Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 31

Freyr - 01.11.2002, Page 31
Nú eru framleiddar a.m.k. fjór- ar gerðir af fóðurgöngum með færanlegum framhliðum: Wee- link, Cow-Pow, Schulens og Vollerup Smedland. Hugmynda- fræðin að baki þessara mismun- andi gerða er hin sama. Kerfíð er látið í ystu stöðu og fóðri komið fyrir á fóðurganginum. Þetta fóður getur í raun verið á hvaða formi sem er, rúllur, þurr- hey, vothey o.fl. Eini munurinn er sá að rúmþyngd fóðursins er mismunandi og því misjafn til hve langs tíma hver fóður- skammtur dugar. Síðan er yfír- leitt stjómbúnaður sem notaður er til að færa jötugrindina að fóðrinu. Ymist er þá um að ræða vökvakerfí sem knúið er af raf- mótor eða tannhjóladrif. Þó er Cow-Pow kerfíð frábrugðið að þessu leyti því að það byggir á því að kýmar ýta sjálfar fóður- grindinni áfram. Kýrnar Atgeta Kýr verja um 3-7 klst. á dag í fóðurát og 10-14 klst. í hvíld (Konggaard, 1983a, Albright og Timmons, 1984). Ymsirþættir hafa áhrif á áttímann, t.d. fram- leiðslustig, aðbúnaður og fóður- gerð. Hár orkustyrkur og sam- keppni um átpláss getur dregið úr áttíma (Olofsson, 2000). Kýr, sem eru frjálsar á beit, sýna ákveðið daglegt átatferli. Þannig innbyrða kýmar stærstan hluta fóðursins í tveimur átlotum, annarri í dögun og hinni við sól- setur. Einnig koma fram styttri átlotur yfir daginn og á nætumar (Amold & Dudzinski, 1978). Kýr, sem hafa fijálsan aðgang að gróffóðri, innbyrða daglegan fóð- urskammt yfirleitt í 7-10 átlotum (Olofsson, 2000). Átatferlið stýr- ist að öðm leyti mikið af með- höndlun kúnna. Þannig em kýr mjög lystugar skömmu eftir mjaltir (Kenwright & Forbes, 1993) eða skömmu eftir að gefíð er ferskt fóður (Wierenga & Hopster, 1990). Georg & Bocksisch (2000) bám saman atferli mjólkurkúa við mis- munandi fóðmnartækni. Þeir komustu að því að fóðmnartækni hefúr mikil áhrif á átatferli mjólkurkúa. Þegar kýr vom fóðr- aðar við samkeyranlegan fóð- urgang komu fram litlar sveiflur í nýtingu átsvæðisins (2,5 kýr um átpláss). Þar sem gefín var votverkaður maís tvisvar á dag, við hefðbundinn fóðurgang (ein kýr um átpláss), komu ffarn tveir toppar í nýtingu átsvæða í tengsl- um við mjaltir og gjafir. Þar sem fóðrað var með heilfóðri komu fram þijár sveiflur í nýtingu át- svæðisins yfir daginn. Þessar sveiflur vom einkum í tengslum við meðhöndlun fóðursins (gjafir eða fóður fært að kúnum). Ekki var munur á afúrðum gripa milli fóðmnaraðferða. Samkeppni um útpláss Hjá gripum sem hafðir em sam- an í hópi kemur ffam ákveðin virðingaröð. Eldri og stærri gripir em yfirleitt hátt settir í virðingar- röðinni, en kýr sem em ungar, minni eða nýkomnar í hópinn em yfirleitt lágt settar (Fraser & Broom, 1998). Samkeppni um át- pláss leiðir til þess að kýr sem em lágt settar í virðingaröðinni, verða undir i samkeppninni og þurfa að breyta átatferli sínu. í því felst að þær þurfa að éta utan hefðbundins áttíma, t.d. á nætumar eða þá að þær stytta áttímann og éta hraðar en þær annars myndu gera (Olofsson, 2000). í tilraun Kong- gaard og Krohn (1976) jókst fóð- urát, áttími og afúrðir hjá kúm á fyrsta mjaltaskeiði, þegar þær vom fóðraðar sér samanborið við hópfóðmn með eldri kúm. Þetta er í samræmi við niðurstöður Olofsson (1992). Samkeppni um átpláss þarf ekki að minnka fóðurát. í nokkr- um rannsóknum á samkeppni um átpláss, þar sem fóðrað var eftir átlyst, kom fram að fóðurát stóð ýmist í stað eða þá að kýmar átu meira fóður. Freyr 9/2002 - 31 I (■jfl/i

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.