Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 10
Aðalstræti 50. Þar var fyrst prentað á Akureyri. Jóni Jónssyni alþingismanni frá Munka- þverá. En þótt hafizt væri handa af áhuga og bjartsýni, gekk margt miður en skyldi, en mest bagaði fjárskortur, og var hann trúr fylginautur prentsmiðjunnar þau 27 ár, eða til 1879, sem hún var rekin sem sjálfseign- arstofnun. Að loknu fyrsta árinu var tekið að leigja prentsmiðjuna. Fyrsti leigjandi var Sveinn Skúlason, og varð hann einnig rit- stjóri og útgefandi Norðra, og liélzt svo til 1862, þá tók Björn Jónsson við leigunni og hóf útgáfu Norðanfara, stóð svo til 1875, að Skafti Jósefsson tók prentsmiðjuna á leigu og tók að gefa út Norðling til 1879. Engum leigutakanum varð prentsmiðjan að féþúfu, en þó mun hún hafa gengið einna bezt í höndum Björns. Yfirprentarar á þess- um árum voru: Hclgi Helgason til 1862, Baldvin M. Stephánsson til 1867 og 1871 til 1879, og Jónas Sveinsson 1869 til 1871. Eins og fyrr getur, gekk reksturinn illa. Sveinn Skúlason skildi við hana félaus með öllu, og Iitlu bctur vegnaði Skafta. Þótti mörgum ómaklegt, þegar prentsmiðjan var tekin af Birni og leigð Skafta, en stjórnin hugði, að hann, sem þá var ungur maður, mundi reka hana af meiri dugnaði. En er Skafti skilaði af sér, gafst stjórnin upp á rekstrinum, og seldi áhöldin Birni Jónssyni yngra, sem síð- ar getur. í upphafi mun hafa verið vel til prent- smiðjunnar vandað, og eru bækur hennar fyrstu árin eigi ósnotrar eftir því sem þá gerðist hér. En sífelld fjárþröng tálmaði eðlilegu viðhaldi tækjanna, og á ýmsu mun hafa gengið um handlang prentaranna, þótt yfirprentararnir væru færir menn. Uppistaðan í því, sem prentað var voru blöðin, fyrst Norðri, síðan Norðanfari og síðast Norðlingur. Nokkuð var prentað af bókum, en einna kunnastar urðu Felsenborg- arsögur, meira þó að endemum en ágætum. Þá voru prentaðar nokkrar íslendinga sög- ur, rit Jótis Mýrdals: Mannamunur og Grýla, svo eitthvað sé nefnt. Mörg Akureyrarkver frá þessum árum eru nú harðla fágæt og metfé söfnurum, svo sem Töfralist Ingi- mundar Ingimundarsonar. NORÐANFARA-PRENTSMIÐJAN. Þegar Björn eldri missti prentsmiðjuna úr sínum höndum, réðst hann í að kaupa aðra nýja, og nefndi hana Prentsmiðju Norðan- fara. Rak hann hana og gaf út Norðanfara til dauðadags 1886. Yfirprentarar voru: Jón- as Sveinsson 1875—1879, Baldvin M. Step- hánsson 1879-1880, og 1881-1883, Guð- mundur Guðmundsson 1880—1881, og síð- ast um skeið Grímur Guðmundsson og Björn St. Thorarensen, sem hvorugur mun þó hafa verið fulllærður prentari. Af prent- urum þessi árin má nefna Ólaf S. Thorgeirs- son, sem síðar kom mjög við prcntverk og bókagerð vestan hafs. Auk Norðanfara voru prentaðar þar ýms- ar bækur svo sem Aðalsteinn sr. Páls Sig- urðssonar, Skin og Skuggi, fyrsta rit Páls J. Árdal, Ljóðmæli Jóiis Ámasonar, vmis kver Simonar Dalaskálds. Var frágangur þeirra sýnu betri en á því sem kom frá gömlu prentsmiðjunni um þær mundir. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR. Björn Jónsson keypti eins og fvrr segir gömlu Akureyrarprentsmiðjuna, 1879 og flutti hana úr Aðalstræti og í steinhús við Norðurgötu á Oddeyri. Við andlát eldra Björns kevpti hann Norðanfaraprentsmiðju 6 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.