Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Síða 30

Freyr - 01.11.2002, Síða 30
Fóðurgangar mað færanlegum framhllðum Inngangur Eitt af lykilatriðum þess að ná árangri í mjólkurframleiðsu er að huga vel að hönnun fóðursvæðis- ins í fjósum með það að mark- miði að hámarka fóðurát. Hönn- un fóðursvæða gerir einnig kröf- ur um vinnuhagræðingu og vinnulétti hvað varðar meðhöndl- un fóðursinsen rétt hönnun þeirra getur aukið fóðurát og mjólkur- framleiðslu. (Brouk, Smith og Harner 2000). Samkvæmt Krohn og Kong- gaard (1976) er fóðurát einkum háð fjórum atriðum. Þau eru fóðr- ið, gripurinn, umhverfi og félags- leg áhrif annarra gripa. Roseler et al. (1997) tók saman gögn úr nokkrum tilraunum til að greina þá þætti sem hafa mest áhrif á fóðurát. Samkvæmt niðurstöðum hans skýrir mjókurmagn stærstan hluta þess breytileika sem fram kemur í fóðuráti, eða 45%. Aðrir þættir eins og loftslag skýra 10% og fóður og hirðing 22%. Þannig má segja að 1/3 af breytileika fóðuráts skýrist af hönnun fóður- svæðins og fóðrun. Með stækkandi fjósum verður krafan um vinnuhagræðingu sí- fellt meiri. Tækni, sem felst í því að láta kýmar hafa aðgang að — 1. mynd. Fóðurfæra. Búnaðurinn virkar þannig að plankinn vinstra megin á myndinni er dreginn að jötumilligerðinni með keðju og þannig er fóðrið fært smám saman að kúnum. (Mynd: Fat Berichte nr. 578/2001). miklu magni af fóðri í einu, hefúr náð talsverðri útbreiðslu hér á landi. Til er tvenns konar út- færsla á slíkum fóðurgöngum. Annars vegar þar sem jötugrindin er færð að fóðrinu (fóðurgangar með færanlegum framhliðum / samkeyranlegir fóðurgangar) og hins vegar þar sem fóðrið er fært að jötugrindinni (fóðurfæra). Dæmi em um, hér á landi, að seinni aðferðin sé notuð án eigin- legs tæknibúnaðar heldur er rúll- um ýtt smám saman að jötugrind- inni með dráttarvél eða handafli. Með þessari tækni er gripum tryggður aðgangur að fóðri allan sólarhringinn. Rannsóknir á at- ferli mjólkurkúa hafa leitt í ljós að aðeins þriðjungur af átplássi er notaður hverju sinni þar sem aðgengi er að fóðri allan sólar- hringinn og engin samkeppni um átpláss (Olofsson, 1992). í að- búnaðarreglugerð flestra landa er því gert ráð íyrir að þrjár kýr megi vera um hvert átpláss (0,6 m) ef aðgengi er að fóðri allan sólarhringinn (Olofsson, 2000). Þetta ákvæði er m.a. að finna í nýrri aðbúnaðarreglugerð fyrir nautgripi hér á landi, (Landbún- aðarráðuneytið, 2002). | 30 - Freyr 9/2002

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.