Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1916, Síða 33

Sameiningin - 01.04.1916, Síða 33
63 Gamla konan kvaS þaö velkomið og bauS þeim inn í stofu. Þar bar hún á borS fyrir þá þaS bezta, sem hún átti til. Edward sat úti i horni og gleymdi um stund harmi sínum, viS þaS aS virSa fyrir sér gestina tígulegu og hlýSa á samtal þeirra. En þá varS honum alt í einu litiS á nýju bláu húfuna, sem keypt hafSi v’eriS fyrir peningana, sem hann hafSi veriS aS draga saman til þess aS kaupa biblíu fyrir. Nú voru peningarnir farnir og hanni átti enga biblíu, og sá enga leiS til þess aS eignast hana langa lengi.. Og út af þeim hugsunum fór hann aftur aS gráta. “HvaS gengur aS þér, drenigur minn?” spurSi yngri gesturinn og horfSi á hann; “þú ert eins og þú hafir ekkert annaS gjört alla vikuna en aS gráta.” “Kom þú hingaS og segSu mér, hvaSa mótlæti hefir komiS fyr- ir þig,” sagSi hinn maSurinn. En Edward var feiminn og ýtti sér fastar inn í horniS og þeir höfSu ekkert orS úr honum,—ekkert nema gráthljóS. Þeir véku þá spurningu sinni aS ömmu hans. Gamla konan sagSi þeim alla málavöxtu, og bætti svo viS: “Eg er aS segja honum aS taka þetta ekki svona nærri sér. Hann eignast biblíu meS tímanum og í staSinn fyrir hana hefir hann nú fengiS fallega bláa húfu. HugsaSu um þaS Edward; ef þú hefSir ekki eignast húfuna,, þá hefSir þú ekki getaS fariS meS kennaranum þin- um og öllum skólabörnunum aS sjá hershöfSingjann mikla, hann W ashington.” “En eg v'ildi heldur eignast biblíu en sjá hershöfSingjann,” svar- aSi Edward einbeittur. Gestirnir brostu aS ákafanum í honum og sgSu, aS þaS væri vel fariS, ef hann hefSi alla æfi eins miklar mætur á hinni helgu bók eins og hann hefSi nú.Svo borguSu þeir gömlu konunni ríflega fyrir matinn, kvöddu hana og drenginn vin- samlega og héldu leiSar sinnar. Tveim dögum siSar, þegar Edward og amma hans voru aS borSa kveldverSinn, nam pósturinn staSar fyrir utan húsiS. “Skyldi hann vera meS bréf til mín,” sagSi gamla konan; “hver skyldi vera aS skrifa mér?” og hún fór til dyra. En hún hafSi getiS skakt til; því þaS var ekki bréf, sem póst- urinn afhenti henni, heldur ferskeyttur böggull, og utan á hann var skrifaS til Edwards. “HvaS getur þetta veriS, barniS gott?” sagSi hún og flýtti sér aS setja upp gleraugun, en á meSan var Edward meS skjálfandi höndum aS leysa utan af böglinum. Hann hljóSaSi upp yfir sig af gleSi, þegar hann sá hvaS í honum var. HvaS heldur þú, aS þaS hafi veriS? ÞaS var biblía í gyltu bandi, og utan á öSru spjaldinu var nafn, Edwards meS stóru gyltu letri. En þó undruSust þau enn meir, þegar þau opnuSu bókina og sáu aS þar var skrifaS: Til Edward Johnson, frá George Washington. Eg held varla aS til hafi veriS ánægSari drengur á þessari jörS, en Edward litli var þaS kveld.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.