Freyr - 01.09.2000, Blaðsíða 23
Tafla 10. Þungi lamba á fæti, fallþungi, kjöthlutfall, þykkt síöufitu og lærastig í
athugun á áhrifum birtu á vöxt þeirra.
Meðferð Tala Kyn Vigtardagar 22/11 9/1 15/2 13/3 Fall,kg Kjöt% Síðufita Lærastig
í myrkri 13 H 33,5 38,6 41,3 44,3 17,38 39,19 7,67 3,61
20 G 32,8 38,8 39,9 42,4 17,74 41,87 10,98 4,22
Meðaltal 33 33,0 38,8 40,4 43,1 17,60 40,80 9,32 3,92
I ljósi 13 H 33,7 40,8 47,0 52,1 19,42 37,40 6,88 3,84
19 G 32,9 38,2 44,5 47,8 18,55 38,86 10,18 4,18
Meðaltal 33 33,2 39,2 45,5 49,5 18,90 38,26 8,53 4,01
mánuðinn 1,5 kg, en lömbunum var
slátrað 14. mars. Töðuleifar
reyndust um 10-12 % og jukust
með aukinni gjöf í báðum hópum
og ekki kom fram neinn flokka-
munur á áti.
Á meðfylgjandi línuriti (línurit 3)
er sýndur lífþungi allra lamba eftir
vigtardögum frá haustvigtun 27.
september til 22. nóvember, og í
töflu 10 eftir flokkum og kynjum
frá 22. nóvember þar til degi fyrir
slátrun, 13. mars, ásamt fallþunga,
kjöt%, fituþykkt á síðu og stigum
fyrir lærahold.
Við haustvigtun vógu lömbin
25,8 kg á fæti og, er þau voru tekin
á hús 19. október, var meðalþungi
þeirra 30,5 kg. Við flokkaskipting-
una nam þungi þeirra 33,2 kg og
höfðu þau því þyngst um 12,4 kg til
jafnaðar frá haustvigtun til 22. nóv-
ember.
Eins og fram kemur á línuriti 3
og í töflu 10 er gríðarmikill munur
á vexti lambanna eftir flokkum.
Þannig þyngdust hrútlömbin í ljós-
inu um 18,4 kg til jafnaðar á til-
raunaskeiðinu (22. nóvembertil 13.
mars) en þeir, sem voru í náttúru-
legri birtu um 10,8 kg eða 7.6 kg
minna. Gimbrar í ljósaflokknum
þyngdust um 14,9 kg en hinar um
9,6 kg og nemur flokkamunurinn
því 5,3 kg. í heildina þyngdust
ljósalömbin um 6,1 kg meira en
þau, sem bjuggu við náttúrulegt
ljósmagn.
Hrútlömbin í ljósaflokknum
lögðu sig til jafnaðar með 19,42 kg
falli en þau í dimmunni með 17,38
kg falli og nemur því fallþunga-
munurinn 2,04 kg. Sambærilegar
tölur fyrir fallþunga gimbranna
voru 18,55 kg og 17,74 kg og
lögðu því gimbramar í ljósinu sig
með 0,81 kg þyngra falli en þær í
dimmunni. í heildina reyndist fall-
þungamunurinn 1,3 kg ljósaflokkn-
um í vil.
Þegar kjöthlutfallið er skoðað
kemur hins vegar í ljós að lömbin
í dimmunni hafa umtalsvert hærri
kjötprósentu en þau í ljósinu og
nemur munurinn á hrútum 1,79
prósentum og gimbrum 3,00 og á
flokkunum í heild 2,54
prósentum. Þessi munur kemur
ekki á óvart og stafar af mismun-
andi kviðfylli lambanna í flokkun-
um, þótt þau hefðu verið vigtuð á
sama tíma, þ.e.a.s. um 3-4 klst
eftir morgungjöf. Lömbin í ljósa-
flokknum voru öllum tímum að
sjá kviðmeiri og þar sem ekki kom
fram munur á áti milli flokka,
bendir allt til þess að sólarhrings-
birtan hafi haft þau áhrif, að þau
hafi etið töðuna hægar og dreift
sólarhringsátinu á lengri tíma og
jafnframt að fóðurnýting hafi ver-
ið betri.
í gæðamati kom enginn vaxtar-
lagsmunur fram milli flokka og í
heildina flokkuðust föllin þannig: E
13,8%, U 38,5%, R 43,1% og O
4,6%.
Á hinn bóginn kom fram umtals-
verður flokkamunur á fituþykkt á
síðu og fituflokkuninni ljósalömb-
unum í vil, þar sem sem þau mæld-
ust með þynnnra fitulag (8,53 mm á
móti 9,23 mm að jöfnum fallþunga)
og fleiri föll fóru í lægri fituflokk-
ana. í báðum flokkum voru gimbr-
ar muna feitari á síðuna en hrútar, (
10,6 mm á móti 7,3) og fór meiri-
hluti þeirra í fituflokka 3 og 3+.
í heildina kom fituflokkunin
þannig út: Ff.l 3,1%, Ff.2 36,9%,
Ff.3 32,3%, Ff.3+ 26,2% og Ff.5
1,5%.
Flest lömbin voru ómmæld á
bakvöðva við haustvigtun og öll
fyrir slátrum. Enginn munur var á
þykknun bakvöðvans í flokkunum,
og nam hún 4,4 mm að jafnaði í
báðum flokkum.
Niðurstöður þessarar athugunar
benda eindregið í þá átt að auka
megi vöxt lamba í skammdeginu
með litlum tilkostnaði. Þær eru
einnig í góðu samræmi við niður-
stöður úr skoskri rannsókn, sem
gerð var á áttunda áratugnum, þar
sem lömb voru fóðruð við mis-
langan birtutíma, annars vegar 8
klst. í birtu samanborið við 16
klst. í myrkri og hins vegar 16
klst. í birtu á móti 8 klst. í myrkri.
í báðum tilfellum uxu lömbin í
birtunni til muna hraðar en þau í
myrkrinu, en hins vegar kom ekki
fram munur á vexti lambanna eftir
lengd birtutímans, þ.e. 8 eða 16
klst.
Það má því ljóst vera að þörf er á
að gera skipulega tilraun til að
kanna áhrif mismunandi lýsingar-
tíma og ljósmagns á lambavöxtinn
yfir dimmustu vetrarmánuðina og
jafnframt kanna áhrif þessara þátta
á hormómastarfsemina.
FREYR 8/2000 - 23