Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Page 26

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1940, Page 26
22 lækninga að nýju, ef hún legðist niður með öllu, og sömuleiðis álitum við, að ef hafist væri handa á ný, myndu tannskemdir í efri bekkjunum, er enga við- gerð hefðu fengið frá 7 ára aldri, vera orðnar það miklar, að ekki væri um neinar aðgerðir að ræða i allflestum tilfellum, en aðeins útdrátt og gerfitenn- ur og þyrfti þá með reglubundnum aðgerðum í neðri bekkjunum að byrja að vinna tannlækningarnar upp í það ástand, sem þær þó eru komnar í nú. Að þessu alhugyðu ákváðum við að vinna þessa 3 tíma á dag að viðhaldi tanna í neðri bekkjunum, eftir því sem tími ynnist til og reyna með ráðleggingum að hafa áhrif á börn í efri bekkjunum að leita tannlæknis utanskóla, eftir þvi sem kostur væri á. Þó að starfskraftarnir hafi jæssi ár aldrei leyft það, að skólarnir fengju að fullu þá tannaðgerð og viðhald tanna, er þyrfti, hefir hinsvegar á hverju ári síðan Hallur Hallsson árið 1926 hóf skýrslugerð, fario fram allnákvæm tannskoðun og skýrslugerð um tannskemdir i barnaskólunum á hverju ári. Eru þess- ar skýrslur allar fyrir hendi og sýna glögglega á- standið á hverjum tíma. Ef lilið er yfir tölur þær, er koma fram í skýrsl- unum, má sjá, að um 90% af þeim börnum, seni í bekkjunum eru, hafa leitað tannlæknis, og að minsta kosti mætt til tannskoðunar og byrjað aðgerð, ]jó ÖIJ hafi ekki lokið henni. Talan er auðvitað nokkuð mismunandi í hinum ýmsu bekkjum, en er þó flest árin milli 86—97% af tölu barnanna. Er það mjög lík tala og í skýrslum erlendra skólatannlækna. Sömu- leiðis má sjá af skýrslum þessum, að tannskemdar- prósentan í 7—8 ára börnum í neðstu bekkjum skól- anna, en fæst af þgim hafa notið neinna tannlækn- inga áður, helzl mjög lík öll árin, er t. d. árið 1926 í skýrslu Halls Hallssonar í 1. og 2. hekk, sem svar- ar lil 7 og 8 ára bekkja nú, 2,08 í stúlkum og 3,31 i drengjum skemd tönn i hverju barni að meðaltali og helzt talan mjög lík flest árin, er t. d. árið 1934 —35 að meðaltali 2,56 og 2,67 skemd tönn í hverju barni átta ára. En í efri bekkjum skólans, sem hafa

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.