Freyr - 01.11.2002, Qupperneq 32
3. mynd. Fóðurgangur með færanlegum framhliðum. Framleiðandi Vollerup
Smedeland A/S, Danmörku. Kýrnar ná að teygja sig 90-110 cm inn á
fóðurganginn. (Mynd: Vollerup Smedeland A/S).
Coppok et al. (1972) greindu
7% aukningu í fóðuráti hjá kúm
sem voru fóðraðar í hópi borið
saman við einstaklingsfóðrun.
Friend et al. (1977) greindi
minna fóðurát við hópfóðrun
þegar átpláss á grip var minna en
0,2 m.
Engin rnunur kom fram á fóð-
uráti í tilraun Olofsson (1994)
þegar átplássum var fækkað úr
einu á kú niður í fjögur, við
frjálsan aðgang að fóðri. Þetta er
einnig í samræmi við niðurstöður
Albright (1993).
Friend et al. (1977), Collis et
al. (1980) og Albright &
Timmons (1984) báru saman át-
atferli mjólkurkúa þar sem þrjár
kýr voru um átpláss og fóðrað að
vild og fundu engin marktæk
áhrif á áttíma, fóðurát eða mjólk-
urframleiðslu.
Georg og Bockisch (2000) báru
saman hvemig samkeppni um át-
pláss hefúr áhrif á nýtingu át-
plássa hjá mjólkurkúm sem vom
fóðraðar við fóðurgang með fær-
anlegum framhliðum. Fóðrað var
á einsleitu heilfóðri.
Kvr um átpláss Nvting átplássa. %
1 13,1
2,6 33,7
4 52,6
Samkeppni um átpláss hefur
neikvæð áhrif á fóðurát þegar nýt-
ing átplássa er að meðaltali 50%
eða meira yfir daginn (Kong-
gaard, 1983b). Samkvæmt þessu
er því ekki æskilegt að hafa meira
en þrjár kýr um átpláss við
samkeyranlega fóðurganga.
Nydegger og Keil (2002) báru
saman nýtingu á átplássum við
mismunandi tækni við fóðmn.
Borið var saman :
1. Fóðmn með heilfóðri þar sem
var ein kýr um átpláss;
2. Fóðmn með fóðurfæm (fóðri
ýtt að fóðurgrind) þar sem 2,5
kýr voru um átpláss og fóðrað
með heilfóðri;
3. Fóðmn með fóðurfæru þar
sem 2,5 kýr vom um átpláss
og fóðrað með mismunandi
gerðum að votheyi sem lagt
var á fóðurganginn í blokkum.
1 tilraunalið 1 var að meðaltali
16% af átplássunum nýtt, í lið 2
vom að meðaltali 31 % af átpláss-
unum nýtt og í lið 3 að meðaltali
40% af átplássunum nýtt hverju
sinni. Þetta bendir til þess að
breytileiki í fóðri leiði til aukinn-
ar samkeppni um átpláss.
Gerðar hafa verið rannsóknir á
samkeppni um átpláss þegar að-
gangur er að fóðri af mismunandi
gerð og gæðum. Samkvæmt því
ber að draga úr samkeppni ef
ekki er fóðrað á einsleitu fóðri
(Georg og Bockisch, 2000).
Friend & Polan (1974) og Kong-
gaard & Krohn (1975) rannsök-
uðu áhrif þess að hafa samkeppni
um takmarkað fóður (kjamfóður
og rófur) þar sem einnig var
fóðrað með gmnnfóðri. Sam-
kvæmt niðurstöðu þeirra höfðu
lágt settir gripir lítinn sem engan
aðgang að kjamfóðrinu.
Áhrif á velferð
Fóður er kúnum ekki einungis
mikilvægt til þess að fullnægja
þörf þeirra íyrir næringarefni
heldur hafa kýr einnig ákveðna
atferlisþörf tengda fóðuráti og
fóðurleit. Kýr, sem hafa aðgang
að lystugu orkuríku fóðri tvisvar
á dag, geta fúllnægt allri sinni
þörf íyrir næringarefni, en nátt-
úmlegri þörf kúnna fyrir að éta
fóður er oft ekki fúllnægt. Það
getur leitt til þess að kýr sýni
ákveðið óeðlilegt atferli (sterio-
typed behaviour), t.d. sleiki inn-
réttingar, sleiki fóðurganginn eða
rúlla tungunni til í munninum
(toung rolling) (Redbo 1992). Til
að koma í veg fýrir óeðlilegt at-
ferli ættu kýr að hafa aðgang að
gróffóðri allan sólarhringinn
(Lindström 2000).
Alment kjósa kýr að ákveðið
rými sé á milli gripa (Bouissou og
Signoret, 1971). Misjafnt er hver-
su mikið þetta rými er. Helstu
áhrifaþættimi em hönnun fjóssins
og eins það sem fer ffam hveiju
j 32 - Freyr 9/2002