Freyr - 01.11.2002, Side 8
stafafuru og fleiri trjá-
tegundum og seinna
lúpínu sem hefur dreift
vel úr sér innan girðin-
garinnar og lætur hvergi
á sjá þó að talað sé um
að hún útrými að lokum
sjálfri sér.
En hefur trjágróður-
inn þarna breitt úr sér
af sjálfsdáðum?
I landinu var fyrir
birkikjarr þegar það var
girt og friðað og það
hefúr vaxið vel og
dreift úr sér. Stafafuran
hefúr ekki gert það.
Fyrstu tíu árin tók hún
nánast engum fram-
förum. Svo allt í einu
tók hún viðbragð og
núna rýkur hún upp.
Um ræktun lúpínunn-
ar eru nokkuð deildar
meiningar.
Eva Sóley Þorkelsdóttir é Mel með lúpinurætur
og bendir á hnúðana sem vinna éburð fyrir
lúpínuna.
þessu og metur ástandið. Þegar
eitt svæði er orðið sjálfbært þá er
það „útskrifað" en þá er kannski
annað svæði tekið fyrir á jörð-
inni, eins og hér.
A Mel er skógrœktarreitur, með
lúpínubreiðum á milli trjánna.
Hvernig er hann kominn til?
Þetta er skógræktargirðing sem
var til þegar við keyptum Melinn.
Við keyptum jörðina af Guðrúnu
Guðmundsdóttur og sonum henn-
ar, Guðmundi og Aðalsteini Pét-
urssonum. Hún var 93 ára þegar
hún hætti búskap. Þau létu Skóg-
rækt ríkisins hafa land undir
þessa ræktun til 99 ára og það er
til ítarlegur samningur um það
frá árinu 1970.
Skógræktin plantaði þama
Hún hentar a.m.k. vel
hér og er ekki að ganga
á neinn annan gróður.
Þetta er líka falleg jurt. Hins
vegar em æmar fljótar að tína upp
þær plöntur sem koma upp utan
girðingarinnar. Eitt sumarið var
hér lambær frá Mel sem nærðist
helst á því að snúast kringum
girðinguna og teygja sig eftir lúpí-
nunni inn fyrir netið. Það er
greinilegt að fé sækir í hana.
Hefur ekki þröng staða bœnda
á siðustu árum gert þeim erfitt
fyrir að kosta börn sín til náms
eftir grunnskóla?
Guðbrandur: Jú, þetta er auð-
vitað þungt og ég held það erfið-
asta við að búa í sveit. Það þarf
annað hvort að kaupa eða leigja
húsnæði nálægt skólanum og hér
er það þá Fjölbrautaskólinn á
Akranesi.
Á móti kemur að það em
greiddir dreifbýlisstyrkir upp í
húsaleigu og ferðakostnað. Þær
greiðslur koma eftir á, eftir
hverja önn.
Svo öngla unglingamir sér oft-
ast eitthvað inn á sumrin en skól-
amir heijast sífellt fyrr á haustin,
t.d. nú í haust 21. ágúst á Akra-
nesi. Skólaárið er hætt að miðast
við göngur á haustin og sauðburð
á vorin. Maður verður að neita
sér um utanlandsferðina til að
koma bömunum til mennta.
Hefur ungt fólk verið að taka
við jörðum hér í sveit á síðustu
árum?
Nei, flestir bændur hér em
þetta á sextugs- og sjötugsaldri.
Það em bara tvö böm í sveitinni
innan við skólaaldur. Það hafa
hins vegar verið að fara jarðir úr
ábúð, ekki síður stórbú en lítil.
Fyrir tveimur ámm var lagt niður
um 700 kinda fjárbú í Tröðum og
kvótinn seldur ríkinu. Það má
segja að á móti því komi að á
tveimur bæjum er nú boðið upp á
hestaferðir, á Stóra-Kálfalæk og
Hrafnkelsstöðum. Þar býr þýsk
kona sem sér um þennan rekstur
og fer með gestum í ferðimar. Á
Kálfalæk er þetta á vegum fyrir-
tækisins Ishestar.
Eru tekjur af laxveiði hér í
sveit?
Já, Hítará er í eigu jarðanna
sem að henni liggja og af henni
fást töluverðar leigutekjur.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur er
með hana á leigu núna. Með í
vatnasvæði Hítarár em ámar
Tálmi, Grjótá og Melsá.
Svo er Álftá hér fyrir sunnan
líka leigð. Það munar heilmikið
um veiðitekjurnar hér i sveit.
Félagsmál
Hér er búnaðarfélag?
Já, Búnaðarfélag Hraunhrepps.
j 8 - Freyr 9/2002