Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 37

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 37
nýja skiptingu gjaldsins milli sjóðanna með tilliti til þeirrar breytingar sem gerð var á 42. grein laganna um grciðslu reksturskostnaðar. Illaut til- lagan samþykki fundarins. Ennfremur var það ný- mæli samþykkt að frá og með 1. janúar 1967 verði vikugjald hvers félagsmanns sem næst 3% af lágmarkslaunum handsetjara og prentara eftir þriggja ára starf. Þessi ákvörðun ætti að tryggja það að vikugjald til félagsins verði endurskoðað um hver áramót og fylgi nokkurnveginn þeirri hækkun sem verður á kaupgjaldi á hverju ári. Inntökugjald til Styrktarsjóðsins var hækkað úr 75 kr. í 150 kr. Ellistyrkur var hækkaður úr 150 kr. á viku í 250 kr. Dagpeningar í veikindum voru hækkaðir úr 65 kr. á dag í 80 kr. Aukameðlimum var gert að greiða 10 kr. viku- gjald. Stjórn og laganefnd hafði unnið að breytingu á reglugerð Lánasjóðs félagsins og hlaut hún sam- þykki fundarins. Höfuðbreytingin fór í þá átt að heimilt er nú að lána 16 þús. í stað 8 þús. áður, cftir þvi sem fé cr til staðar. Þegar hér var komið afgreiðslu mála kom fram tillaga um að fresta fundi. Áður en það var gert tók Hreinn Pálsson til máls og afhenti félaginu 4 gestabækur frá sér og Friðriki Ágústssyni. Skyldu bækurnar notast í Orlofsheimilinu í Miðdal. Framhaldsaðalfundur. Fimmtudaginn 19. maí 1966 (uppstigningardag) var framhaldsaðalfundur haldinn í Félagsheimili H.Í.P. kl. 13.30. Á dagskrá voru þrjú atriði: 1. Rcglugerð fyrir bókasafn prentara. 2. Reglugerð um lóðir, byggingar o. fl. í sumar- bústaðalandi H.Í.P. í Miðdal í Laugardal. 3. Onnur mál. Að loknum nokkrum umræðum um reglugerð- irnar voru þær báðar samþykktar. Félagsmenn eiga nú greiðan aðgang að öllum lögum og rcglugerðum félagsins. Á árinu 1965 voru lögin, fundarsköp og reglugerðir gefin út í vasabókarbroti. Þær breytingar, sem gerðar voru 1965 og 1966 hafa nú einnig verið prentaðar í heild og dreift mcðal félagsmanna. Undir 3. lið dagskrárinnar, „Önnur mál“, urðu allmiklar umræður og drepið á rnargt félaginu til heilla. Samþykkt var tillaga um að laganefnd starfaði áfram og í hana endurkjörnir Ellert Ág. Magnússon og Óskar Guðnason. Stjórn félagsins cr ætlað að leggja til þrjá menn til starfa í þeirri nefnd. Umræður urðu um ýmislegt scm sncrti jörð fé- lagsins í .Miðdal og sumarbústaðalönd félagsmanna þar. Einnig var nokkuð rætt um möguleika á að koma upp orlofsheimili einhversstaðar á Norður- landi. Þá var cinnig drepið á að „treysta hinn fræðilega og uppeldislega grundvöll stéttarinnar". Nokkuð var rætt um Prentaratalið og útgáfu á þvi í nýju formi. Engar samþykktir voru þó gerðar í þessum málum. Slíkar umræður á víð og dreif cru félaginu mjög gagnlegar og gefa stjórnendum þess gott yfirlit yfir hug félagsmanna til ýmissa mála scm félaginu gcta orðið til heilla. Pj. St. Dagblöðin vinsælust Síðastliðið vor fór fram í V.-Þýzkalandi skoðana- könnun á því hvaða fjölmiðlunartæki væru vin- sælust mcðal almennings þar í landi. 67% þeirra, sem spurðir voru, settu dagblöðin í fyrsta sæti. 18% gáfu sjónvarpinu atkvæði sitt, 9% völdu út- varpið og 4% myndablöðin. Ágúst Guðmundsson til Winnipeg í sumar réðst Ágúst Guðmundsson til starfa við vestur-íslenzka blaðið Lögberg-Heimskringla. — Hann tók við af Ásbirni Péturssyni, sem unnið hef- uj' við blaðið í tvö ár. Heimilisfang Ágústs vcstra cr: INGERSOLL Str. 859, WINNIPEG, MAN., CANADA. PHENTAIUNN 33

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.