Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 12
markaskrár, eitthvað þó af ritum Símonar
Dalaskálds, og tímaritið Lögjræðingur, sem
Páll Briem gaf út.
Árið 1901 kom Oddur Björnsson til Ak-
ureyrar með hina nýju prentsmiðju sína,
sem síðar segir. Var þá eigi annars úrkosti
en að endurnýja Prentsmiðju Björns, og var
svo gert 1905. Var þá fengin ný hraðpressa
og nýtt letur. Norðri yngri hóf göngu sína
og Nýjar kvöldvökur um líkt leyti, en einn
útgefandi þeirra var Þórhallur Bjamarson,
sem um þær mundir réðst til prentsmiðjunn-
ar og gerðist brátt meðeigandi Björns.
Eftir andlát Björns ráku þeir prentsmiðj-
una um 9 ára skeið, Þórhallur og Helgi son-
ur Björns, en þá fluttist Þórhallur til Reykja-
víkur og rak Helgi prentsmiðjuna einn úr
því til dauðadags 1943. Meðan Þórhallur
stjórnaði prentsmiðjunni voru gerðar á
henni ýmsar endurbætur, enda allmikið
prentað þar. Þar á meðal allar fyrstu út-
gáfubækur Þorsteins M. Jónssonar. Þá voru
blöðin íslendingur og Alþý ðumaðurinn
prentuð þar, unz fyrir einu til tveimur ár-
um.
Eftir andlát Helga Björnssonar var stofn-
að hlutafélag til kaupa á Prentsmiðjunni og
reksturs hennar. Var hún þá flutt úr hinum
nær 60 ára gömlu húsakynnum sínum í
leiguhúsnæði í Hafnarstræti 96. Vélakostur
var nú allur endurnýjaður, keypt setjara-
vél, nýtízku hraðpressa o. s. frv. Jafnframt
var rekið bókbandsverkstæði í sambandi við
prentsmiðjuna. Prentsmiðjustjóri var ráð-
inn Karl Jónasson frá Reykjavík, en hann
hafði þá nýlega lokið bæði stúdentsprófi og
prentnámi. Keypti hann prentsmiðjuna
nokkru síðar. Hlutafélagið lét reisa stórhýsi
við Gránufélagsgötu 4, og þar starfaði hún
til ársins 1958, að Karl keypti hið gamla
samkomuhús Skjaldborg, sem Ungmenna-
félag Akureyrar og Góðtemplarar höfðu
reist 1926. Var hinn gamli fundarsalur gerð-
ur að prentsal. Hefir prentsmiðjan átt þar
heima síðan. Eftir að vélakostur prentsmiðj-
unnar var endurnýjaður jukust afköst henn-
ar verulega, og var margt bóka prentað þar
auk blaða þeirra, er fyrr var getið, og auk
þess blaðið Verkamaðurinn hin síðustu ár.
Árið 1960 fluttist Karl Jónasson til
Reykjavíkur, og seldi þá prentsmiðjuna
ásamt húsinu, nýstofnuðu félagi, sem sósíal-
istar á Akureyri stóðu að. Hefir það rekið
hana síðan. Fyrsti verkstjóri var þá Vilhelm
K. Jeiisen, sem var gamall nemi úr þeirri
prentsmiðju og hafði unnið þar um fjölda
ára og verið einn af meðeigendum hennar.
Frá 1963 hefir Gunnar Berg verið verkstjóri
og jafnframt framkvæmdastjóri um skeið.
Annars hafa þeir verið framkvæmdastjórar
Friðrik Kristjánsson, Þórir Daníelsson og nú
síðast Þorsteinn Jónatansson. Fremur hefir
starfsemi prentsmiðjunnar gengið saman,
þótt nokkuð sé prentað þar af hókum og
blöðum. Starfslið 7 manns.
VALPRENT.
Árið 1962 tók prentsmiðjan Valprent til
starfa í Gránufélagsgötu 4, þar sem Prent-
smiðja Björns Jónssonar var til húsa um
skeið. Eigandi hennar var hlutafélag, og er
Eyþór Tómasson formaður þess. Prentarar
eru tveir Kári B. Jónsson og Valgarður Sig-
urðsson og fara þeir einnig með stjórn fyr-
irtækisins. Auk þeirra vinnur þar einn nemi
og aðstoðarmaður.
Prentsmiðjan annast einungis prentun á
umbúðum og smáprenti og hefir til þess ný-
tízku vélar og eina bókapressu.
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR.
Um aldamótin 1900 gerðust merk tíðindi í
prentsmiðjusögu Akureyrar, en þá kom
Oddur Björnsson með nýja prentsmiðju til
bæjarins og settist þar að.
Eins og fvrr segir var gamla prentsmiðjan
á Akureyri þá orðin mjög úr sér gengin, svo
að ekki var við hana unandi. Stjórnmála-
flokkur Valtýs Guðmundssonar var þá í
hvað mcstu gengi. Skorti flokkinn blað, en
engin tök á að bæta við nýju blaði á Akur-
evri eins og prentsmiðjunni var háttað.
Stofnuðu Valtýingar þá blaðið Norðurland
og réðu Einar Hjörleifsson síðar Kvaran rit-
8
PRENTARINN