Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.2002, Side 29

Freyr - 01.11.2002, Side 29
sókn. Sé svo er hún vandamál sem veldur bændum án efa miklu ijárhagslegu tjóni. Þá er augljóst að þörf er fyrir nánari rannsóknir á orsökum hennar, sem og aukna fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði. Molar Riðuveiki í hjartar- DÝRUM OG ELG í Norður-Ameríku? Heilasjúkdómur, sem líkist kúariðu, breiðist nú hratt út í villt- um dýrum i Norður-Ameríku. Ekki er talið unnt að útiloka að fólk geti smitast af honum líkt og gerist með kúariðu. Náttúruverndarráðuneytið í Wisconsinríki í Bandaríkjunum hefur skipað að fella skuli 50 þúsund hirti í ríkinu fram til nk. áramótá. Grunur leikur á að allt að 20% þessara dýra séu sýkt af taugasjúkdómi sem nefnist “Chromc Wasting Desease, CWD”. Skrokkum af felldum dýr- um er eytt. í fýlkinu Saskatchewan í Kan- ada hafa þegar verið greind yfir 100 tilfelli af CWD meðal villtra dýra. Þá hafa fundist sýkt dýr í sunnanverðum Bandaríkjum, ná- lægt landamærum Mexíkó, og það hefur valdið áhyggjum meðal veiðimanna og yfirvalda í Texas. Yfirvöld hvetja veiðimenn til að nota gúmmíhanska þegar þeir gera að bráð sinni og Alþjóða heilbrigðisstofnunin varar við hættu af að neyta kjöts af CWD sýktu kjöti. Veikin hefur þegar fundist í níu ríkjum Bandaríkj- anna og tveimur fylkjum Kanada. Meðgöngutími veikinnar er 18 mánuðir. Þá fara dýrin að vesl- ast upp, reika og drepast að lok- um upptærð. Veikin leggst bæði á hirti og elga. Lokaorð Þeim bændum, sem góðfúslega veittu aðstoð og leyfi til sýnatöku úr kvígum sínum eru hér með færðar bestu þakkir fyrir, sömu- leiðis Laufeyju Bjamadóttur ráðunauti, Hildi Eddu Þórarins- Dýralæknar, stjórnmálamenn og veiðimenn eru áhyggjufullir, ekki síst vegna þess að veikin minnir óþægilega mikið á kúarið- una í Evrópu. Báðir sjúkdómarn- ir, kúariðan og CWD, stafa af gölluðum príonproteinum og heili sýktra dýra dregst saman og verður svampkenndur. Þessir sjúkdómar eru hins vegar ólíkir að því leyti að CWD er mjög smitandi. Fjöldi ríkja innan Bandaríkjanna hafa því bannað flutning á villtum dýrum frá nærliggjandi ríkjum, en talið er að faraldurinn hafi hafist með verslun með hjartardýr, sem alin hafa verið upp í girðingarhólfum. Bændur sem stunda uppeldi á hjartardýrum bjóða upp á veiðar á þeim. Þessi starfsemi hefur aukist mjög á undanförnum árum og umfangsmiklir flutningar á dýrum milli býla er talinn hafa valdið miklu um það að veikin hefur dreifst um stórt svæði. Kenningar eru uppi um að sjúkdómurinn hafi borist út í nátt- úruna með snertingu taminna hjarta og villtra gegnum girðingu. Eins og sakir standa er ein- ungis unnt að greina CWD sjúk- dóminn með sýnatöku út heilavef dauðra dýra, en unnið er að því að finna aðferð til að greina sjúk- dóminn í lifandi dýrum. Sterkur grunur leikur á að CWD sjúkdómurinn geti borist í fólk. Á árunum 1997-2000 hafa þrjár manneskur á fertugsaldri á dóttur dýralækni og Guðbjörgu Jónsdóttur meinatækni fyrir þeirra aðstoð. Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Embætti yfirdýra- læknis fjármögnuðu rannsóknina. þessum slóðum dáið úr sjald- gæfu afbrigði af Creutzfeldt - Jakob sjúkdómi, tveir veiðimenn og dóttir veiðimanns, sem öll höfðu neytt kjöts af villtum hjart- ardýrum. (Landsbygdens Folk nr. 34/2002). Kjarrsagir sem hlífa LÍKAMANUM Sænska fyrirtækið Husqvarna hefur hannað nýjar ólar fyrir kjarrsagir. Ólarnar heita Trio- Balance og þær eiga að hlífa betur baki og öxlum, ásamt því að auðvelda vinnuna. Nýju ólarnar eru með breiðar stoppaðar axlaólar og stóra plötu sem styður við bakið og er ætlað að draga úr átakinu þegar sög- inni er beitt á ská. Stuðlað er að því að átakið komi jafnt á báðar axlir, sem og að það jafnist milli axla og mjaðma og baks og brjóstvöðva. Jafnframt eiga ólarnar að vera þægilegar og sögin auðveld í meðförum. Trio-Balance er unnt að stilla eftir stærð þess sem notar sög- ina og þess gætt að hún henti jafnt konum sem körlum. Mjaðmapúðinn er af nýrri gerð með festingum sem teygst getur á og öryggisrofi gegnir því hlutverki að unnt er að losa frá sér sögina með einu hand- taki. (Landsbygdens Folk, nr 35/2002) Freyr 9/2002 - 29 j

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.