Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2002, Side 5

Freyr - 01.11.2002, Side 5
og seljum mjólk og að lokum er- um við hjónin með skólaakstur í Borgames fyrir hluta af sveitinni. Það gengur ágætlega, ekki komið teljandi snjóavetur lengi og gefur nokkrar tekjur. Guðbrandur á Staðarhrauni við uppgróinn bakka Tálma. (Ljósm. tók Magnús Óskarsson). Ég er aðallega með kúabú. Ég er með um 40 kýr og tæplega 150 þúsund lítra greiðslumark eins og er. Kýmar gefa ömggari tekjur en sauðféð. Ég bætti ný- lega við fjósið og útbjó mjaltabás og keypti jafnframt meira greiðslumark, enda var ég farinn að framleiða meira en ég hafði greiðslumark fyrir. Rúllarþú allt þitt hey? Já, þetta er annað árið sem ég er eingöngu með rúllur. Aður var ég bæði með vothey í flatgryfju og svo þurrhey. Rúllumar em hins vegar þægilegastar þegar fátt fólk er á bænum. Hverju leggur þú helst upp úr við nautavalið? Hvar hafið þið aj'rétt? Hraunhreppingar hafa góðan afrétt inni hjá Hítarvatni. Féð er flutt þangað á vögnum. Fé mitt fer mikið upp á Svarfhólsmúlann og þar inn á afréttinn. Þar er engin afréttargirðing og féð kem- ur mikið sjálft heim þegar líða tekur á sumarið. En það þarf líka að fara í göngur, þær standa í þrjá daga og það er gist tvær nætur í fjallhúsinu við Hítarvatn. Hvernig eru gangnaskil lögð á? Þessu er jafnað niður á fjáreig- endur eftir fjáreign og allt um- reiknað í peninga, annars vegar kostnað á kind og hins vegar dagsverk. Flestir vinna skilin sjálfir eða kaupa menn til þess en sumir, sem eiga fáeinar kind- ur, vilja heldur borga. Áður fyrr var fjártalan ákveðin þannig að ærin var reiknuð sem 1,5 einingar og geldféð ein eining en það er ekki gert lengur. Það er Afréttamefnd Hraun- hrepps, sem stofnuð var við sam- eininguna í nýja sveitarfélagið, Borgarbyggð, sem leggur á gangnaskilin. I henni em þrír menn sem sveitarstjómin kýs. Reynir þú svo að bceta lömbin fyrir slátrun? Þau fara bara á túnið þangað til þeim er slátrað. Sláturvigtin hér er um 15 - 16 kg í góðum árum. Tvílembuprósentan hefúr verið á uppleið, um 80% af ánum em tvílembdar i seinni tíð og afurðir eftir ána hafa farið yfir 27 kg. Hvernig búi býrð þú, Þorkell? Þorkell á Mel ásamt þremur börnum sinum, t.v. Ágúst og Eva Sóley og t.h. Þóroddur, I kornakri sem ræktaður er á melajarðvegi. Freyr 9/2002 - 5

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.