Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.01.1966, Blaðsíða 20
ers í Kaupmannahöfn. En um haustið fór hann til Englands og lærði þar vélsetningu á Linotype-skólanum í Lundúnum. Gerði hann það vegna hinnar nýju prentsmiðju, sem þá var fullráðið, að yrði stofnuð í Reykjavík. Jafnframt því kynnti Jakob sér meðferð sjálfíleggjandi prentvéla, sem þá voru að ryðja sér til rúms og voru því al- gjör nýjung hér heima á íslandi. ★ JáKOB KRISTJÁNSSON sagði mér það sjálfur, að á meðan hann dvaldist í Lund- únum, kom þangað hinn heimsfrægi, ítalski tenórsöngvari, Enrico Caruso, og söng í stærstu óperuhöll borgarinnar. Hann náði í aðgöngumiða að söngnum. Jakob er því einn af þeim fáu íslendingum, sem séð hafa og hlustað á Caruso. Þetta var hon- um ógleymanleg stund. Söngurinn var svo heillandi og stórkostlegur, að líkast var sem sætin færðust með áheyrendunum nær og nær söngvaranum. Mannfjöldinn, sem hlýddi á hann, gleymdi stað og stund. Það var sem tíminn sjálfur stæði kyrr og hlust- aði hugfanginn. Ekki var nóg með það, að hvert sæti væri skipað í húsinu. Allar götur nálægar óperunni voru sem eitt mannhaf að sjá. Slík var aðsóknin að sönglist þessa töframanns. ★ EGAR Jakob kom heim frá Lundúnum, flutti hann með sér fyrstu setjaravélina og einnig fyrstu prentvélina með sjálfíleggj- ara, og sá um uppsetningu þeirra og með- ferð. Snemma árs 1914 tók svo hin nýja prent- smiðja til starfa. Hlaut liún nafnið Prent- smiðjan Rún. Var Jakob forstjóri liennar og vann þá jafnframt sem vélsetjari og j)rentari. Kom þá að góðu haldi starfshæfni hans og dugnaður. Var það ekki sízt að þakka þeim eiginleikum hans, að sigrazt varð á ýmsum erfiðleikum í byrjun, sem margir reyndust vandasamir viðfangs. Þeg- ar svo ofan á allt annað bættust erfiðleik- ar fyrri stríðsáranna 1914 til 1918, þá geta menn rennt grun í, hvað Jakob hafði við að stríða. Þó keyrði ekki um þverbak fyrr en gasið brást. Gasstöðin gat þá aðeins selt gas til bæjarbúa þrjár til fjórar stundir á dag. Þá leiddi af sjálfu sér, að prentsmiðja, sem eingöngu byggði vinnu sína á gasvélarekstri hlaut að stöðvast algjörlega. í þessum vand- ræðum seldu þeir félagar Félagsprentsmiðj- unni prentsmiðjuna Rún. Ég skal geta þess, mönnum til fróðleiks, að frostaveturinn mikla 1917—1918 mæld- ist frostið tvö stig á vélarborðinu, en sjö stig út við gluggann. Þetta virðist þó ekki hafa gert þeim neitt mein, Jakob og Ólafi Sveinssyni, en hann lærði fyrstur vélsetn- ingu hjá Jakob og vann hjá honum, því að vorið eftir vann Ólafur Víðavangshlaupið í Reykjavík. Þrátt fyrir þetta skipbrot þeirra félaga, bar þó þetta brautryðjendastarf Jakobs góðan árangur, íslenzkri prentarastétt í hag. Hann liafði komið með fyrstu setjara- vélina til íslands, en setjaravélar veittu stéttinni þá aðstöðu og möguleika, sem hún hafði tæpast þorað að láta sig dreyma um. Eftir eigendaskij)tin á Rún 1918 vann Jakob fyrst hjá hinum nýja eiganda, Fé- lagsprentsmiðjunni, og síðan í Isafoldar- jnentsmiðju. En alltaf mun útþráin hafa seitt og togað hinn unga mann, því að 1920 fer hann enn utan til Danmerkur og vann þar að vélsetningu í prentsmiðju Möns Dagblad, í Stege á Mön, sem er eyja við suðurströnd Sjálands. Árið 1926 bregður Jakob sér til Noregs á vegum þeirra feðga Odds Björnssonar og Sigurðar, sonar hans. Þar kaupir hann upj>- gerða setjaravél, flytur hana til Akureyrar og setur hana niður í jnentverki þeirra feðga. Eftir það kennir liann Sigurði á vél- ina, en Sigurður síðan öðrum, til að mynda Þorkeli Ottesen og Snorra Áskelssyni. Fer Jiað jafnan svo, að Jiegar húsbóndinn gríp- ur í árina, J)á fer róðurinn að ganga, hvort 16 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.