Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 4

Freyr - 01.11.2002, Page 4
Uppgræðsla meO aöstoð Landgræðslunnar hefur verlð að bæta landlð Viðtal við Guðbrand Guðbrandsson á Staðarhrauni og Þorkel Guðbrandsson á Mel í Hraunhreppi. Þeir Guðbrandur á Staðar- hrauni og Þorkell á Mel hafa verið að bæta ábúðar- jarðir sínar með því að stöðva uppblástur og rækta upp ógróna mela á jörðunum síð- asta áratuginn, á vegum átaks Landgræðslu ríkisins “Bændur Guðbrandur á Staðarhrauni að draga fé sitt í Hitardalsrétt. (Ljósm. Arnheiður Guðlaugsdóttir). græða landið”. Fyrir nokkru fór blaðamaður Freys á fund þeirra, ásamt Magnúsi Osk- arssyni, fyrrv. kennara á Hvanneyri, til að fræðast um þessa uppgræðslu, búskap þeirra og sveitina. Fyrst heilsuðum við upp á Guðbrand og báðum hann um að segja á sér deili. Ég er fæddur í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi. Foreldrar mínir voru Bjargey Guðmunds- dóttir og Guðbrandur Magnússon sem þar bjuggu. Ég er einn af 12 systkinum og við erum öll fædd þar en síðan kaupir faðir minn Alftá í Hraun- hreppi og flytur þang- að með hluta af böm- unum en sum urðu eftir í Tröð og þar búa tveir bræður mínir ennþá, þeir Steinar, sem býr í Tröð, og Rögnvaldur, sem byggði nýbýlið Hraunstún í landi Traðar. Ég var 10 ára þegar foreldrar mínir fluttu að Alftá en var einnig mikið í Tröð í uppvextinum. Kona mín er Jóna Jónsdóttir, úr Borgamesi, og við hófum búskap þar en svo kaupum við Þorkell, bróðir minn, Melinn hér í sveit árið 1972 og búum þar félagsbúi til ársins 1978. Þá lætur Halldór E. Sigurðsson, alþingismaður og ráðherra, mig vita að Staðar- hraun sé laust, en jörðin er ríkis- jörð og áður prestssetur. Hann vissi að okkur vantaði jörð, það var orðið þröngt á Mel, tvær íjöl- skyldur og 10 manns í litlu íbúð- arhúsi. Við fluttum svo hingað þegar við höfðum byggt okkur íbúðarhús, en jörðin hafði þá ver- ið í eyði í 10 ár. Við eigum átta böm, þrjú em í Fjölbrautaskólanum á Akranesi og tvær dætur em í Háskólanum og ein býr í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi. Fimm bömin, eiga hér enn lögheimili. Búskapurinn Hvernig búi býrð þú? Við búum aðallega við sauðfé en sauðljárrækt hefúr gefið litlar tekjur í seinni tíð. Við emm með um 350 fjár, þar af um 300 ær. Hér í sveit er starfandi sauðíjár- ræktarfélag og ég er í því og læt ómmæla lömbin og fæ útreiknaða skiptingu sláturlambanna í fítu- og kjötflokka. Ég tel mikið gagn að því. Svo emm við með um 10 kýr [ 4 - Freyr 9/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.