Freyr - 01.11.2002, Side 21
Afkoma í nautgrlparaM
á árlnu 2001 með samanburðl vlð árlfl
2000 samkvæmt uppgjörl búrelknlnga
Inngangur
I samantekt þeirri sem hér fer á
eftir er unnið með gögn úr rekstri
sérhæfðra kúabúa samkvæmt
skýrslu Hagþjónustu landbúnað-
arins um uppgjör búreikninga
2000 og 2001. Um er að ræða
samanburð á niðurstöðum úr
rekstri 168 kúabúa árið 2001,
samanborið við 206 kúabú árið
2000. Sérhæfð kúabú eru skil-
greind sem þau bú sem hafa að
lágmarki 7/10 hluta af regluleg-
um tekjum (búgreinatekjum) af
nautgripaafurðum.
Bústærð
Bústærð í úrtakinu er að með-
altali 28,6 mjólkurkýr árið 2000
og 29,8 mjólkurkýr árið 2001.
Framleiðsluréttur í mjólk er
113.274 lítrar (2000) samanborið
við 123.331 lítra (2001). Innlegg
í mjólkurstöð samsvarar 115.133
lítrum (2000); um 1,6% umfram
rétt og 126.939 lítrum (2001); um
2,9% umfram rétt.
Miðað við innvegið magn í
mjólkurstöð er nyt mjólkurkúa
4.026 lítrar (2000) samanborið
við 4.260 lítra (2001). Vetrarfóðr-
uðum kindum fjölgar að meðal-
tali úr 52 í 57 á milli ára og
hrossum úr 10 í 12. Búin eru
mjög sérhæfð og sem hlutfall af
heildarbúgreinatekjum er vægi
tekna af nautgripaafúrðum um
94%, bæði árin.
Umfjöllun
A rekstraryfirliti (tafla 1) kemur
ffam að heildarbúgreinatekjur eru
9,4 milljónir króna (2000) og
rúmlega 10 milljónir króna
(2001). Á árinu 2001 hækka tekj-
ur af nautgripum um rúmlega 1,2
milljónir króna eða um 13,2%;
aðrar búgreinatekjur losa 600
þúsund krónur og eru óbreyttar á
milli ára. Þegar deilt er upp í tekj-
ur af nautgripum með fjölda inn-
veginna mjólkurlítra kemur fram
að heildartekjur á lítra hækka úr
76,68 krónum (2000) í 78,72
krónur (2001) eða um 2,7%. Hafa
ber í huga að um er að ræða allar
tekjur af nautgripum.
Breytilegur kostnaður hækkar
úr 3,4 milljónum króna (2000) í
3,9 milljónir króna (2001); hækk-
unin nemur 11,3%. Til skýringar
er einkum aukinn kostnaður
vegna rekstrarvara og vegna
kaupa á kjamfóðri (þ.e. aukið
magn). Framlegð hækkar um 800
þúsund krónur og framlegðarstig
hækkar um 1% milli ára, eða úr
63% í 64%.
Hálffastur kostnaður hækkar úr
1,8 milljónum króna í um 2,0
milljónir króna; um 166 þúsund
krónur eða 9%. Þeir kostnaðarliðir
sem hækka em einkum laun og
launatengd gjöld, viðhald útihúsa
og rekstrarkostnaður biffeiðar.
Fymingar hækka úr 2,3 millj-
ónum króna í rúmlega 2,5 millj-
ónir króna eða um 209 þúsund
krónur á milli ára. Til skýringar
er einkum niðurfærsla greiðslu-
marks og aðrar afskriftir.
Fjármagnsliðir hækka töluvert á
milli ára, eða úr 808 þúsundum
króna (2000) í 1,0 milljón króna
(2001); um 24%, að teknu tilliti til
verðbreytingafærslu og vaxtatekna.
Liðurinn „aðrar tekjur“ lækkar
úr 932 þúsund krónum (2000) í
776 þúsund krónur (2001). Mest
munar um lægri tekjur vegna
sölu á greiðslumarki.
Hagnaður fýrir laun eiganda
hækkar úr rúmlega 1,9 milljónum
króna (2000) í tæplega 2 milljónir
króna (2001); um 3,2% og reikn-
uð launagreiðslugeta hækkar um
118 þúsund krónur, eða um 4,9%
á milli ára. Vergar þáttatekjur
(tafla 3) hækka úr 5,5 milljónum
króna (2000) í um 6,0 milljónir
króna (2001); um 516 þúsund
krónur eða sem svarar 9,3%.
Á efnahagsyfirliti (tafla 2)
kemur fram að veltufjármunir
standa nokkum veginn í stað á
milli ára. Eignamyndunin eykst
aðallega í inneign í kaupfélagi og
í birgðum á árinu 2001. Fastafé
hækkar úr nær 15,6 milljónum
króna (2000) í 18,3 milljónir
króna (2001). Hér kemur einkum
til aukin fjárfesting í greiðslu-
marki og útihúsum. Bókfærðar
eignir sem nema 16,9 milljónum
króna (2000) hækka þannig í um
19,5 milljónir króna (2001).
Heildarskuldir búanna aukast
að meðaltali úr 12,9 milljónum
Freyr 9/2002 - 21 I