Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 15

Skátablaðið - 01.12.1972, Qupperneq 15
MIN 8KHHUM Hvað viltu segja um kynni þín af skátastarfi? Frá því ég var smá telpa á Akureyri, hafði ég áhuga á að verða skáti.Sá draumur rætt- ist þó ekki fyrr enég varð fé- lagií Kvenskátafélagi Reykja- víkur, 18 ára gömul. Síðan hef ég átt þess kost að starfa með skátum nokkurn veginn óslitið, og hefur það starf alla tíð veitt mér mikla ánægju og þroska. Telur þú grundvöll fyrir starfi skáta nú svipaðan, og fyrir sextíu árum? Fyrir 60 árum festi skáta- hreyfingin rætur í mörgum löndum, og kom þá fljótt í ljós, að skátun átti erindi til æsk- unnar. f dag er skátahreyfing- in fjölmennari en nokkru sinni, rúmlega sex og hálf milljón kvenskátar starfa í 91 landi, og helmingi fleiri drengja- skátar í álíka mörgum lönd- um, þannig að ég er ekki í nokkrum vafa um, að skáta- hreyfingin á erindi til æsk- unnar nú, engu síður en áður, en ekki á sama hátt. Tímarnir breytast og mennirnir með, þannig er það og hlýtur að vera, og það er okkar að finna ný verkefni og aðlaga önnur, þannig að þau séu þroskandi, en umfram allt skemmtileg viðfangsefniviðhæfi íslenzkr- ar nútíma æsku. A hvern hátt telur þú að skátun muni þróast á næstu árum? Ég er nýkomin heim, eftir að hafa sótt 21. alþjóða ráð- Frh.ó bls.36 EIRIKUR JÓH ANNESSON Hvað viltu segja um kynni þín af skátahreyfingunni? Égvilsegja sviðað og flest- ir hljóta að segja, sem hafa tileinkað sér boðskap og starfsaðferðir skátahreyfing- arinnar: Hún hefur fært mér ómetanleg verðmæti til and- legs víðsýnis, félagslegs þroska og margvíslegrar þjálfunar, sem ég hefði ann- ars ekki notið í lífinu. Telur þú grundvöll fyrir starfi skáta nú svipaðan, og var fyrir sextíu árum? Eftir þau kynni, sem ég hef haftafhinni uppvaxandi skáta- æsku víðs vegar frá, tel ég ekki æskilega öllu meiribreyt- ingu, en orðin er, t. d. varð- andi prófin, nema öllu meiri og fullkomnari útiskátun. Þeir sem fylkja sér undir skátans merki, finna einmitt eins kon- af fullnægingu í þeim þáttum, sem sérkennandi eru fyrir alla skátun. Þeir vilja fyrst og fremst geta fundið sig sem skáta, innan þessa starfs. Ég álít að þær grundvallarreglur, sem öll skátun hefur verið byggð á, hafi vel staðið fyrir sínu undanfarin 60 ár. A hvern hátt telur þú að skátun muni þróast á næstu árum? Ég hygg að öll skátun fram- tíðarinnar hljóti að byggjast á meiriogfullkomnari foringja- menntun. Sú hlið starfsins hef- ur verið mjög í molum. Að vísu hefur foringjaeklan vald- ið nokkru þar um. Ég álít, að þeim, sem vilja taka að sér Frh. q bls. 36 Hvað viltu segja um kynni þín af skátastarfi? Kynni mín af skátahreyf- ingunni eru slík, að ég myndi ekki fyrir nokkurn mun vilja hafafariðþeirra á mis.Skáta- hreyfingin hefur gefið lifi mínu það gildi, sem ég aldrei get fullþakkað. Heldur þú að starfsgrund- völlur sé svipaður nú, og í upphafi skátunar á íslandi? Grundvöllur verður ætíð fyrir skátastarfi, eins og öllu því, sem stefnir í þá átt að bæta menn og þroska. Aðferð- ir hljóta aðvera háðar líðandi stund. Það sem gott reyndist í gær, getur orðið úrelt á morgun, ef svo mætti segja. En það sem var kjarninn, er og verður kjarninn. Hann vill bara stundum gleymast ímeð- ferðinni, og sumir koma aldrei auga á hann. Og ennþá eitt, það líta ekki allir sömu aug- um á silfrið, eins og þar stendur. Hitt er svo til athug- unar, hvort ekki sé orðið tíma- bært aðbreyta orðalagi skáta- heits og laga, ef við það ykist skilningur á þeim boðskap, þau flytja. Skátahreyfingin getur aldrei orðið bara ORÐ, því hún er í innsta eðli sínu LÍF og STARF. A hvern hátt telur þú, að skátun muni þróast á næstu árum? Um það er ekki gott að spá, en þó held ég, að þetta gömul og gróin hreyfing, sem náð hefur svona heysilegum ítök- Frh. ó bl s. 3 6 1 5 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.