Litli Bergþór - 02.03.1987, Page 18

Litli Bergþór - 02.03.1987, Page 18
16 ~ - / ~ t yr'a, //chnUc*?L yuiu/tca,/^t/rcHccrrc■ * Brot úr erindi, sem flutt var í Reykjavik fyrir fjórtán árum. Um Árna Oddsson I þvi mikla og gamla riti, Fitja- annál, stendur svo skrifaó um árió 1665 m.a.: "Þann 10. Martii, sem var föstu- dagur, burtkallaói Guó þann göfuga, guó hrædda og dyggóum prýdda herra, Árna Oddsson, lögmann, á 73. ári hans aldurs. Fannst einmana, nýlega örendur i Leirárlaug, hverja hann var vanur að brúka. Hann var guðhræddur maóur, elskaói Guós oró og kristilegar bænir daglega. Hann hélt söng kveld og morgna i kirkjunni á Leirá. Var áóur hringt svo sem plagsiður er á biskups- stólunum hér i landi. Berhöfóaöur gekk hann, hvernig sem úti var, frá sæng sinni á morgna til kirkjunnar, og nær sem Guös nafn var nefnt, þá tók hann ofan sitt höfuófat. Á hverju sumri, meóan hann var lög- maóur, reiö hann strax, sem á alþing kom, heim að Þingvöllum meó sveinum sinum og lét þar söng halda i kirkjunni. Hann var vitur maóur, vin- fastur og röksamlegur, litillátur, réttdæmur, fljótráöur, gjafmildur, meöaumkvunarsamur viö fátæka, vildi öllum vel og hvern mann styrkja meö ráó og dáó og landinu til forsvars vera, svo mikið sem honum var mögu- legt. Það má eitt ágæta um örleik hans, sem satt var, aó aldrei kæmi nokkur maóur á bæ hans aö hans vitund, rikur né fátækur, aö ei væri boðin vist og drykkur eóa næturgisting, og veitt þeim er hafa vildu. Gekk hann sjálfur á móti hverjum manni. Hann fastaói hvern frjádag um langaföstu. Mæltu þaö margir, aó ekki mundi svo ágætur lög- maður upp þaðan landinu stjórna, né höfóingi aó Leirá sitja. Var hann mjög harmaóur af mörgum manni. Hann var lögmaöur 33 ár - - ." Svo fögur og einstök er lýsing eins þeirra manna, sem vió Skálholt voru kenndir. Árni þessi Oddsson var biskupsson frá Skálholti, sá hinn sami, sem mæröur var í þjóósögum fyrir reió sína á Sköku-Brún einhesta austan af Jökuldal á Austfjöróum til alþingis sumariö 1618, - sá sami Árni lögmaður, sem daglangt streittist gegn því aó undirrita erfóahy11ingareió Dana- konungsi Kópavogi og skrifaöi síóast undir tárfellandi. Þaö var þrem árum fyrir dauöa hans. Hér má svo þvi vió bæta, aó Árni var fæddur í Skálholti árió 1592, fór utan til náms í Kaupmannahöfn 17 vetra, kom aftur tvítugur og gerðist rektor Skálholtsskóla, síóar ráös- maóur Skálholtsstóls og bjó um skeió í Haukadal. Lögmannstíó sína bjó hann lengst og síöast á Leirá. Drengskapur hans kom fram i þvi, m.a. að hann lét sér mjög um hugað, aö herteknir Islendingar i Algier yröu leystir úr ánauóinni. Sira Hall- grimur Pétursson mun hafa metió Árna manna mest. Órækur vottur þess er Burtfararminning, sem sira Hallgrimur tileinkaöi ekkju Árna og börnum þeirra, mikil og vegleg ritsmið. Þó er Árni ekki sá Orðsins þjónn, sem hér skal um ræöa. Sá maður fæddist nálega réttu ári eftir dauöa Arna, - réttum þrem árum einnig eftir dauöa Ragnheióar Brynjólfsdóttur i Skálholti, biskupsdótturinnar, sem varó vinur Hallgrims Péturssonar i trú á Jesúm Krist. Svo er talió, aó yfir henni hafi fyrst verió sunginn sálmurinn Um dauóans óvissan tima, "Allt eins og blómstrið eina," - enda gjöf til hennar. Og sveinninn þessi, sem fæddist 21. marz 1666, varó siðar kenndur viö Skalholt. Svo skammt gerói Guó milli stórra atburóa og gjafa i sögu Skál- holts og islenzkrar kristni á þeim árum. ÞÓ er talið, aó um þaó leyti hefjist hér á landi eitt hiö mesta hörmungaskeiö islenzkrar þjóöar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.