Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 28

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 28
gerðarmanna, en ekki tekizt það enn sem komið er. Þú minntist á námskeið í endurhæfingu, sem Danska prentarasambandið hefur haft forgöngu um. Mér hefur oft fundizt HÍP of afskiptalaust, bæði um menntwn nemanna og svemanna. Hvað finnst þér um það? Jú, því miður hefur Prentarafclagið ekki sýnt þeim málum nægan sóma. Eg vildi, t. d. minna á eitt atriði. Við þurfum nauðsyn- lega að taka upp í Prentskólanum kennslu í vélsetningu og meðferð setningarvéla og ekki aðeins fyrir vélsetjaranemana, heldur þyrftu eldri setjararnir einnig að eiga kost á slíkum námskciðum. Þetta ætti að vera sameiginlegt áhugamál prentara og atvinnu- rekenda. Lítið vit er í því, að setja menn við 1—2 milljón kr. verkfæri og láta þá síð- an að mestu læra af revnslunni — og mis- tökunum. Þá má líka nefna annað. Við höf- urn í rauninni mjög takmörkuð samskipti við erlcnda stéttarbræður okkar. Hér er aldrei efnt til kynnisferða til útlanda eins og tíðkast mjög í öðrum löndum. Ekkert er gert til að styrkja félagsmenn til náms erlendis. í þessum efnum er margt ógert. Við höfum meira að segja lítið samband haft við félaga okkar á hinum Norðurlönd- unum. Prentarasamtökin þar hafa náið sam- starf. Fulltrúar þeirra koma saman einu sinni á ári og skýra frá þeim málum, sem þeir eru að fást við heimafyrir og skiptast á skoðunum. En við komum þar hvergi nærri. Varð ég var við það, bæði á þing- inu í Osló og eins í viðtölum við danska félaga okkar, að allir höfðu þeir mikinn og einlægan áhuga á því, að íslenzkir prent- arar gerðust virkir þátttakendur í þessu samstarfi og þeir vildu gera sitt til þess að svo yrði. Ég álít þetta nauðsynlegt fyrir okkur. Ekki sízt nú, þegar ýmislegt er að gerast í þessum löndum, og hefur þegar gerzt, sem við verðum að fylgjast vel með. Þeir hafa leyst ýms mál, sem við eigum eftir að leysa, og er gott að geta hagnýtt sér reynslu þeirra. g. s. Frá bókasafni HÍP Kilis og félagsniönnum cr kunnugt var á síðasta aðalfundí samþykkt reglugerð fyrir bókasafn prent- ara. Þar cf ffl. a. lögð áherzla á að bókasafnsnefnd! vinni að: ,,a) skipulegri söfnun íslenzkra bóka fri fyrstu dögum prentverks á íslandi til okkar tíma, er sýnt geti sem gleggsta samfellda þróun íslenzka prentverksins. Skal reynt að afla safninu sem beztra sýniseintaka úr öllum prentsmiðjum lands- ins; b) söfnun erlcndra bóka og tímarita í öllum greinum prendistarinnar og sögu hennar, og sýnis- horna erlcndra prentgripa frá ýmsum tínium." Þctta cru aðeins tveir af sjö liðum verkefna bókasafnsnefndar varðandi söfnun bóka. Hefur hún þegar hafizt handa um öflun erlendra prent- vcrksbóka svo sem Penrosc Annual síðustu ára, Polygraph Jahrbuck o. fl. Auk þess bcrast safninu reglulega félagsblöð prentarasamtakanna á Norð- urlöndum svo og bókagcrðar-tímarit frá Sviss, Austurríki, Hollandi og víðar, sérlega vönduð, og fróðleg um allar nýjungar. Bókasafnsnefnd er nú að koma bókum safnsins fyrir í nýjum og rúmbetri hiilum í safnherbergi hússins og mun að því loknu flokka þær og skrá, og þannig fá fullt yfirlit vfir bókaeign safnsins. Nefndin óskar að hafa sem bezt samstarf við fé- lagsmenn varðandi öflun bóka, ekki sízt fágætra, íslenzkra bóka frá ýmsum tímum, sem orðið gxtu sýnishorn um vinnubrögð og þróunarstig prent- verksins. Þar skiptir innihald né bókmennta- gildi ekki máli. Þá yrði bókasafnsnefnd einnig félagsmönnum þakklát fyrir góðar ábendingar og holl ráð varðandi hið umfangsmikla starf, sem henni er ætlað að inna af höndum í framtíðinni. Hin erlendu prentfræðirit, sem nefnd voru, geta mcnn séð og lesið í félagsheimilinu á skrifstofu- tíma á þriðjudögum og fimmtudögum. 24 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.