Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 13

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 13
Valprent túk til starfa áriö 1962. Mynd'm er af Kára B. Jónssyni og Einari Árnasyni (til hagri). stjóra þess, en Oddur kom með prentsmiðj- una mjög að tilhlutan Guðmundctr Hannes- sonar, sem þá var héraðslæknir á Akureyri. Oddur Björnsson var 36 ára er hér var komið sögu (f. 13. júlí 1865). Hafði hann þá dvalizt í Kaupmannahöfn um 12 ára skeið og aflað sér meiri færni og þekkingar í iðn sinni en flestir ef ekki allir samtíðarmenn hans hér á landi. Prentsmiðja Odds var hin fullkomnasta, sem þá var í Iandinu, m. a. var þar nýtízku hraðpressa. Letur var hið fegursta, sem var hér að fá, og auk þess var prentsmiðjan vel búin að ýmiskonar prentskrauti, sem um þær mundir var fágætt hér á landi. Var allt, sem frá prentsmiðjunni kom, með sérstöku sniði, fegurra og fjölbreytilegra en áður hafði gerzt. Kom þar til bæði góður véla- kostur, kunnátta, vandvirkni og sá metn- aður Odds, að láta ekkert annað en úrvals vinnu frá sér fara. Aíeðal annars, sem Oddur Björnsson mun fyrstur hafa gert að nokkru ráði hér á landi voru skrautkápur á bækur. Þá hóf hann og myndprentun á Akureyri, en lítið var um hana í Reykjavík um þær mundir. Enginn vafi er á að fordæmi Odds hafði mikil áhrif á íslenzka prentiðn, enda má sjá greinileg merki framfara á þessum árum. Prentsmiðjan hlaut nafnið Prentsmiðja Odds Björnssonar, en á fáeinum ritum frá fyrstu árum hennar stendur þó nafnið Prentsmiðja Norðurlands. En árið 1930 var nafninu breytt í Prentverk Odds Björnsson- ar, og heitir hún svo síðan. I upphafi var Oddur einn lærðra prent- ara, en tók þá fljótt nema Jakob Kristjáns- son, sem síðar lærði vélsetningu, fyrstur ís- lenzkra prentara, og Ingólf Guðjnundsson. Með komu Odds til Akureyrar jókst mjög bókagerð á Akureyri jafnframt því sem allt prent fékk þar nýjan og fegurri svip en fyrr. Sjálfur rak Oddur útgáfustarfsemi með miklum myndarbrag, auk þess sem ýmsir PRENTARINN 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.