Freyr - 01.11.2002, Page 14
3. tafla. Hámarksverð á mjólkurdufti miðað við mis-
munandi verðgildi ferskmjólkur.
Verðgildi ferskmjólkur, kr./l 33 50 66 75
Hámarksverö á mjólkurdufti, kr./kg 200 300 400 450
efnin þola ekki afþíðingu við
meiri hita en 40°C. Við stofuhita
þiðnar broddurinn á nokkrum
klukkustundum en ef mikið ligg-
ur við er hægt að afþíða broddinn
undir rennandi 40°C heitu vatni á
mun skemmri tíma. Broddforð-
inn kemur sér vel ef:
- kýrin mjólkar oflítið, t.d.
vegna burðar fyrir tímann
- kýrin er með júgurbólgu
- kýrin/kvígan er nýlega aðkeypt
(innan við 6 vikum fyrir burð)
- kýrin hefur lekið mikið fyrir
burð
- kýrin hefur mjög stutta geld-
stöðu (innan við mánuð).
Þá er líklegt að broddforðinn
komi sér vel fyrir aðkeypta
smákálfa. Aðkeyptir smákálfar
þurfa sérstakrar varkámi við og
oftar en ekki koma upp skituvan-
damál. Skitu þarf að taka föstum
tökum. Til em skitulyf sem blön-
duð em út í mjólk, eins og t.d.
Diætan, en einnig er hægt að gera
heimagerða blöndu úr:
5 g (I tsk.) NaCl (borðsalt)
+ 2,5 g (1/2 tsk.) NaHCO3
(natrón, bökunarsódi)
+ 50 g glukósi (þrúgusykur).
sem leyst er upp í lítra af 40°C
heitu vatni. Á fyrstu vikunum frá
burði er einnig mikilvægt að
kálfamir fái mjólk eða mjólkur-
duft sem er hitað upp í sem næst
líkamshita til þess að komast hjá
meltingartruflunum.
Að lokinni broddgjöf tekur við
mjólkurgjöf samkvæmt fóður-
áætlun sem lýst er í 2. töflu. í
stað ferskmjólkur má nota mjólk-
urduft og einning getur kjamfóð-
ur komið í stað mjólkur þegar
líður á mjólkurskeiðið. Hægt er
að gefa eldri kálfúm umfram
brodd en þá þarf að þynna hann
um 1/3 til 1/2 með vatni. Það er
ákaflega misjafht hvað bændur
verðsetja ferskmjólkina fyrir
kálfa, en til þess að átta sig á því
hvort hagkvæmara sé að nota
mjólkurduft í stað mjólkur úr
tanki má taka mið af útreikningi í
3. töflu. Þar sést t.d. að ef verð-
mæti ferskmjólkur er ákveðið 33
kr/1 má mjólkurduftið ekki kosta
meira en 200 kr/kg. Kjamfóður í
stað mjólkurdufts eða fersk-
mjólkur á seinni hluta mjólkur-
skeiðsins verður þó alltaf hag-
kvæmasti kosturinn.
Með mjólkurgjöfinni eiga kálf-
amir að hafa frjálsan aðgang að
fersku vatni, lostætu kjamfóðri
(kálfakögglum) og heyi. Heyið á
að vera fíngert, þurrt eða mjög
þurrlegt vothey og próteinríkt,
sérstaklega þegar farið er að
draga úr mjólkurgjöfinni. Það er
mjög einstaklingsbundið hversu
fljótt kálfamir byrja að éta hey
og kjamfóður og þess vegna er
það einnig breytilegt á hvaða
aldri má taka þá af mjólk. Hitt er
þekkt að mikil mjólkurgjöf kem-
ur niður á áti á öðm fóðri og þess
vegna á ekki að fara yfir ráðlagða
mjólkurskammta. Reikna má með
um 300 1 af ferskmjólk á kálf
samkvæmt plani I og 200 1 sam-
kvæmt plani II í 1. töflu.
Vaxtarskeiðið
Vaxtarskeiðið tekur við mjólk-
urskeiðinu og er jafnframt það
lengsta. Ungneyti hafa þann eig-
inleika að geta bætt sér upp tíma-
bil með skertu fóðri og þar með
vexti með „ofáti“ á öðm tímabili
þegar til er gnægð af ódým gróf-
fóðri með þeim árangri að meðal-
vaxtarhraðinn verður ekki síðri
en hjá ungneytum sem fóðmð em
á jöfnu eldi út ævina. Þessi eigin-
leiki er mikið notaður erlendis
þar sem góð beit er uppistaða
fóðursins (meira en 6 mánuðir á
ári) og þar sem er aðgangur að
ódým kolvetnaríkum tormeltum
aukaafúrðum úr akuryrkju (t.d.
hálmi). Við íslenskar aðstæður
verður aldrei hægt að nýta sér
þessa kosti að fúllu vegna þess
hve beitartíminn er stuttur. Á
vaxtarskeiðinu em ungneyti á
þeim aldri þegar beinvefur og
vatnsríkir vöðvar byggjast upp.
Þess vegna er þyngdarauki á
hverja fóðureiningu mikill. En
eftir því sem gripimir þyngjast
nýtist hver fóðureining verr til
vaxtar vegna meiri viðhaldsþarfa
og breyttrar samsetningar þunga-
aukningar. Með meiri þroska
(þunga) kemur fitusöfnun í stað
vöðvavaxtar sem leiðir til
orkuffekari þyngdaraukningar.
í báðum fóðurplönum (1.
mynd) er gert ráð fyrir ótakmark-
aðri heyfóðmn. Ef ekki er hægt
að nýta leifar sem venjulega
verða við slíka fóðmn getur verið
hagkvæmara að láta gripina éta
heyið nánast upp, þó að það verði
eitthvað á kostnað vaxtarhraðans.
Þá er mjög mikilvægt að velja
sem jafnasta gripi í stíur til að
enginn verði undir í fóðruninni.
Endanleg flokkun í stíur þarf að
gerast i síðasta lagi við 12 mán-
aða aldur. Stundum kemur fyrir
að einstaka gripir í hópnum er
lagður í einelti. Þeim þarf að
bjarga og setja á bás eða í aðra
stíu. I fóðurplani A er veginn
meðalfóðurstyrkur heyjanna um
0,71 FEm/kg þe. en 0,80 FEm/kg
þe. í fóðurplani B. Vegna þeirra
eiginleika ungneyta að geta
„fært“ til vöxtinn á milli tímabila
geta orkugildi og gæði heyja ver-
ið mjög breytileg svo fremi að
| 14 -Freyr 9/2002