Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Síða 10

Skátablaðið - 01.12.1972, Síða 10
Skátar á siglingu. Mótshlið Landsmóts skáta að Hreðavatni 1943. Hlið Vestmannaeyja á Lands- mótinu 1943. Brynja Hlíðar, skátaforingi, frá Akureyri. 1940 8. aðalfundur B. 1. S. Skátafélagið Fálkar, Staðarhreppi, stofnað 31. júlí. Skátafélag Húsavíkur stofnað. Kvenskátafélag Húsavíkur stofnað 13. marz. Birkibeinar, Eyrarbakka, endurreistir. Skátafell, útileguskáli Akranesskáta, tekið í notkun. S. F. R. gengst fyrir viku útilegu við Þingvallavatn. Sjóskáta- flokkur stofnaður í Reykjavík. Kvenskátasamband Tslands og Kvenskátafélag Reykjavíkur gefa út blaðið „ Skátakveðjan” Skátafjöldi 752 (drengir). 1941 Bandalag ísl. skáta fær ábúðarrétt á jörðinni Úlfljótsvatni í Grafningi. Skáta- skóli starfræktur þar þegar um sumarið og stöðugt síðan. B. f. S. heldur námskeið í Reykjavík fyrir skátaforingja víðs vegar af landinu. Kvenskáta- félagið Birnur, Blönduósi, stofnað 14. desember. Skátafélagið útherjar, Þingeyri, eignast eigið húsnæði. 1942 9. aðalfundur B.f. S. 30 ára afmælis skátastarfs á fslandi minnzt með sam- sæti í Oddfellowhöllinni í Reykjavík 2. nóvember. Skátafélagið Samherjar, Patreksfirði, stofnað 22. júní. Kvenskátaskóli stofnaður á Úlfljótsvatni. Skálinn á Úlfljótsvatni reistur. Skátamót fyrir drengjaskáta haldið á Úlfljóts- vatni. Húsavíkurskátar reisa sér útileguskála. R.S. skátar í Reykjavík reisa sér útileguskálann Þrymheim á Hellisheiði. Skátafjöldi 1012 (drengir). 1943 7. landsmót skáta haldið að Hreðavatni. Kvenskátafélagið Hólmstjörnur stofnað á Hólmavík. Skátafélagið Þorbirningar, Grindavík, stofnað 10. okt. Bókaútgáfuflokkurinn Úlfljótur stofnaður. Jamboreeklúbbur fslands stofnaður 22. febr. Skátafjöldi 1411 (drengir). 1944 8. landsmót skáta haldið að Þingvöllum. 10. aðalfundur B. f. S. Kvenskáta- félög ganga í Bandalag ísl. skáta og samfélög kven- og drengjaskáta leyfð. Landsmót kvenskáta haldið í Vatnsdalshólum. Skátafélagið Birkibeinar, Eyr- arbakka, endurreist 14. okt. Skátafélagið Gagnherjar, Bolungarvík, stofnað 17. sept. Skátafélagið Fossbúar, Selfossi, stofnað 28. júlí. Foringjaskóli stofnsettur á Úlfljótsvatni, sem hefur starfað með litlum hvíldum síðan. Skátabókin kemur út (2. útg., I. hluti). Akureyrarskátar reisa skála sinn Glaumbæ (seldur 1955). Úlfljótur hefur útgáfustarfsemi með bókunumVið varðeldinn, 1. hefti, og Útileikir (báðar fjölritaðar). Skátar um allt land veita mikla aðstoð við framkvæmd hátíðahalda í tilefni af lýðveldisstofnun- inni 17. júní. Skátafjöldi 2112. 1945 20 ára afmælis B.f. S. minnzt með veglegu afmælishófi í Reykjavík. Skáta- félagið Svanir, Stokkseyri, endurreist. 3. skátamót Vestfjarða haldið í Hest- firði. Skátafélagið Verðir í Svarfaðardal gengur í B.f. S.með 7 félaga. Stofn- að Leikfélag skáta í Reykjavík. Reykjanesmót haldið. Skátafélagið Hraun- búar, Hafnarfirði, gefur út blaðið „ Hraunbúinn” B.f. S. og Úlfljótur gefa út Söguna um Baden-Powell. Hraunbúar, Hafnarfirði, reisa útileguskála við Kleifarvatn. Samtals 2360 skátar á fslandi. 1946 11. aðalfundur B. f. S. 9. landsmót skáta haldið í Mývatnssveit. Landsmót kvenskáta haldið á Akureyri. B. f. S. ræður fastan starfsmann til að annast framkvæmdir sínar. Flokksforingjaskóli starfar á fsafirði. fslenzkir skátar sækja mót í Svíþjóð, Danmörku og Skotlandi. Skátafélagið Dalbúar, Laugar- vatni, stofnað 1. desember. Skátafélagið Afram, Ytri-Njarðvík, stofnað 10. desember. Skátafélagið fsland stofnað í Stokkhólmi. Skátafélögin í Reykjavík fá umráð yfir Skátaheimilinu við Snorrabraut. Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri, vígir skála sinn Valhöll. Úlfljótur hefur eiginlega útgáfustarfsemi með útgáfu bókanna Skátarnir á Robinsoneyjunni og Við varðeldinn, 2. hefti. Hefur síðan gefið út fjöldamargar fróðleiks- og skemmtibækur fyrir skáta. Samtals 2342 skátar á fslandi. 1947 Aukaaðalfundur B. f. S. um ný lög. Skátaheimilið við Snorrabraut í Reykjavík opnað 2. maí. 90 íslenzkir skátar sækja Jamboree í Frakklandi. B.f. S. opnar skrifstofu í Skátaheimilinu í Reykjavík og ræður framkvæmdastjóra, Vilberg Júlíusson. Sveitarforingjaskóli starfar að Glaumbæ við Akureyri. Hafnfirzkir og ísfirzkir skátar eignast skátaheimili. Skátafélag Raufarhafnar stofnað 11. maí. Skátafélag Eskifjarðar stofnað 12. apríl. Skátafélagið Nes- búar, Neskaupstað, stofnað 9. febrúar. Kvenskátafélögin Valkyrjur, Siglu- firði, Asynjur, Sauðárkróki og Valkyrjan, fsafirði, gangaíB. f. S. Úlfljótur gefur útm.a. Skátasöngbókina (tvær útgáfur) og Skátastörf, handbók fyrir flokksforingja. Kvenskátar sækja mót til Danmerkur. Skátafjöldi 3075.

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.