Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 32

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 32
var að gáð, sá hann að þær voru rússnesk- ar, en svona nauðalíkar Monotype-vélun- um. — Fyrstu Monotype-filmusetningar- vélarnar voru aftur á móti smíðaðar 1949. Floi'io sagði einnig að gömlu tækin stæðu að sjálfsögðu í vegi fyrir örari sölu filnxu- setningarvélanna. Prentsmiðjurnar liefðu lagt í þau mikið fjárnxagn og gætu ekki fleygt þeim út fyrii'varalaust og keypt nýj- ar vélar, þótt þær tækju þeim eldri fram. I ársbyrjun 1965 voru alls 1250 filmusetn- ingarvélar í notkun í heiminum, en eitthvað kringum 150.000 blýsetningarvélar. Eru leiðréttingar erfiðari viðfangs í filmu- sátrinu? Ekki svo neinu nenxi. En þegar búið er að brjóta um í síður eru breytingar erfiðari en í blýsátrinu. Það er mikið atriði að fá vönduð handrit, og svo sannarlega þarf í þeim efnum að verða breyting til batnaðar hér á landi. Iðulega virðast handritin vera uppköst að bókunum eða greinunum. Þeg- ar höfundarnir fá svo próförkina í hendur, fara þeir fyrst að hreinskrifa og breyting- arnar halda síðan oft áfrarn þar til sátiáð fer í pressuna. Erlendis hafa prentsmiðjurn- ar yfirleitt sína eigin prófarkalesara. Aðeins fyrsta próförk er send höfundinum. Eftir það bera prentsnxiðjurnar ábyrgð á verkinu. 0_í( jrú hefur þá trú, að filman taki við af blýsátrinu? Mér finnst flest benda til þess. Enn eru þó blýsetningarvélarnar vel samkeppnisfær- ar, sérstaklega ef upplög eru lítil. Filmu- setningartæknin er hins vegar tilvalin, þeg- ar um stór upplög er að ræða og bækur, sem oft þarf að endurprenta, svo sem kennslubækur, orðabækur og sígild verk. Sumstaðar erlendis hafa komið upp deil- ur milli stéttarfélaga setjara og offsetprent- ara út af verkaskiptingunni við filmusetn- inguna. Nýju tækin eru nefnilega að rugla sanxan reytum þessara tveggja aðila, og það verður óhjákvæmilegt að þeir hafi með sér miklu nánara samstarf en hingað til, en von- andi tekst okkur að levsa það mál farsæl- lega. s• s. Elektron-sctnmgarvél. Elektron-setningarvélar í SkarÖ og Odda Tvær mjög fullkomnar blýsetningarvélar bætast bráðlega við setningarvélakostinn í landinu. Prent- smiðjan Skarð, tiýja smiðjan sem Hafsteinn Guð- mundsson er að stofnsetja og Prentsmiðjan Oddi hafa fest kaup á sitt hvorri Elektron-setningarvél- inni. Elektron-vélarnar eru smíðaðar af Linotypc og eru á margan hátt endurbættar frá fyrri Lino- type-vélum. Þær eru framleiddar í þrernur gerð- um: Elektron I, Elektron II og Elektron Mixer. Elektron I er sjálfvirk setningarvél, sent vinnur eftir gataræmum (teletype). Hún er hraðvirkasta blýsetningarvélin sem enn hefur verið smíðuð, get- ur steypt 15 línur á mínútu. Elektron II er svipuð vél, en er ckki útbúin með teletype. Báðar vél- arnar sem hingað hafa verið keyptar eru af þeirri gerð. Elektron-vélarnar eru í ýmsu frábrugðnar eldri setningarvélunum, m. a. hafa þær rafsegul- kúplingu og magasínskiptingin er vökvadrifin. Þá hefur og leturgangurinn verið styttur. Margs kon- ar útbúnaður er til þess að auðvelda setjaranum vinnuna. I borðinu eru t. d. takkar fyrir magasín- skiptingu, gangsetningu og til þess að setja línurn- ar af stað úr hakanum. Einnig er allur gangur vél- arinnar mýkri en í eldri vélunum. Línulengdirnar cr hægt að stilla í punktum. Ef til vill verður sagt nánar frá þessum vélum í Prentaranum síðar. 28 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.