Litli Bergþór - 02.03.1987, Síða 9

Litli Bergþór - 02.03.1987, Síða 9
Ovtfo'r a/afer' I gegnum tiðina hefur Reykholtsskóla i Biskupstungum verið fært margar stór- gjafir sem vert væri að geta hér. Ekki verður sú saga rakin að undan- skildum gjöfum sem skólanum bárust i vetur. Þar ber helst aó geta myndar- legra gjafa frá Lionsklúbbnum Geysi og Kvenfélagi Biskupstungna. Lions- félagar söfnuóu fyrir myndbandstæki ásamt skjá og kvenfélagskonur gáfu tvo myndvarpa ásamt segulbandstæki til tungumálakennslu. Skólanefnd bauó stjórn ofantaldra félaga ásamt stjórn foreldrafélagsins sem stutt hefur viö starfsemi skólans undanfarin ár i formi ýmisskonar aðstoöar til samsætis. Vió það tækifæri þakkaði formaður skólanefndar, Þorfinnur Þórarinsson góðar gjafi fyrir hönd skólans og rakti i stuttu máli þróun skólans frá stofnun hans 1928 til dagsins i dag. 1 máli hans kom fram aö margt hefur breyst i aóstöðu allri á staönum og minntist hann á ýmislegt frá þeim árum er heimavist var i skólanum. Skólastjóri Unnar Þ. Böðvarsson flutti einnig þakkir starfsmanna og sýndi frám á notagildi umræddra gjafa. Voru m.a. skoóaóar gamlar kvikmyndir, sem Gisli Bjarnason á Selfossi hafði tekiö snemma á sjötta áratugnum i Tungunum og látió færa yfir á myndband meö mjög góðum árangri. Á eftir þáóu gestir veitingar i boði skólanefndar. Þaó er óneitanlega gott fyrir forráða- menn aö finna þá velvild, sem fylgir þessum gjöfum i garð skólans og eru hér itrekaóar þakkir til allra þeirra aóila sem stutt hafa við skólann á undanförnum árum á einn eóa annan hátt. Fyrir hönd skólanefndar Sveinn A. Sæland Stjórn Lionsklúbbsins meó videotækió Stjórn foreldrafe1agsins asemt Þorfinni og Unnari.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.