Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 25
talsverðar og bera vott um að
bjartsýni ríkir í greininni. Þær
valda þó áhyggjum til lengri tima
litið í ljósi þess að hluti þeirra er
lítt arðbær og að þær eru að
stærstum hluta íjármagnaðar með
lánum. Af þessu leiðir að beita
þarf aðhaldi í rekstri búanna á ár-
inu 2002 og eftir föngum að
leggja aukna áherslu á niður-
greiðslu skulda.
Tafla ö.Fjárfestingar á sérhæfðum kúabúum 2000 og
2001 samkvæmt uppgjöri búreikninga (í þúsundum króna á
verðlagi hvers árs)
2000 2001
Bústofn 59 36
Vélar og taeki 1.643 1.117
Ræktun 26 19
Jörö 440 186
Byggingar 561 355
Greiðslumark 1.266 1.431
Alls 3.994 3.145
Áföll í fððurframlelðslu
Síðustu ár hafa dunið yfir ýmis
áföll í fóðurframleiðslu í
Evrópu. Ástæður þess hafa verið
vanþekking, eða skortur á
innsæi, kæruleysi og e.t.v. í ein-
staka tilvikum vísvitandi slæm
vinnubrögð. Þarna má greina
þrjá ráðandi þætti sem gæta þarf
að hráefnið, framleiðsluaðferðir
og meðferð á fóðrinu. Til að
koma í veg fyrir viðlíka áföll í
framtíðinni þarf að átta sig vel á
því sem gerðist.
Kúarida
Nú er almennt viðurkennt að
uppruna kúariðunnar megi rekja
til þess að nautgripir voru fóðrað-
ir með kjötmjöli sem innihélt svo-
kölluð prion. Þau urðu til við
framleiðslu á kjötmjöli úr riðu-
sýktu sauðfé þar sem ekki var
gætt fullrar varúðar við fram-
leiðsluna (of lágur hiti eða of
stuttur suðutími). Veikin kom upp
í Bretlandi og eftir á má spyrja
hvort sjá mátti þetta fyrir. Því
verður ekki svarað en í mörgum
öðrum löndum ESB höfðu hræ af
búfé verið notuð í kjötmjöl allt
fram til ársins 1999 án þess að
upp kæmi nautariða.
Díoxín í fóðri
Díoxín í fóðri uppgvötaðist við
reglubundið eftirlit á mjólk í
Þýskalandi. Magnið var innan
leyfilegra marka en þó svo hátt
að reglur mæltu fyrir um að það
skyldi rannsakað. Rannsókn
sýndi að díoxínið stafaði frá fóðri
úr berki sítrusávaxta frá Brasílíu,
þ.e. appselsinum, sítrónum eða
greipaldinberki. Þetta hráefni er
þurrkað og selt m.a. til ESB-
landa og er notað í fóður jórtur-
dýra. Við þurrkum barkarins er
bætt við leir til að fá betri áferð
(struktur) á mjölinu. í þetta skipti
var leirinn aukaafurð frá efnaiðn-
aði og innihélt díoxín eða mynd-
aði díoxín við þurrkunina.
Þegar þetta gerðist, vorið
1998, voru ekki í gildi neinar
sameiginlegar reglur um leyfilegt
magn af díoxín í fóðri í löndum
ESB en úr því hefur síðan verið
bætt.
Næsta díoxínáfall gerðist um
10 mánuðum síðar. Truflanir á
framleiðslu útungunarstöðvar í
Belgiu gaf dýralæknum grun um
að eiturefnið PCB væri í fóðrinu.
Rannsókn á hænum, eggjum og
fóðri staðfesti þennan grun, jafn-
framt því sem magn díoxíns var
einnig hátt í sýnunum. í fram-
haldinu kom í Ijós að díoxin-
mengað fóður hafði einnig verið
notað í svína- og kjúklingarækt á
stóru svæði i Hollandi og Belgiu.
Ástæðan var sú að verksmiðja,
sem framleiddi fóðurfita, hafði
tekið við PCB-mengaðri fitu sem
komist hafði inn í framleiðslufer-
ilinn en því verður aldrei svarað
hvort þaó gerðist fyrir slysni eða
vísvitandi.
SORP í KJÖTMJÖLI
Það gerðist í Frakklandi fyrir
tveimur árum að þurrkað botnfall
frá frárennslistanki kjötmjölsverk-
smiðju komst í framleiðsluna. í
tankinn hafði einnig verið leitt
klóak verksmiðjunnar. Þetta vakti
að vonum hörð viðbrögð fjöl-
miðla og almennings. Hins vegar
var hér ekki um smiðhættu að
ræða þar sem botnfallið var sótt-
hreinsað.
Hér má nefna að áhugi á notk-
un á úrgangi til fóðurs var fyrir
hendi fyrir um 30 árum. Þá voru
uppi hugmyndir að nota svínaskít
í fóður jórturdýra. Ekkert var að
því í okkar heimshluta en vitað
er að það er gert í öðrum heims-
hlutum.
(Unnið upp úr Kungl. Skogs- og
Lantbruksakademiens Tidskrift
nr. 9/2002, bls. 33-38.
Rávarar í foderindustrin,
erindi eftir Kjell Larsson, Fil. Dr.).
Freyr 9/2002 - 25 I