Freyr - 01.11.2002, Page 34
menna hirðingu gripanna, t.d. ef
mikið er um hópmeðhöndlanir er
kostur að vera með læsanlegar
jötugrindur.
Ymsir hafa bent á kosti þess að
láta jötumilligerðir halla 20° fram
á fóðurganginn (Gjestang, 1982;
Dumelow & Sharpless, 1988:
Hansen & Pallesen, 1998;). Þar
sem botn fóðurgangsins er 0,2 m
hærri en gólf átsvæðsins ná kým-
ar 1,12 m inn á fóðurganginn ef
framhliðunum er hallað inn á
fóðurganginn, á móti 0,98 m við
lóðréttan fóðurgang (Hansen &
Pallesen, 1998). Einnig kom
fram í rannsókn þeirra Hansen &
Pallesen (1998) að þegar kýmar
ná vel til fóðursins minnkar sá
þrýstingur sem þær beita á fram-
hliðamar, sem eykur velferð grip-
anna. Því að halla jötugrindunum
fýlgir að vísu sá ókostur að fóð-
urgangurinn þrengist nokkuð og
er því meiri hætta á því að reka
dráttarvél eða fóðurvagn utan í
jötugrindumar.
Rými i kringum fóðurganginn
Huga þarf að því að hafa gott
rými í kringum fóðurganginn.
Sérstaklega er þetta mikilvægt
þar sem samkeppni er um átpláss.
Fjarlægð frá fóðurgangi að legu-
básaröð, þar sem er ein röð af
legubásum, á að vera að lágmar-
ki 3,2 m, þar sem em tvær raðir
af legubásum 3,6 m og þar sem
em fjórar raðir eða hálmlegu-
svæði 2,6 m (Anonym, 2001).
Hvað varðar fóðurganga með
færanlegum framhliðum þarf að
taka tillit til þess að þegar jötu-
grindumar em í ystu stöðu ná
þær nokkuð út á gangveginn og
geta þannig skapað þrengsli. Þá
þarf að huga vel að staðsetningu
kjamfóðurbása, þannig að kýr
sem standa og bíða eftir að kom-
ast í kjamfóður teppi ekki umferð
um gangvegi.
Mikilvægt er að hafa fóður-
ganginn vel rúman þannig að gott
sé að athafna sig á stærstu drátt-
arvélum. Sé haughús undir fjós-
inu er oft er þörf á því að auka
burðarþol þess hluta fjóssins þar
sem fóðurgangurinn er.
Eftir að fóðrið hefur verið sett
inn á fóðurganginn felst vinnan
að mestu leyti í eftirliti með fóðr-
uninni, t.d. að færa jötugrindina
að fóðrinu, þrífa upp heyslæðing
o.fl. Gæta þarf að því að kýmar
skorti aldrei fóður, sérstaklega í
lok hverra fóðrunarlotu. Því er
gott að hafa möguleika á því að
taka fóður frá kúnum undir lok
hverrar fóðmnarlotu og nýta það
betur, t.d. með því að gefa það
geldkúm, kvígum, nautum eða
öðmm skepnum. Við hönnun
fóðursvæðisins er því kostur að
stutt sé að fara með fóður ef nýta
á það á annan hátt. T.d. má víða
sjá það að geldkýr em hafðar við
enda fóðurgangsins.
Heyslæðingur getur stundum
orðið vandamál við fóðmn í
lausagöngufjósum. Ymist em
kýr að draga fóður inn á gang-
veginn eða þá að þær henda fóðr-
inu til með hausnum. Kýr, sem
em reknar burt af fóðursvæðinu,
draga oft með sér fóður. Söxun á
rúllum dregur úr slæðingi og
stuðlar einnig að því að rúllumar
standa lengur uppi. Ef fóðrið er
lystugt er slæðingur sjaldan
vandamál.
Þegar jötugrind er færð að
fóðri þarf að gæta þess að hún sé
ekki sett of nálægt fóðrinu því
að þá em meiri líkur á slæðingi.
Hæfilegt er að hafa grindina í 50-
60 cm fjarlægd ffá fóðurstálinu
og hafa skal í huga að kýmar ná
ekki lengra en 90-100 cm inn á
fóðurganginn.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um ým-
is atriði er varða fóðmn mjólkur-
kúa við fóðurganga með færan-
legum framhliðum. Þó að hér
hafi mest áhersla verið lögð á
umfjöllun um samkeppni milli
gripa og átstellingu þá em ýmsir
aðrir þættir sem gætu haft haft
áhrif á fóðurát.
Einn þessara þátta lýtur að lyst-
ugleika fóðursins. Bent hefur
verið á að lystugleiki þess gæti
minnkað er líður á hveija fóðmn-
arlotu. Slíkt myndi væntanlega
koma fram í minna gróffóðuráti
sem gæti orsakað sveiflur í fóð-
uráti. Það er ljóst að kýmar hafa
ákveðinn eiginleika til að mæta
þessum áhrifum. Þá getur hátt
kjamfóðurhlutfall dregið úr þes-
sum áhrifum. Eðlilegar sveiflur í
nyt frá degi til dags geta einnig
falið þessi áhrif.
Ekkert hefur verið rætt um þá
gífurlega vinnuhagræðingu sem
þessi tækni hefur í for með sér.
Vinnuhagræðing er einn helsti
kostur fóðurganga með færanleg-
um framhliðum og sá þáttur sem
hefur mest áhrif á val bænda á
þessari tækni.
Gallar við fóðurganga með
færanlegum ffamhliðum felast
fýrst og fremst í aðgengi gripa að
fóðri og samspili þess við sam-
keppni frá öðmm gripum. T.d.
sýna rannsóknir að hátt settir
gripir hafa betri aðgang að fóðri.
Því þarf að huga vel að því að
færa jötugrindur að fóðrinu
reglulega til að tryggja góðan að-
gang að fóðri og einnig draga úr
hættu á meiðslum vegna álags á
bóga.
Þær rannsóknir, sem gerðar
hafa verið á fóðmn mjólkurkúa
við samkeyranlega fóðurganga,
benda ekki til þess að þessi fóðr-
unartækni hafi neikvæð áhrif á
afurðir. Ahrifin felast einkum í
breyttu fóðumaratferli og fjölgun
árekstra á fóðursvæði. Þessi
áhrif koma einnig fram þar sem
önnur fóðmnartækni er notuð og
samkeppni er um átpláss.
| 34 - Freyr 9/2002