Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 15
aðrir tóku að láta prenta bækur á Akur-
eyri.
Auk þess seni Oddur Björnsson var braut-
ryðjandi í iðninni lét hann sér mjög annt
um hag og menntun prentara. Átti hann t. d.
manna mestan þátt í stofnun iðnskóla á
Akureyri, og fyrstur íslenzkra atvinnurek-
rekenda tók hann upp 8 stunda vinnudag á
árunum 1919—20.
Árið 1922 seldi Oddur prentsmiðjuna
þeim Sigurði syni sínum og Ingólfi Jónssyni.
Höfðu þeir báðir numið prentiðn þar, en
Ingólfur stundaði þá nám í Háskóla íslands,
svo að stjórn prentsmiðjunnar kom að mestu
í hlut Sigurðar.
Næstu árin var Oddur á faraldsfæti, vann
meðal annars að undirbúningi ríkisprent-
smiðju, en 1926 kom hann til Akureyrar
aftur og keypti þá prentsmiðjuna á ný og
tók við stjórn hennar. Skömmu síðar keypti
hann setjaravél, þá fyrstu, er til Akureyrar
kom, og kenndi Jakob Kristjánsson Sigurði
O. Björnssyni meðferð hennar, og varð Sig-
urður þá fyrsti starfandi vélsetjarinn á Ak-
ureyri.
Heilsu Odds tók að hnigna eftir 1930, og
tók Sigurður þá við stjórn prentsmiðjunn-
ar, og síðan 1949 hefir sonur hans Geir S.
Björnsson verið meðstjórnandi fyrirtækisins.
Geir nam prentiðn fyrst heima og síðan
stundaði hann framhaldsnám í prentiðn í
Bandaríkjunum og er fyrsti íslendingur, sem
lokið hefir prentlistarnámi í háskóla.
P.O.B. hóf starfsemi sína í Aðalstræti 17,
og átti þar heima til 1932, en fluttist þá í
hið gamla verzlunarhús Kaupfélags Eyfirð-
inga, Hafnarstræti 90, og var þar til húsa,
þar til hún fluttist á ný í eigið húsnæði við
Hafnarstræti 88, 1945. Var það þá nýreist
steinhús, tveggja hæða, 36x14 m.
Eins og fyrr var sagt, jókst mjög bókaút-
gáfa á Akureyri með tilkomu P.O.B. Mjög
dró þó úr henni aftur frá styrjaldarárunum
fyrri og fram undir 1930. En síðan hefir
bókagerð verið þar mikil og vel úr garði
gerð. Hefir P.O.B. oft verið mesta bóka-
prentsmiðja landsins. Af bókaútgefendum,
sem látið hafa prenta þar má nefna Þorstein
/17. Jónsson, Norðra, Kvöldvökuútgáfuna,
auk margra annarra, en þar að auki rekur
prentverkið sjálft umfangsmikla útgáfustarf-
semi.
Prentverk og blaðaútgáfa hefir löngum
verið nátengt Akureyri. Þannig var stofnun
Norðurlands og P.O.B. samantengt, og var
Norðurland prentað þar um 20 ára skeið.
Onnur blöð sem hafa verið prentuð um
lengri tíma eru Dagur, næstum því frá upp-
hafi, Verkamaðurinn og nú síðast íslending-
ur og Alþýðumaðurinn. Þá eru og prentuð
þar tímaritin Heima er bezt, Ársrit Ræktun-
arfélags Norðurlands og Flóra, auk margra
annarra fyrr og síðar.
Eftir því sem árin hafa liðið, hefir P.O.B.
fært út starfssvið sitt. Bókbandsverkstæði
var stofnað í sambandi við prentsmiðjuna
fyrir urn 20 árum, og er Vigfús Björnsson
sonarsonur Odds verkstjóri þess. Prent-
myndagerð ásamt myndastofu var stofnuð
árið 1954, en áður hafði Ólafur Hvanndal
rekið myndamótagerð sína á Akureyri um
nokkurt skeið að frumkvæði Sigurðar O.
Björnssonar.
Sérstök teiknistofa tók til starfa árið 1961
og veitir Kristján Kristjánsson sonur Jakobs
Kristjánssonar teiknistofunni forstöðu, en
Kristján stundaði nám bæði í Den Grafiske
Höjskole og Kunsthaandværkerskolen í
Kaupmannahöfn.
P.O.B. hefir á síðustu árum tekið í notkun
nýjan vélakost til offsetprentunar og silki-
prentunar, auk þess sem prentverkið hefir á
að skipa nýjustu og fullkomnustu vélum til
Iitprentunar á allskonar umbúðum og lit-
myndum. Prentverk Odds Björnssonar hefir
fengið orð á sig fyrir vandaða vinnu, en
enda þótt vélar allar séu þar af fullkomnustu
gerð, þá gerir þar gæfumuninn, að fyrirtæk-
ið hefir jafnan átt því láni að fagna, að hafa
í þjónustu sinni úrvals fagmenn í hinum
margþættu greinum prentlistarinnar.
Steindór Steindórsson
fra Hlöðttm.
l'RENTARINN
11