Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1972, Page 35

Skátablaðið - 01.12.1972, Page 35
mann til að leiðbeina um plöntusöfnun og kenna hvernig á að taka plönturnar UPP> greina þær og ganga frá þeim til þurrkunar, og sxðar um uppsetningu þeirra. í fjörunni finnast skeljar, kuð- ungar og steinar. Steina má víðar finna. Með tímanum eignast sveitin á þennan hátt gott kennslusafn, sem allt- af má auka og endurbæta. Ýmis tómstundastörf hafa verið reynd og að jafnaði eftir því, sem á- hugi hefur verið fyrir hverju sinni. Hver flokkur á sinn flokksfána og allar Kvenskátar á Landsmóti í flokknum göngustafi og allt er þetta einkennandi fyrir flokkinn, venjulegast tengt nafni flokksins eða lit. Sumir flokkar prjóna sér húfur, aðrir sauma varðeldapúða og jafnvel varðelda- skykkjur. Bast og leðurvinna hefur oft verið vinsæl og sumir hafa mótað úr leireðamálað á gler. f mörgum skáta- sveitum tfðkast að gera einhvers konar jólaföndur og þá gjarnan eitthvað til gjafa. Einnig einhver jólaglaðningur fyrir gamalt fólk eða sjúklinga. Ahugamál stúlknanna eru mörg og því er nauðsynlegt að sameina skáta- starfið og önnur áhugamál til þess að þær fái semmesta gleði af skátastarf- inu. Það ættiekki aðvalda neinum örð- ugleikum. Það er ekki nauðsynlegt að öll sveitin eða allur flokkurinn hafi á- huga á því sama. Því ekki að mynda áhugahópa innan sveitarinnar t. d. um tónlist, þjóðdansa, skáldskap, land- kynningu, frímerkjasöfnun, ljósmynda- smíði o. fl. Þessir hópar gætu komið saman einu sinni til tvisvar í mánuði eftir því, sem um semdist, og fengju leiðbeiningar eftir þörfum. Það ætti ekki að skemma að neinu leyti starf flokkanna og þessir hópar gætu síðan útbúið kynningu fyrir sveitarfundi. Frá upphafi hefur það verið mark- mið skátahreyfingarinnar að beina á- huga unglinga og barna að nytsömum og heilbrigðum tómstundastörfum og við það miðast skátaprófin. Með því að gera skátastarfið sem fjölbreyttast, mætumvið þörfumfleiri barna og ung- lingatiltómstundaiðkana og þauílengj- ast betur í skátastarfinu. Auðvitað þarf fleira af fullorðnu fólki til hjálpar og nógur er foringja- skorturinn samt mundi margur segja. Því ekki að leita til foreldranna? Af fenginni reynzlu veit ég að flestir for- eldrar vilja gjarnan rétta hjálparhönd ef við aðeins biðjum þá um það. Auk- um samstarf skátafélaganna og heim- ilanna og árangurinn verður áhuga- samari skátar og enn betra skátastarf. H. Þ. — Hvað crt liú að gcra liér? — Að eyða hveitibrauðsclöíxumim. maðm'. — En Iivað hefnrðu gert. af frúnni? — Nú, einhver varð að vc;ra heinia til fð g;eta búsins. — Maiinna, á éj; ekki að f;vra nieð bréfið á Iiústhúsið fyrir Jiii;? — Nc*i, Jiað er ekki huncli út sÍRancli í lietta veðnr. Hann jialilii liinn gctur farið. S KÁTA BLAÐIÐ 35

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.