Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Side 20

Skátablaðið - 01.12.1972, Side 20
Urtur hafa ordid (starf mædraflokks í kópavogi) Þann 20.nóv. 1968 voru samankomn- ar í Skátaheimilinu í Kópavogi tuttugu konur. Markmið þessarar samkomu var að stofna flokk mæðra og eldri skátastúlkna, til að styðja viS bakiS á yngri skátunum, bæSi f járhagslega og á annan þann hátt, sem viS töldum okkur fært. Þessi hópur hefur síSan starfaðmeS alveg sérstökum ágætum og árangri, bæSi fyrir konurnar sjálfar og félagiS í heild. ViS höfum haldiS fundi mánaSarlega, en þaS hefur yfirleitt reynst of sjaldan, og jafnanendaS meSvikulegum fundum, þegar eitthvaS verkefni hefur veriS í uppsiglingu, en svo hefur veriS æSi oft, og því fundir oft vikulega mest allan veturinn. Peningar hafa hreinlega runniS inn til okkar, en runniS jafn harSan út, því þörfin hefur veriS fyrir hendi. Vmis- legt er til gamans gert, t.d. haldiS svokallaS bingó- og fjöldkyldukvöld ár- lega, þar sem skátar og foreldrar þeirra skemmta sér saman af miklu fjöri og samheldni. FariS hefur veriS í leikhús, skála- ferSir og alla vega ferSir, og allar jafn skemmtilegar. ViS höfum líka lagt fé í „ fasteignir” svo sem heil ósköp af bollapörum og tilheyrandi skeiSum, göfflum, diskum, könnum og kirnum, sem til þarf viS kaffisölu, en hún er ein okkar tryggustu tekjulinda, og er aS jafnaSi haldin tvis- var á ári, um leiS og bazarinn á haust- in, og svo á sumardaginn fyrsta. Kópavogsbúar hafa aS jafnaSi fjöl- mennt meS fullar hendur fjár og tóman maga, svo öllu réttlæti hefur veriS fullnægt. Bazarinn er auSvitaS þaS verkefni, sem mest vinna er lögS í. A vikulegu fundunum, og einnig heima, er ótrú- legt hvaS þær áhugasömustu hafa kom- ist yfir aS vinna af munum. Þar koma fram margs konar listaverk, og eru frumlegheitin jafnan alls ráSandi, enda er þaS reynsla okkar, aS frumlegir og sérstæSir hlutir seljast betur en þess- ir venjulega. Þannig eru t.d. stórar Urtur 1972. Lóósm. Inga H.P. tuskudúkkur, endur og lopakerlingar, komnar á minnsta kosti annaS hvert heimili í Kópavogi. Húsgagnakaup í skátaheimiliS hafa veriS efst á baugi, og hefur mest af okkar peningagetu runniS til þeirra. Fyrst voru keyptir ódýrir stólar, um 40, og þurftu þeir mikillar lagfæringar viS, en entust furSu stutt, svo viS keypt- um splunkunýja stóla, sem eiga aS end- ast í mörg ár, og eru svo þægilegir, aS fundir dragast venjulega úr hófi fram. Nú, svo keyptum viS sófasett, vel meS fariS, en meS blettóttu áklæSi, rifum það áklæSi í sundur og skiptum um. ÞaS Frh. á bl s. 37 20 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.