Litli Bergþór - 01.04.1989, Page 3

Litli Bergþór - 01.04.1989, Page 3
R itstjórnarspjall • ••*••*•••**••••••**•••*•••*••** •_.. . íwW'ww ^xXxXxXxXxXÍ: Undanfarna mánuði hefur alger bylting orðið í vinnsluaðferðum við Litla-Bergþór. Keypt var tölva og er nú allur texti settur inn á disk. Tölvan býr jrfir kerfi sem gerir okkur kleift að setja blaðið upp hér heima og ganga algjörlega frá því sjálf áður en það fer í prentun. Þetta léttir vissulega alla vinnu, því hér áður þurftum við að vélrita upp allan texta réttan, sendiun hann síðan í prentim, fengmn prófarkir sendar aftur austur og þá þurfti að leiðrétta þær og senda aftur í prentun. Þetta tók mikinn tíma og var herjarinnar vinna sem nú er ekki fyrir hendi, því allt er hægt að leiðrétta jafnóðum beint í tölvunni. En tæknin kostar Qármagn. Ungmennafélagið veitti Litla Bergþór kr. 35.000 styrk til tölvukaupa og einnig fengum við 30.000 kr. styrk frá hreppsnefnd. Afganginn kr. 70.000 fjármagnar Litli-Bergþór sjálfur með minni prentunar- kostnaði, auglýsingum og áskrift. Við þurfum ekki að kaupa prentara við tölvuna og spörmn þar kr. 25.000, því við fáum afnot af prentara skólans en á móti kemur að skólinn mim fá afnot af tölvu Litla-Bergþórs og þeim vinnslukerfum sem fylgja henni. En áhyggjuraddir hafa heyrst rnn að e.t.v. verði tæknin okkur fjötur um fót því nú verði ekki auðvelt fyrir menn að koma inn í svo flókna vinnu sem hér fer fram. En því betur sem maður kynnist þessari vinnuaðferð kemur í ljós að hún er síður en svo flókin og á vonandi eftir að verða Litla- Bergþór til framdráttar og sóma. D.K. wmm vXwMvSí Litli Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.