Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 35

Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 35
Gæðastýring í sauðfjárrækt Hvað, hvernig og hvers vegna? Inngangur Frá og með árinu 2003 verður hluti ríkisstuðnings við sauðfjár- rækt greiddur út á gæðastýrða framleiðslu. Utfærsla gæðastýring- arinnar er vandasamt verk. Hér á eftir er ætlunin að gera nokkra grein fyrir stöðu mála í því verki, tilgangi þess og helstu efnisþáttum. Framkvæmdaaðilar Framkvæmdanefnd búvörusamn- inga hefur umsjón með framkvæmd búvörusamningsins og tekur þar af leiðandi helstu ákvarðanir varðandi framkvæmd gæðastýringarinnar. í þeirri nefnd eiga sæti fulltrúar land- búnaðarráðuneytisins, Bændasam- taka Islands, Landssamtaka sauð- fjárbænda og Landssambands kúa- bænda. Framkvæmdanefnd bú- vörusamninga hefur gert samning við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri um vinnu að ákveðnum þáttum gæðastýringarinnar. Jafn- framt hefur framkvæmdanefndin skipað sérstaka ráðgjafanefnd sem falið er að gera tillögur til fram- kvæmdanefndar búvörusamninga um skipulag gæðastýringarverkefn- isins. Þó er landnýtingarþáttur gæðastýringarinnar að svo komnu ekki á verksviði ráðgjafanefndar- innar. I ráðgjafanefndina voru skipaðir: Jóhannes Sveinbjömsson, Heið- arbæ, Þingvallasveit (formaður) Jóhannes Ríkharðsson, Brúna- stöðum, Fljótum Gunnar Guðmundsson, Bænda- samtökum Islands Grein þessi er skrifuð fyrir hönd ráðgjafanefndarinnar og er einkum ætluð til upplýsingar fyrir sauðfjár- bændur og þá sem fyrir þá vinna. Framkvæmdanefnd búvömsamn- eftir Jóhannes Sveinbjörnsson, formann ráðgjafa- nefndar um gæðastýringu í sauðfjárrækt inga boðaði fulltrúa Landbúnaðar- háskólans og ráðgjafanefndina á sinn fund á Hvanneyri 1. ágúst sl. þar sem farið var yfir þau atriði sem þessum aðilum er ætlað að vinna. Landbúnaðarháskólinn mun vinna að ákveðnum þáttum gæðahand- bókarinnar en endanlegt form hennar er þó á ábyrgð Bændasam- taka Islands. Landbúnaðarháskól- inn mun einnig leggja fram vinnu við gerð reglna um eftirlit með framkvæmd gæðastýringar og hönnun skráningarferlis um hverjir uppfylli skilyrði til að vera aðilar að gæðastýringarkerfi. Eitt megin- verkefni skólans er þó að standa fyrir uppbyggingu á tveggja daga námsskeiðum um gæðastýringu og sérstökum fagnámskeiðum um ein- stök svið búrekstrarins. Verkefni Landbúnaðarháskólans hefjast 1. ágúst 2000 og skal lokið á vordög- um 2002. Landbúnaðarháskólinn ákveður hvaða starfsmenn skólans inna þessi verkefni af hendi og greiðir þeim laun. Landbúnaðar- ráðuneytið greiðir Landbúnaðarhá- skólanum vegna þessa verkefnis sem svarar árslaunum tveggja starfsmanna í dagvinnu auk launa- tengdra gjalda og ferðakostnaðar upp að ákveðnu hámarki. Sveinn Hallgrímsson vinnur nú að verkefn- inu fyrir hönd skólans. Verkefni Landbúnaðarháskólans skulu samkvæmt samningnum unn- in undir yfirstjóm Framkvæmda- nefndar búvömsamninga og í sam- ráði við ráðgjafanefnd þá sem áður var getið og þá aðila sem til ráð- gjafar verða varðandi landnýtingar- þátt gæðastýringarinnar. Ráðgjafanefndin lítur m.a. á það sem hlutverk sitt að gera tillögur um aðkomu annarra aðila að verk- efninu. Það liggur ljóst fyrir að búnaðarsamböndin munu hafa mjög veigamiklu hlutverki að gegna varðandi kynningu verkefn- isins heima í hémðum. Bændasam- tök Islands munu koma að sam- ræmingu þeirrar vinnu, auk þess að bera ábyrgð á gæðahandbókinni. Einnig þarf að nýta fagþekkingu aðila á Rannsóknastofnun landbún- aðarins og á fleiri stofnunum til að útfæra ýmis atriði kerfisins. Sem dæmi má nefna að hugmyndir hafa verið um að nýta tilraunabúið á Hesti til prófunar á gæðastýringar- kerfinu. Um þessi atriði mun ráð- gjafanefndin móta tillögur en það er svo endanlega á valdi Fram- kvæmdanefndar búvörusamninga að ráðstafa fé í þessi verkefni. Tilgangurinn Tilgangur gæðastýringarkerfis í sauðfjárrækt er, skv. fylgiskjali 1 með nýjum sauðfjársamningi: „Að bæta sauðfjárbúskap, tryggja neyt- endum ömgga vöru og bændum betri afkomu.“ Gæðastýring eða gæðastjómun er viðskiptaleg hugmyndafræði sem byggist á því að tryggja neytendum ákveðin gæði, minnka sóun og auka framleiðni. Með öðmm orðum að bæta reksturinn á sem flestum svið- um. FREYR 8/2000 - 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.