Freyr - 01.11.2002, Qupperneq 6
kýr ekkert skapgóðar. Tveir syn-
ir mínir fóru til Noregs og starfa
þar sem afleysingamenn á kúa-
búum vestanfjalls, í Sogn- og
Fjarðafylki. Þeir eru ekkert sér-
staklega hrifnir af þessum kúm.
Melajarðvegur er þá hér hag-
stœðari til rœktunar en mýrarn-
ar?
Já, í heildina litið, einkum á
óþurrkasumrum. Sl. vor var hins
vegar mjög þurrt og melatúnin
skrælnuðu, en mýratúnin stóðu
sig betur.
| 6 - Freyr 9/2002
Melur í Hraunhreppi.
Ég lít eftir skapgerð og mjalta-
eiginleikum og svo skiptir pró-
tein í mjólkinni máli. Nautakost-
urinn á Nautastöðinni á Hvann-
eyri breytist hins vegar svo ört að
maður festir sig ekki við neitt eitt
uppáhaldsnaut.
Hvaða skoðun hefur þú á inn-
flutningi á norskum kúm?
Ég er þar mikið á báðum átt-
um. Mér fínnst hins vegar athygl-
isvert að mestöll þjóðin virðist
hafa skoðun á þessu mali.
Ég er reyndar ekkert viss um
að þessar norsku kýr séu endilega
besta kyn sem við gætum fengið,
þó að ugglaust megi fá einhverja
eiginleika lfá þeim sem bæta
okkar kyn. Hins vegar eru þessar
Hvernig var rœktuninni háttað
þegarþið bræður jluttuð að
Mel?
Þorkell: Túnið á Mel mun þá
hafa verið um 11-12 hektarar,
helmingurinn gamalt tún kringum
bæinn en auk þess á mýri sem
búið var að grafa og þurrka.
Fyrsta árið okkar tókum við fyrir
til ræktunar 9 ha stykki á mel hér
við bæinn, þar þyrfti lítið að und-
irbúa landið annað en að tína burt
grjót.
Síðan fórum við að rækta tún á
mýrlendi. Það er dýrari ræktun,
mýramar em áburðarffekar á fos-
fór og það þarf að hreinsa skurði
og endurrækta túnin á nokkurra
ára fresti. Hins vegar er betra að
rækta mýramar á Staðarhrauni en
á Mel. Mýrarjarðvegurinn er þar
ekki eins þykkur og undir er
sandur sem leiðir vatnið betur
burt.
Guðbrandur á Staðarhrauni við rofabarð sem verið er að græða upp. I
baksýn Grettisbæli, þar sem sagan segir að Grettir Ásmundarson hafi búið
um skeið, og Fagraskógarfjall.
Þú stundar kornrækt, Þorkell?
Já, ég hef verið með kom í ein
sex ár. Þetta hófst hér þannig að
það var haldinn hér fundur á veg-
um Búnaðarsambandsins. Jóna-
tan Hermannsson hjá RALA kom
og hann var svo skemmtilegur og
hvetjandi að menn smituðust af
honum.
Það var nú líka þannig að um
það leyti stóð allt eitthvað svo