Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 7
- 7 - yfir felagsskap Fjölnismanna, Er Jonas lézt svo vorið 1845» kom Fjölnir ekki út næsta árið, eins og vera skyldi. Af þessu má marka, hvað Fjölnir er nátengd- ur ástsælasta þjóðskáldi okkar og synir, hver framkvæmdarmaður hann hefur verið í þes3U efni. Sa þó 9. árgangur, og um le.ið sá sið- asti, dagsins ljós árið 1847. Hefti þetta er að mestu helgað Jonasi og í þeim tilgangi gefið út. Þar er fremst á blaði afbragðs minningargrein um hann eftir nánasta vininn, Konráð Gíslason. Lysir hann sorg íslendinganna í Khöfn yfir fráfalli hanss "hörmuðu þeir for- lög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest, sem honum var kunnugastur, og hezt vissi, hvað í hann var varið." Ennfremur birtist þarna kvæði um JÓnas, höfundarlaust, en allar líkur "benda til þess, að Konráð eigi það einnig, svo mjög ber það svip hans. Konráð, sem fylgdi Jonasi "í lífsins glaumi", - eins og segir í kvæðinu -, og vissi manna bezt, hvað í honum bjó, lýsir þar aðdáun sinni á skáldinu, en hryggist jafnframt yfir fálæti landa hans. Að öðru leyti er efni síðasta árgangs- ins aðalega kvæði og sögur Jonasar. Með þessum árgangi lýkur útgáfu Fjöln- is og félag þeirra manna, sem að honum standa, líður undir lok. Er það vel skiljanlegt, þar sem sá maður, er atti stærstan þáttinn í, að gera Pjölni að því sem hann varð, er nú hniginn í val- inn. XI. Vinurinn, sem unni fegurðinni framar öllu öðru, íistaskáldið góða, var sárfc syrgður aí foimvin'Uiitim tveimur, sem eftir voru í Khö'fn. Þeir trega hann á einlæg- an og innilegan hátt, því að þeim er það ljóst, hvílíkt tjón ættjörð þeirra hefur beðið við fráfall hans. Þeir harma snillinginn, sem lifði erfiðu og gæfu- snauðu lífi í fátækt og heilsuleysi og "lagður lágt í mold" aðeins 37 ára gac- all, fjarri ströndum og hlíðum fóstur- jarðarinnar, sern hann unni svo heitt, Við andlát hans minnist Konráð orða Jök- uls Barðarsonar í Grettissögu, og honum finnast þau sannast "á honum, eins og mörgum öðrum íslendingi": "...satt er honum veitt fellssýslu, því. Hefur það, sem mælt er, að sitt er hvort, gæfa eða gjörvileikur." Víst er það, að önnur orð virðast ekki eiga betur við. Og harmur þeirra vinanna,sem eftir eru, yrði aldrei bættur, Þriðji félaginn á heldur ekki langt líf fyrir höndum. Einnig Brynjólfur Petursson fellur í valinn, þega starf hans í þágu ættjarðarinnar er hafið að fullu. Vil ég nú, að nokkru, rekja æviferil þessara tv%gjalij,blnlsmazu3ja ex sftir lifðu í Khöfn, þar sem ævistörf þeirra eru svo f jarri því að vera órnerk, og þeir auk þess ekki nándar nærri eins kunnir og Jonas og Tomas eru. Bryn.jólfur Petursson gaf sig fljót- lega að lögfræðistörfum eftir embættis- prófið og gerðist starfsmaður í Rentu- kammerinu, sem hafði f járm«ál- og át—'' vinnumál með höndum, Hann mun þó hafa haft í hyggju að hverfa til íslands og setjast þar að, þv£ að vorið 1844 er sýslumannsembættið í Skafta- þó að aldrei tæki hann við því sjálfsagt valdið, að hann hefur talið sig geta unnið betur í þágu íslands að malum, sem horfðu til framfara, en ella. Hann heldur því á- fram störfum í Rentukammerinu og hækkar þar að metorðum, Það álit, sem Bryn- jólfur hafði aflað sér í starfi sínu þessi ár? kom berlega i ljós, þegar hin íslenzka stjórnardeild, sem annast skyldi malefni íslands, var sett á stofn með úrskurði konungs, lo, nóvember 1848, því að hann var þegar skipaður forstöðu- maður hennar. i. ríkisþing það, grund- vallarlagaþingið, sem samdi nýja stjórn- arskrá handa Danmörku, 1848-'49, Ijlutu Islendingar 5 fulltrúa og þeirra a meðal voru þeir Brynjólfur og Konráð, en auk þess var Brynjolfur kjörinn í sjálfa grundvallarlaganefndina. Ma af þessu marka, hve mikils metinn hann var, i& þessum árum kom Brynjólfur mjög við félagslíf íslendinga í IQiöfn. Irið 1843 stóð hann fremstur í flokki fyrir stofnun hófsemdar- og bindindisfélags meðal landa sinna, BÓkmenntastarfsemi let hann til s£n taka, sem hófst með þátttöku hans £ útgáfu Fjölnis og var forseti Hafnardeildar Bokmenntafélagsins arin 1848-'51, er hann lét af þv£ starfi vegna veikinda og Jon Sigurðsson tók við.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.