Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 15
- 15 - nágrenninu. Þa hafði hún alltaf telp- 1 una með sér o'g lct hana hjálpa sér. ' En j mesta furðu okkar vöktu lifnaðarhættir herra Billingse Aldrei nokkurntíma sást hann utan dyra nema tvo-þrjá daga vikunnar og þa var frúin e.lltaf að vinna. Rett eftir að hún var farin til að skúra I gólfin, læddist hann út, flýtti sér niður eftir götunni og hvarf. Hann kom ! heim ttftur, oftast einni stun&u íyrir miðnætti, en stundum kom hann þo alls ekki og íet jafnvel ekki sjá sig stundum I í marga daga, Og það var eins öruggt eins og að sólin kærni upp að hann var alltaf dnuðadrukkinn þegar hann kom aftur. Við sátum alltaf um hann, ef við j þess kost, og alltaf þegar hann so-st koma j slagandi upp götuna, lædaumst við upp að ! glugga Billings-fjölskyldunnar og hlust- | uðum á frúna taka á móti manni sínum. Eftir á fóruin við upp í gamla hesthúsið hans Jons pósts og höfðum upp hver fyrir öðrum orð frúarinnar, þegar hún talaði við vesalinginn, sem hafði oröið fyrir því að verða maðurinn hennar. Við æfðum okkur samvizkulega, reyndum að na rettum aherzlum.og náðum þannig miklum framförum í hinu herfilegasta blóti og ragni, Ekki vhi' gott að vita,hvar Josep Billing fékk peninga til að drekka fyrir þau kvöld, sem hann fór út, on áreiðanlega hefur hann krækt sér í þá" einhver veginn hjá konu sinni á miður heiðarlegan hatt eða þá bara blátt áfram betlað, og það tel ég öllu sennilegra, Jullorðna fólkið í hverfinu skipti sér lítið af fjölskyldunni, nema ef Toni hafði gert einhverja skömm af ser, þa fékk konugarmurinn að heyra það oþvegið um lesti sína og ættar sinnar £ heild. 01ckur': strákunum fannst matur í þoim fyrirlestrum og svörum frú Billings og þöndum þá gúlann með og æptum ókvæðis- orðum til Tona, sem svaraði jafnan aftur, Mæður okk.ar voru vanar að ávíta okkur fyrir þetta og sögðu okkur að vera ekkort að skipta okkui-" af þessu helvítis pakki, En aldrei yrti frú Billings á nokkurn mann að fyrra bragði, og kæmi það fyrir að hún væri beðin að þvo í nágranna- húsunum, talaði hún aldroi við nokkurn mann, Þannig leið veturinn, frú Billings þrælaði dag og nótt til að halda lífinu noklcurn veginn í börnum sínum, sem alltaf ! voru meira og minna veik af allskyns kvefpestum og meltingarsjúkdómum, Hun tók & móti manni sínum, þegar hann kom fullur heim, og við læddumst upp að glugganum og hlustuðum á, Við lcunnum orðið ræðu hennar utanað , en hlustuðum aðeins líkt og leikstjóri, sem gætir að, hyort leikendurnir kiumi hlutverk sín, En svo var það kvöld eitt í febrúar, að herra Josep Billings kom hoim mcð nokkuð óvenjulegum hætti. Hann kom akandi í . lögreglubíl með brotna hauskúpu. Við horfðum á,er hann var borinn moðvitundarlaus inn, frúin stóð þögul í dyrunum og horfði á þá leggja hann £ dívangarminn. Síðan kvöddu þeir og óku burt. Ekki veit ég hvort Billings var dá- inn, þegar þeir komu með hann eða hvort hann dó seinna, en daginn eftir kom Toni og sagði okkur að pabbi sinn væri dauður. Ekki veit ég,hvernig á því stóð að við urðum allt í einu ósköp góðir við Tona, hann fékk að leika sér með okkur, og við rifumst okkert að ráði við hann, Og þegar hann fór heim, virt- ist hann fjarska ánægður, Og það gerðust aðrir hlutir í sam- bandi við dauða Joseps Billings, sem við strákarnir botnuðum lítið í. Þegar ég kom heim svangur eftir erfiði dagsins, var ekki að sjá, að maturinn yrði til- búinn nærri strax. En þarna voru saman- komnar heilmargar frúr úr nágrenninu og kjöftuðu hver í kapp við aðra, Ekki svo að skilja, að svona hrafnaþing væru neitt sjaldgæf, nei, það var umræðu- efnið, sem vakti undrun mína. Þær voru sem se að tala um aumingja frú Billings, sem hafði mist manninn sinn. Kata Smith, einhver forhertasti skammakjafturinn í nágrenninu, var þarna hálfkjökrandi og sagði, að eitthvað þyrfti að gera fyrir veslings ekkjuna, við þurfum að vera samtaka, sagði hún, og létta eitthvað undir með aumingja konunni bjargarlausri>. Plinar tóku í sama streng og oyrjuðu að leggja á ráðin^ En ég flýtti mér út og hugsaði gott til glóðarinnar, þetta gæti kannske orðið ágæt skemmtun. Og kerlingarnar létu ekki sitjá við orðin tóm. Nokkru seinna gaf að líta heila hersingu af konum á öllura aldri,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.