Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 16

Prentarinn - 01.01.1966, Qupperneq 16
MINNINGAR UM Jakob Kristjánsson, vin minn og vinnufélaga, og fleiri vini. JaKOB KRISTJÁNSSON prentari var fædilur 8. dag marzmánaðar 1887, í hinu svonefnda Nonnaliúsi hér suður í Fjör- unni. — Foreldrar lians voru þau hjónin Kristján Árni Nikulásson, söðlasmiður og lögregluþjónn á Akureyri, fæddur 13. maí 1858 að Hólkoti í Hörgárdal, dáinn 17. janúar 1917, og kona hans María Jónína Jónsdóttir, fædd að Hesjuvöllum í Kræk- lingahlíð 29. nóvember 1862, en dáin 25. maí 1924. Föðurfaðir Jakobs var Nikulás Halldórs- son, ættaður úr Ólafsfirði. Nikulás bjó að Hólkoti í Hörgárdal mörg ár síðari hluta 19. aldar, eða allt til ársins 1875. — Föður- móðir Jakobs var Sigríður Sigurðardóttir, seinni kona Nikulásar, bóndadóttir frá Efri-Vindheimum á Þelamörk. Móðurfaðir Jakobs var Jón Davíðsson af Hvassafellsætt. Jón var bróðir Eggerts Dav- íðssonar að Möðruvöllum í Hörgárdal og þeirra mörgu systkina. En móðurmóðir Jakobs var Sigurlaug Jónasdóttir frá Lög- mannshlíð. ★ JaKOB KRISTJÁNSSON ólst upp með foreldrum sínum í fyrrnefndu Nonnahúsi og í Aðalstræti 50, gamla Matthíasar Joch- umssonar húsinu, elztur í hópi átta mann- vænlegra systkina. Árið 1901 hóf Jakob nám í prentiðn hjá Oddi Björnssyni prentmeistara hér á Akur- eyri. Hann var Jjá 14 ára gamall. Prent- smiðja Odds var einhver nýjasta og vand- aðasta prentsmiðjan, sein ]>á var rekin á Islandi. Jakob var fyrsti nemandi Odds í prentlistinni. Vandvirkni var ])á í hávegum höfð, og vandvirkni í sérgrein sinni drakk Jakob í sig hjá Oddi og einnig íþróttaancl- ann. Má segja um Odd, að hann var, eink- um á yngri árum, ríkur af áhuga fyrir íþróttum og alhliða líkamsrækt. Af eigin- leika hans, vandvirkni í starfi, má segja, að enn eimir ögn eftir af henni í hérlendri prentlist, — sem betur fer, þó að þetta við- horf sé nú orðið breytt. Nú er það hávaðinn og hraðinn, sem þarf að hafa á öllum hlutum til mikils tjóns fyrir líf og lieilsu inanna. Og ekki einungis það, heldur er hann að ganga af listinni dauðri. Listin rúmast ekki í einum farvegi frem- ur en trúin. Enginn maður á listina einn eða ber hana í sér einn. Allt mannkynið á hana og ber hana í sér. Jakob varð hjá Oddi mjög góður prent- ari og vandvirkur. Fékk ég að sjá það og reyna síðar meir. Á vegferð minni um prentlistarheiminn hefi ég hitt meðal annarra mikilhæfra prentara, Vilhelin Stefánsson, Reykjavík, að ógleymdum sjálfum Sveinbirni Odds- syni. Eg hefi nú starfað við prentverk rösk- lega hálfa öld og unnið með mörgurn manninum, innlendum og erlendum. — 12 PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.