Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 13

Freyr - 01.11.2002, Page 13
2. tafla. Fóðuráætlanir fyrir 0-12 vikna gamla kálfa á mjólkurskeiði. Aldur Mjólk, l/dag I II Kjarnfóður kg2> Hey kg!> Vatn l!> 1 -4 daga 3- 4 Itr, broddur - - - 5-7 daga 2x2 2x2 0,1 0,1 1 1-2 vikna 2,5x2 2x2 0,1 0,2 1 2-3 vikna 2,5x2 2x2 0,2 0,2 2 3-4 vikna 2,5x2 2x2 0,3 0,2 2 4-5 vikna 2,5x2 2x2 0,5 0,2 3 5-6 vikna 2x2 2x2 0,6 0,2 3 6-7 vikna 1,5x2 2 x 231 0,8 0,3 4 7-8 vikna 1 x 2 0 1,0 1,0 6 8-10 vikna 0,5x2 0 0,8 1,5 7 10-12 vikna 0 0 0,5 2,0 8 1) Uppgefið mjólkurmagn miðast viö ferskmjólk. Ef mjólkurduft (125 - 130 g/l vatns) er notað þarf að bæta við um hálfum lítra miðaö við uppgefið magn. I mjólkurplani I er hefðbundin íslensk mjólkurgjöf þar sem ekki skortir afgangs mjólk í kálfa. i mjólkurplani II er miðað við lágmarks mjólkurgjöf þar sem kjarnfóður kemur í stað mjólkur eins fljótt og talið er ráðlegt. 2) Uppgefnar tölur eru eingöngu leiðbeinandi en aögangur að heyi, kjarnfóðri og vatni á að vera ótakmarkaður. Búast má við minna kjarnfóður- og heyáti á mjólkurplani I en hér er gefið upp. 3) Kálfana má taka af mjólk þegar þeir eru farnir að éta 750 g af kjarnfóöri á dag sem ætti að vera að jafnaði við 6 - 7 vikna aldur á plani II en heldur seinna á plani I. að er að aukinn fóðurstyrkur eyk- ur heildar þurrefnisát en á móti vegur að einhverju eða öllu leyti lakari fóðumýting með auknum fóðurstyrk. Hér er gert ráð íyrir að þetta vegi hvort annað upp. I fóðurplani A er stefnt að há- marksheyfóðrun með frekar orkurýrum heyjum. Orkugildið er á bilinu 0,65 - 0,75 og 0,71 FEm/kg þe. að jafnaði. Um 92% af heildarfóðrinu kemur úr heyj- um og 5% af kjamfóðri (t.d. byggi) og meðalfóðurstyrkur heildarfóðurs er 0,74 FEm/kg þe. Sennilega er fóðurplan A mjög dæmigerð íslensk fóðmn á ung- neytum. I fóðurplani B er stefnt að hámarksvaxtarhraða án þess að það komi of mikið niður á fóðumýtingunni. Um 77% af heildarfóðrinu er hey með meðal- orkugildi upp á 0,80 FEm/kg þe. og 20% kemur af heimaræktuðu byggi eða sambærilegu ódým kjamfóðri. I þessu plani er með- alfóðurstyrkur heildarfóðurs 0,86 FEm/kg þe. Ef heygæðin em meiri getur kjamfóðurhlutinn minnkað sem því nemur. Heyið gæti t.d. verið vallarfoxgras. I 1. töflu em fóðurþarfir miðaðar við ungneyti á básum og nálægt 100% fóðumýtni. í raun verður fóðumýtnin alltaf lakari vegna t.a.m. sjúkdóma, ffákasts (moð og skemmt fóður), fóðmnartækni og þrengsla í stíum. Auk þess leiðir mjög kröftug fóðmn til lak- ari fóðumýtingar í samanburði við veikari fóðmn. Ungneyti í lausagöngu þurfa 10% meira fóð- ur en ungneyti á básum. Sömu- leiðis þurfa ungneyti í þröngum stíum enn meira fóður vegna minni vaxtarhraða og meira álags heldur en ungneyti með meira rými. Stíurými er alltaf mála- miðlun á milli þess besta fyrir gripina og hagkvæma fýrir bónd- ann. Með þetta í huga hefur ver- ið fundið út að æskilegt stíurými á grip er 1,9 - 2,5 m2 fyrir 250 - 500 kg þung ungneyti. Mjólkurskeiðið Á þessu skeiði, sem stendur í u.þ.b. þrjá mánuði, er gmnnurinn lagður að vel heppnuðu eldi. Hér er mjög mikilvægt að dekra við kálfana fyrstu vikumar. Smákálf- ar þurfa að tengjast fólkinu sem umgengst þá og hirðir því að lengi býr að fyrstu gerð. Fyrstu vikumar er best að hafa kálfana aðskilda í þurmm kálfaboxum með mjúku undirlagi. Þennan tíma á að nota til þess að hæna kálfana að fólki með því að strjúka þeim og klóra. Um mitt mjólkurskeið em kálfamir færðir í rúmgóðar stíur með öðmm kálf- um. I 2. töflu em fóðuráætlanir sem ættu að koma kálfunum sómasamlega í gegnum mjólkur- skeiðið. Kálfamir fæðast án mótefna og þess vegna er viðnámsþróttur þeirra algjörlega háður brodd- mjólkinni sem er auðug af mót- efnum. Sérstaklega er fyrsti broddurinn mótefnaríkur. Kálf- amir þurfa að fá bragð (0,5 - 1 1) á fyrstu klukkustundunum eftir fæðingu. Ef kálfur getur ekki dmkkið sjálfur, þarf að hella í hann með öllum ráðum. Endur- takið gjöfina með 2 1 af broddi eftir um 6 - 8 klst. og síðan um 1,5 1 þrisvar á dag næstu fjóra daga. Kálfar, sem ganga undir fyrsta sólarhringinn, þurfa að fá brodd úr flösku ef þeir eiga erfitt með að sjúga. Venjulega mjólka fullorðnar kýr mun meiri broddi en kálfamir geta torgað. Þess vegna er auð- velt að koma sér upp broddforða. Broddur frá fullorðnum hraustum kúm í fjósinu er frystur í t.d. 1 - 2 1 mjólkurfemum. Við -18°C geymist þannig broddur í allt að ár. Þegar broddurinn er afþíddur þarf það að gerast varlega og t.d. er ekki ráðlegt nota örbylgjuofn þó að sumir telji það óhætt. Mót- Freyr 9/2002-13 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.