Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2002, Page 37

Freyr - 01.11.2002, Page 37
Daileglr dagar i Jótlandl Frásögn Ásvaldar Þormóðssonar, Stórutjörnum í Þingeyjarsveit, og Stefáns Tryggvasonar, Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, af fundi félags áhugamanna um nautgriparækt á Norðurlöndum. r Irúm flmmtíu ár hefur verið til norrænn félagsskapur sem kallast Nordisk Ökonomisk Kvægavl, skammstafað NÖK. A íslensku gæti heitið verið Samtök áhugafólks um nor- ræna nautgriparækt. Þetta er þverfaglegur hópur kúabænda, ráðunauta, bændaskólakenn- ara, dýralækna og annarra starfsmanna nautgriparæktar á Norðurlöndunum. Hvert land á rétt á 40 félagsmönnum í sam- tökunum og er sá fjöldi óháður íbúatjölda landanna. Starfsemi félagsins byggist á samkomu- haldi á tveggja ára fresti og var fundur haldinn á Akureyri árið 2000. Var íslandsdeildin þá fullmönnuð í fyrsta skipti. Nú í sumar var komið að Dön- um að halda fundinn og var fiind- arstaðurinn í nyrsm sýslu Jót- lands, Vendsyssel, nánar tiltekið í bænum Brönderslev. Islenski hópurinn var nú stærri en nokkru sinni, ef undan er skil- inn fúndurinn á Akureyri. Reyndar er vart rétt að kalla samkomur þessar fundi, nær er að líkja þessu við ættarmót eins og við þekkjum þau hin seinni ár. Mikið er lagt upp úr afþreyingu fyrir böm og maka og jafnframt er farið í skoðunar- og kynnisferðir um nágrenni fúnd- arstaðarins hveiju sinni, auk þess sem haldnar em ágætar veislur öll kvöld þar sem mikil áhersla er lögð á að þátttakendur hinna einstöku landa blandi geði. Samkomur þes- sar standa frá sunnudagseftirmið- degi og fram að hádegi á miðviku- degi og er dagskráin í föstum skorðum frá einum fúndi til annars. Fyrrihluta mánudags og fram eftir degi á þriðjudegi eru haldnir eiginlegir fundir um ýmis fagleg málefni frá mismunandi sjónar- homum. Að þessu sinni beindu menn sjónum að samskiptum bænda og stoðkerfisins. I líflegu erindi Peder Damgaard kom fram að mjög mikill munur er á bú- skaparaðstæðum á Norðurlönd- um. Hann taldi að stoðkerfið þyrfti að þjóna búum með frá 8- 800 kúm. Á yfirliti sem hann sýndi kom fram að norska meðal- búið er með rúmar 13 árskýr, það finnska 17, rúmar 29 kýr em á ís- lenska meðalbúinu, 43 á því sænska og 61,5 á danska meðal- búinu. Þá sagði hann eðli vinnu bóndans hafa breyst mikið. Nú kemur tölvuvinnsla við sögu flestra verkþátta á búinu og flest verkleg störf vinnur bóndinn nú- orðið sitjandi á tæki á §ómm hjólum! Samvinna og samrekstur Á KÚABÚUM Menn veltu fyrir sér endumýj- un í bændastétt og var sérstakur gaumur gefínn að samvinnu og samrekstri hvers konar. Okkur kom nokkuð á óvart hversu löng hefð er fyrir samrekstri á hinum Norðurlöndunum. Samvinna eða samrekstur getur verið um ein- 'staka verkþætti en einnig að öllu leyti, þ.e. sameiginlegt fjós og fóðuröflun. Líkt og við þekkjum hérlendis er um mismunandi rekstrarform að ræða, m.a. með tilliti til skattamála. I Noregi em sérstakar reglur um samrekstur og er þar m.a. kveðið á um að Ásvaldur, Inga á Þórisstöðum og Sverrir Heiðar kennari á Hvanneyri skemmtu sér vel enda gleður hóflega drukkið vín mannsins hjarta. (Ljósm. tók Stefán Tryggvason). Freyr 9/2002-37 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.