Fylkir


Fylkir - 23.12.1967, Side 12

Fylkir - 23.12.1967, Side 12
12 JÓLABLAÐ FYLKIS 1967 Gamla árið var kvatt á hinn viróulegasta hátt. Árið 1967 hófst fyrir alvöru, þeg- ar menn voru búnir að melta boð- skapinn frá Vilhjálmi Þ. í guðs- friði og jafna sig eftir sprenging- arnar á nýársnótt, ásamt því að rifja upp loforðin og svardagana, sem unnir voru á gamlárskvöld um nýtt og betra líf. Svo var farið að gá í budduna, og þá sannfærðust menn enn frekar um það, hver nauðsyn var á að byrja nýtt líf með miklu skipulagi og ráðdeild í fjármálum. Enda veitti ekki af slíku, því að eftir útlátafrek jól og áramót kom bæjarstjóri með þann boðskap, að útsvörin blessuð skyldu nú hækkuð um svo sem þrjátíu prósent, og varð það til þess, að sumir kíktu aftur í budd- una. Svo fór að veiðast síld og menn tóku gleði sína aftur og gleymdu útsvörunum og loforðunum frá ára mótunum. Eitthvað veiddist líka af öðrum fiski, eftir því sem Júlli á vigtinni sagði. Janúar hélt áfram að líða og kvenfélagið Líkn hélt skemtun. Svo byrjaði Febrúar. Þá var það uppvíst gert, að ís- Izhkoff hinn rússneski hlaut hin- ar alúðlegustu móttökur hjá flokks bræðrum sínum í Eyjum. lendingar hefðu aldrei fyrr drukk- ið annað eins óhemjumagn af brennivíni og raun bar vitni árið 1966, nema þá að farið væri aftur í gráa forneskjuna. Þá setti marg- an hljóðan og ösin á pósthúsinu minnkaði um allan helming. Lít- ið var róið á sjó, en þeim mun ^meira í landi. Leið svo, að lítið bar til tíðinda. 10. marz var mikið um að vera í bænum, og margir snemma á fót- um. Þá var Hvíta húsið opnað og byrað að selja brennivín eftir margra ára þurrk í bænum. Var það aðallega Bakkus, sem stóð opnuninni, en Óskar Gisla var ráð- inn aðalverkstjóri hjá honurr með Alla Togga sem reddara. Voru fengnir sérfræðingar frá Reykja- vik til að kenna þeim réttu hand- tökin og fóru þeir aftur til Reykja- víkur daginn eftir opnunina, stein- uppgefnir, enda búnir af lyfta tonnavís af flöskum. Voru margir fullir þennan dag og enn fleir: ó- fullir. Ekki er fullvíst, hver fékk fyrstu flöskuna yfir borð'ð og mun það geymt, sem algert leynd- armál í skjalasafninu. Lítið var ró- ið, enda öðrum hnöppum að hneppa þá dagana. Svo komu pásk- arnir og fleira gerðist ekki í marz. Apríl hófst með því, að Höfða- vegurinn varð mjög slæmur og batnaði lítið þótt á liði. Júl’.a á vigtinni var hætt að lítast á ástand ið, og Framsóknarblaðiú' lenti í rifrildi við Eyjablaðið. Rússar fréttu af þessu rifrildi og sendu einn sinn bezta mann hingað til að skakka leikinn, og jafna um Framsóknarflokkinn. Var það sjálf ur sjávarútvegsmálaráðherrann í Garðaríki, sem var sendur og var á yfirborðinu látið í það sk'na, að þetta væri kurteisisheimsókn til landsins, en aðrir vissu bet.ur, enda höfðu Framsóknarmenn hljott um sig, meðan hann var í bænum. 1. maí flögguðu kommar í Vest- mannaeyjum rauða fánanum í hálfa stöng á Alþýðuhúsinu, en kollegarnir í Reykjavík fóru í kröfugöngu. Höfðúvegurinn var ekkert lagaður og Eyjaflug var endurreist. Bátarnir hættu að róa sjómannadagurinn var haldinn há- tíðlegur með skvampi og buslu- gangi bæði í höfninni og uppi í bænum, og svo fóru þe!r aftur að róa. í júní skörtuðu öll blöð með tólf myndir á forsíðum og vantaði ekk- ert nema geislabaugana yfir koll- ana, svo að allt væri fullkomið að sögn þeirra. Nú fór að slytíast í kosningar og „dýrlingarnir’’ drógu pennana sína fram úr skúfíunum og byrjuðu að úthella sér yíir blá- saklausa kjósendur með tölum og útreikningum og loforðum og dá- semdum. Svo var lcosið og ailir unnu í kosningunum og allir voru ánægðir, og Addi á Suðurey cg Bjarnhéðinn komu inn með ágæt- is afla, en Helgi Bergs féli út úr þingsölum. Svo kom Gideon að ut- an og Sigmund fann upp nýja vél. Sundlaugin bilaði lika í þessum mánuði. Júlímánuður var mönnum mikið gleðiefni, því að þá komu engin blöð út í bænum. Síldin var veidd úti í hafi og Flugfélagið varð þri- tugt, og Sigmund fann enga véi upp í þessum mánuði. Þjóðhátíðin var haldin að venju, með venjulegu sniði og venjuleg- um siðum og venjulegri reglusomi, en óvenjulega miklum blaðaskrif- um á eftir. Aftur var farið að róa, í léttum dúr. lítið. skeiðin kom til reynslu og flutti bæjarstjórnina upp að Bergþórs- hvoli. Fólk dreif þar að til að skoða en flýði unnvörpum, þegar það sá bæjarstjórnarfulltrúana stíga út. Svo voru þeir fluttir aft- ur til Eyja og var þá margur súr á svipinn í bænum. Nýtt flugfélag var stofnað og hlaut það nafnið Grímsýn. Í.B.V. komst upp í fyrstu deild, og Höfðavegurinn var áfram í ólagi. Þá tilkynnti líka Magnús bæjarstjóri, að við mynd- um einhvern tima fá vatn ofan af landi. í september var skrúfað fyrir og loftpúðasvifskipsgandreiðar- Keflavík og Sigurjón opnaði nýja matstofu uppi á lofti hjá Jóa í Drífanda. Þá bauð Flugfélagið öll- um ritstjórum blaðanna í Eyjum til Kaupmannahafnar og skilaði þeim aftur heim. Voru þeir óvinnu færir um hálfsmánaðarskeið eftir það og ekkert blað kom út á með- an. Þá var almenn gleði ríkjandi í bænum. Málverkasýning var hald in í Akóges og Kaupfélagið hélt útsölu í K.F.U.M. Gunnar prent- ari hóf útgáfu á óháðu blaði og Júlla á vigtinni leizt ekkert orðið á ástandið.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.