmum
viðkomandi hrúta vegna notkunar
þeirra í heimafélagi áður en þeir
koma til nota á stöð. Forystuhrút-
amir eru að vísu þama utan garðs
enda notkun þeirra tæpast í sama
tilgangi og hinna
Flestir þekkja að gagngerar
breytingar hafa orðið á vali hrúta
stöðvanna á síðustu ámm. Fyrir
áratug vom flestir hrútar, sem
komu til nota á stöðvunum, rosknir
hrútar sem komin var verulega
reynsla á bæði sem lamba- og ær-
feður áður en þeir komu þar til
nota, þó að sú heimareynsla þeirra
reyndist á stundum aðeins breyti-
leg. Síðustu árin hefur val stöðvar-
hrútanna einkennst af ströngu vali
fyrir kjötgæðum. Þar hafa því kom-
ið til nota ungir hrútar sem hafa
skarað fram úr í þeim efnum. Það
liggur því í hlutarins eðli að þeir eru
óreyndir sem ærfeður, og aðeins
mögulegt að horfa til ætternis
þeirra í þeim efnum. í ljósi þessa er
eðlilegt, að þegar full reynsla fæst,
reynist þeir breytilega sem ærfeður.
Eins og ég hef margoft bent á er
lítil ástæða til að leggja mikla
áherslu á einkunnir stöðvarhrút-
anna sem lambafeðra. Sú einkunn
hefur ýmsa vankanta, en hrútamir
eru valdir sem lambafeður áður en
þeir koma á stöð og því vali má
treysta. Þessi einkunn mælir nánast
aðeins vænleika lamba, sem ekki
hefur verið lögð megináhersla á í
ræktunarstarfinu á síðustu árum.
Þama þarf að vísu ætíð að vera á
verði um að hrútar, sem gefa
þroskalítil og létt lömb, fái ekki
mikla notkun en slíkt tel ég að eigi
að vera tryggt við val stöðvarhrúta
og eigi ekki að geta gerst þar.
Reynsla hrútanna sem ærfeður er
það sem tvímælalaust er hið mikil-
væga í þeim niðurstöðum sem hér
em birtar. Sú reynsla, sem fengin er
af áreiðanleika þeirra upplýsinga,
sem þannig fást um hrútana sem
Bjálfi 95-802 frá Hesti. Mikil og góð reynsla er komin á ajkvœmi hans.
FREYR 8/2000 - 29