Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 6
Oddur Björnsson prentmeistari Oddur Björnsson var fæddur að Hofi í Vatnsdal 18. júlí 1865. Foreldrar hans voru Björn Oddsson bóndi þar og Rannveig Sig- urðardóttir. Voru þau merkishjón í hvívetna og komin af góðum húnvetnskum ættum. Segja ættfróðir menn, að Oddur hafi að langfeðgatali verið kominn af Ingimundi gamla og þeim fornu Vatnsdælum. Árið 1881 hóf Oddur prentnám í ísafold- arprentsmiðju og lauk því 1886. Næstu árin mun hann hafa stundað prentstörf í Reykja- vík. Hann sigldi til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms í iðn sinni 1889, og að til- hlutan íslenzku stjórnardeildarinnar í Höfn fékk hann fasta atvinnu við prentsmiðju J. H. Schultz, og vann hann þar til 1901, að hann fluttist til Akureyrar. í Kaupmanna- höfn kvæntist hann Ingibjörgu Benjamíns- dóttur frá Stóru-Mörk í Laxárdal, hinni merkustu konu. Áttu þau fjögur börn: Björn, áður prest að Hálsi í Fnjóskadal, Ragnheiði, kaupkonu á Akureyri, Sigurð, prentmeistara á Akureyri, og Þór, deildar- stjóra í Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri. Kalla þau sig öll Björnsson. Eftir að til Akureyrar kom helgaði Oddur Björnsson sig starfi sínu, prentiðn og bóka- útgáfu, en var þó við mörg mál riðinn á fyrri árum sínum, því að áhugamál hans voru margvísleg, þótt eigi væri hann hlut- deilinn um hag annarra manna. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Iðnaðarmanna- félags Akureyrar, og formaður þess frá stofnun um langt skeið. Kom hann til leið- ar stofnun Iðnskóla Akureyrar, og var lengi formaður í stjórnarnefnd hans. En allt frá námsárum hans í Reykjavík hafði menntun iðnaðarmanna verið hið mesta áhugamál hans og sjálfur hafði hann synt það í verki með að ganga í fagskóla prentara í Höfn, sem þá var fátítt, ef ekki einsdæmi meðal íslenzkra iðnaðarmanna. Um hríð átti hann sæti í Iðnráði Akureyrar. Iðnaðarmannafé- lagið kaus hann heiðursfélaga sinn 1935 í þakklætisskyni fyrir margháttuð störf hans í þágu iðnaðarmanna og iðnmála. Einnig átti hann mikinn þátt í stofnun Heimilis- iðnaðarfélags Norðurlands, Sjúkrasamlags Akureyrar og Dýraverndunarfélags á Ak- ureyri, og var um skeið ötull starfsmaður í Góðtemplarareglunni. Þessi afskipti hans af félagsmálum lýsa manninum og áhuga- málum hans betur en löng frásögn. Áhugi hans var óskiptur um þau mál, er lutu að framförum í iðnaði, aukinni menningu og mannúð gagnvart mönnum og dýrum. Hygg ég Odd Björnsson hafa verið óvana- lega þroskaðan á öll félags- og menningar- mál meðal samtíðarmanna sinna, og þar í fararbroddi, er eitthvað skyldi gert. Um skeið sat hann í bæjarstjórn Akureyrar. Ekki er mér kunnugt um veruleg afskipti hans af stjórnmálum, en hann fylgdi ein- dregið stefnu skilnaðarmanna og uppkasts- andstæðinga 1908, eins og bæklingur hans gegn Jóni Aðils sýnir. (Opið bréf til Jóns sagnfræðings Jónssonar, Akureyri 1908). En frjálslyndur var hann í þeim málum, enda allt afturhald og sérhagsmunastefna fjarri eðli hans og upplagi. Árið 1922 fól ríkisstjórnin honum að vinna að undirbúningi ríkisprentsmiðju á íslandi, og mun þá hafa verið svo til ætlazt, að hann tæki við forstöðu hennar, ef stofn- uð yrði. Ferðaðist hann erlendis einkum á Þýzkalandi rúmt ár til að vinna að því máli, og gerði síðan nákvæma skýrslu um störf sín og samdi uppkast að lögum um ríkis- prentsmiðju og starfsreglum hennar. Vildi hann til þessara hluta kaupa nýja prent- 2 PRENTARJNN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.