Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 26

Freyr - 01.11.2002, Page 26
Selen og lúgurbðlgusýld- ar h|á fyrsta kálfs kvígum Inngangur Snefílefnið selen (Se) er hluti af ensíminu glutathion peroxi- dasa (GP), sem aftur er hluti af andoxunarkerfi flestra líkams- fruma. Það kerfí samanstendur af ýmsum efnum og gegnir hlut- verki við að koma í veg fyrir skaðleg áhrif efnasambanda sem myndast við efnahvörf í frumun- um. E-vítamín er einnig hluti af þessu kerfí og er því oft nefnt í sömu andrá og selen. Ef líkam- anum er séð fyrir nægilegu magni af öðru efninu getur dregið úr afleiðingum af skorti á hinu. Vel þekkt einkenni skorts á E-vítamíni og seleni eru skem- mdir á vöðvafrumum og nei- kvæð áhrif á frjósemi. A undan- fömum tveimur áratugum hefur sjónum æ meira verið beint að áhrifum selenskorts á ónæmis- kerfí líkamans. I mörgum rann- sóknum hefur verið sýnt fram á að við skort á E-vítamíni eða seleni aukist hætta á að kýr fái júgurbólgu, smitist þær af júgur- bólgusýklum. Viðmiðunarmörk fyrir æskileg- an styrk selens í fóðri fullorðinna kúa em 0,3 ppm í þurrefhi, óháð þyngd kúnna eða stöðu á mjalta- skeiði, en taka verður tillit til að ýmis efni í fóðrinu geta haft áhrif á uppsog selens í meltingarvegi kúnna, t.d. súlföt, nítröt og kalk. í rannsóknum á grasi hér á landi hefur styrkur selens mælst frá 0,02 ppm til 0,2 ppm. Oft er styrkur selens í blóði áætlaður út frá virkni GP, sem er tiltölulega auðvelt að mæla. Niðurstaðan er oftast gefín upp sem einingar á hvert gramm hemóglóbins (U/gHb) en 100 einingar svara til u.þ.b. 0,1 ppm af seleni. Mælt er með að styrk- ur selens í blóði sé á bilinu 0,2 ppm til 1 ppm, sem svarar til 200 - 1000 eininga af GP. 1 rannsóknum á kvígum hér á landi, sem verið hafa á beit og ekki fengið kjamfóður né sér- staka steinefnagjöf, hefur GP í blóði í langflestum tilfellum reynst vera innan við 200 ein- ingar. Sama gildir um sauðfé sem verið hefur á Qalli. I ljósi ofangreindrar þekkingar á tengslum selenskorts og júgur- bólgu, auk vísbendinga um lágan styrk selens í íslensku grasi og í blóði búljár hér á landi, var ákveðið að kanna nánar hver væri algengur styrkur selens í blóði kvigna um burð hér á landi og skoða hvort júgurheilbrigði hjá kvígurn með mjög lágan styrk selens væri verri en hjá kvígum með hærri styrk. Aðferðir Virkni GP var notuð sem mæli- kvarði á styrk selens. Litið var á 100 einingar af GP eða minna sem mjög lágan styrk. Tvenns konar mælikvarðar á júgurheilsu vom notaðir. Annars vegar jákvæð greining á júgur- bólgusýklum í spenasýnum í fyrstu viku eftir burð og hins vegar fmmutala eftir burð. Skil- greint var sem óeðlilegt ef frumutala á fyrstu fjómm mánuð- unum eftir burð var hærri en 200 þúsund fmmur í millilitra, í tveimur eða fleiri mælingum. Rannsóknin tók til 161 kvígu á fjórtán bæjum á Vesturlandi. Kvigumar bám í september til desember á árunum 1999 og 2000. Tekið var eitt blóðsýni úr hverri kvígu, annað hvort á síð- ustu viku fyrir burð eða fyrstu viku eftir burð. Allar kvígumar höfðu verið úti í haga og eftir að hafa verið teknar á hús fengu þær nær eingöngu hey. Blóðsýnin vom rannsökuð m.t.t. virkni GP í blóði og niðurstöður gefhar upp sem einingar á hvert gramm hemoglobins (U/gHb). Mæling- amar vom gerðar á Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum. Spenasýni fengust úr 150 kvíg- um í fýrstu viku eftir burð. Sýnin vom rannsökuð með það að markmiði að finna algengustu júgurbólgusýklana, sem em Stap- hylococcus aureus, kóagúlasa neikvæðir stafýlokokkar (KNS), streptokokkar og hemolytiskir E. coli sýklar. Sýklagreiningamar vom gerðar á Keldum. Upplýsingar um fmmutölu og ástæður förgunar vom fengnar úr skýrsluhaldi Bændasamtaka ís- | 26 - Freyr 9/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.