Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 16

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 16
Einar og Eyþór að marka. þá kemur hann upp að Hesti, ásamt Sigríði konu sinni, og er þá hjá mér í mánuð á sauðburði. Það er eftir- minnilegur tími. Hann varð að fara mjög vel með sig og Sigríður pass- aði upp á það, en hann vildi hafa fé- lagsskap milli þess að hann hvfldi sig og þetta voru alveg ógleyman- legir dagar og kvöld og ekkert kvöld eins. Hann var svo Iifandi og kunni frá svo mörgu að segja að það voru alveg botnlausar sögur af mönnum og af starfinu bæði hér- lendis og erlendis. Það var óbætan- legt að það náðist ekki að koma þessu á bók. Og eftir að ég kom hingað norður þá hringdi hann iðulega í mig og talaði lengi og heimsótti mig nokkrum sinnum og skoðaði þá hrútana. Eg man eftir því að ég átti einu sinni þrjá hrúta undan Soldán frá Hesti sem reyndust afar vel. Einn af þeim fékk verðlaunaskjöld eitt haustið sem besti hrútur í hér- aðinu. Ég sagði þá við Halldór. Héma er ég með þrjá bræður og einn af þeim er með þetta horbak sem þú varst alltaf að tala um að væri óþolandi þar sem hægt væri að telja öll þverþomin, þ.e. það var hægt að merkja þau en hann var sí- valvaxinn, lágfættur með úrvals lærahold. Hinir bræðumir vom aft- ur á móti með svo kúpt bak að þar fannst hvergi neitt bein. Ég segi við Halldór að þetta sé besti hrúturinn í raun þó að hann sé lægst dæmdur, þessi gefur lang- besta flokkun og stjömumar komi undan honum, Já, sagði Halldór, þetta þekki ég, þetta er alveg hár- rétt, ég er búinn að uppgötva þetta á Hesti að það má ekki setja á þetta baklag, sem ég hélt áður fram því að með því fylgir oftast alltof mikil fita utan á þverþomunum. Halldór sagði einfaldlega að við kjötmæl- ingamar á Hesti hefði hann lært þetta. Á ráðunautafundi í Bændahöll- inni um þetta leyti þá hélt hann þrumandi ræðu og sagði að öll þessi mál sem tekin em á hrútasýn- ingum væm gagnslaus nema eitt. Þið þurfið bara að taka eitt mál og svo notið þið finguma. Þetta mál er af framleggnum og ef hann er lágur og brjóstkassinn sívalur og læra- hold góð þá er það það sem skiptir máli. Mikið brjóst- og bakmál em neikvæð varðandi kjötgæði. Ég man hvað sumir ráðunautamir urðu reiðir og töldu Halldór orðinn elli- æran. Þetta væri marklaust og þvert ofan í það sem hann hefði sagt áður. En Halldór talaði af reynslu, reynsl- an hafði kennt honum þetta. Og eft- ir þessari aðferð vinn ég og er löngu hættur að mæla bak og brjóst á lömbunum, það verður bara að finna þetta með fingmnum og það þarf að finna fyrir þverþomunum á ásetningslömbunum, annars verða afkvæmin of feit og falla í mati. Ég þakka Guði fyrir meðan við höfum Hestbúið og þá öflugu ræktunar- starfsemi sem þar fer fram, á meðan þurfum við ekki að kvíða því að framfarir verði ekki í sauðfjárrækt- inni. Hvernig er svo staðið að búskapnum hér núna? Við eigum fjóra syni; Einar Eð- vald, Elvar Eylert, Eyþór og Sigur- jón Pálma. Það eru þrjú ár síðan ég leigði Elvari búið og svo seldi ég honum það nú um sl. áramót, þ.e. sauðféð, hrossin og kýmar, sem em tvær til heimilis, ásamt jörðinni og 100 ha úr Elivogalandi, sem Dúddi hafði eignast, að undanskildum 50 hektörum kringum loðdýrabúið. Elvar er búfræðingur frá Hólum og einnig menntaður sem reiðkennari þaðan. Elvar býr hér nú ásamt konu sinni, Sigriði Fjólu Viktorsdóttur, og eiga þau tvær dætur, Ásdísi Ósk og Viktoríu Eik. Einari seldi ég svo loðdýrabúið og 50 ha land þar í kring. Einar er kandídat frá Hvanneyri og með mastersgráðu í búfjárrækt frá Landbúnaðaháskólanum í Kaup- mannahöfn. Samhliða búrekstrin- um vinnur hann líka sem ráðunaut- ur í loðdýrarækt hjá Bændasamtök- unum og fleimm, með aðsetur á Sauðárkróki. Sá þriðji, Eyþór, er nú við nám í Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri, í háskóladeild, og Sigurjón Pálmi, sem er rétt um tvítugt, er úti í Austurríki að temja hross. Fyrir fjómm ámm keypti ég eyðijörðina Þröm í Staðarhreppi hinum forna til beitar og þeir Eyþór og Sigurjón skipta henni með sér. M.E. 16 - FREYR 8/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.