Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 41

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 41
- Faðir 8 stunda vinnudagsins á Islandi (Framhald af blaðsíðu 1). allt) uppkast að samningi fyrir árið 1920. Er þar helzt að geta aðalbreytingarinnar og þeirrar, er samningatilraunir að lokum strönduðu á, 8 tíma vinnudagsins. — Langt var síðan raddir höfðu komið fram innan félagsins um þessa kröfu og því verið hreyft við prentsmiðjuforráðamenn. T. d. leitað fyrir sér um það, að 9. vinnustundin yrði smástytt á einhverju tilteknu tímabili, þar til er komið væri niður í 8. En það sem nú gaf kröfu þessari byr undir báða vængi, var það, að í bréfi dags. 7. okt. 1919 býður Oddur Björnsson, prentsmiðjueigandi á Ak- ureyri, Prentarafélaginu samninga við sig og skýrir jafnframt frá því, að hann hafi þegar að nokkru, og frá næsta nýári að fullu, telc- ið upp 8 stunda vinnudag í prentsmiðju sinni, þrátt fyrir ýmsa örðugleika er hann ætti við að stríða, fram yfir iðnrekendur í Reykjavík. Fram hjá þessu boði varð ekki gengið og þótti þá einsætt, að félagið gerði iðnrekend- um í Reykjavík sömu kostina og því btiðust annarsstaðar.“ Það liðu áratugir, unz samið var við aðr- ar stéttir um 8 stunda vinnudaginn. En um það verður ekki deilt að frumkvæði Odds ruddi brautina og færði íslenzkri prentara- stétt þessa réttarbót miklu fyrr en ella hefði orðið. Nýja Ludlow-vélin. Endurbætt Ludlow-vél Ludlow Typograph Company í Chicago hefur ný- lega endurbætt letursteypuvélar sínar. Helztu breyt- ingarnar frá eldri gerðinni eru þessar: Blýpotturinn er stærri. Hann tekur nú 7 kg meira af blýi en áður. Ymsar breytingar aðrar hafa verið gerðar á pottinum og blýrásinni fram í munnstykkið, sem miða að betri og þéttari lctur- steypu. Bullan gengur mýkra og þrýstir blýinu jafnar fram í munnstykkið og mcð meira krafti. Lccsingcirnar ofan á borði vélarinnar hafa verið styrktar. Hitaelementin í munnstykkinu eru lengri í þessari nýju gerð og hitna jafnar en þau gömlu. Hitastillingarnar á potti og munnstykki eru ná- kvæmari en áður. Kælingin hefur verið endurbætt. Þessi nýja gerð Ludlow-véla er 30% afkastameiri en eldri vélarnar — skilar 9 línum á mínútu í hríð- steypingu. PRF.NTARINN 37

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.