Litli Bergþór - 01.04.1989, Page 4

Litli Bergþór - 01.04.1989, Page 4
Aratunga - Reykholtslaug Frá rekstrarnefnd Aratungu og Reykholtslaugar. Fyrirhugaðar eru breytingar á rekstri Aratungu og Reykholtslaugar. Breytingar þessar hafa verið í undirbúningi í þó nokkum tíma. Á liðnu sumri var samstarf um mannahald hjá Aratungu og Reykholtslaug. Starfsfólk stofnananna beggja hafði umsjón með lóðum sveitarinnar í Reykholti, tjaldsvæði og sá um slátt á íþróttavelli auk þess að sjá um starfsemi Aratungu og Reykholtslaugar. Samstarf þetta gafst það vel að í framhaldi af því var ákveðið að stíga skrefið til fulls og ráða mann til að sjá um og stjóma fyrmefndum rekstri og til viðbótar því, skal sama manni falið að sjá um viðhald á eignum sveitarinnar í Reykholti. Kosin hefur verið rekstramefnd til að hafa yfirumsjón með þessari starfsemi og um leið hafa húsnefnd Aratungu og Sundlaugamefnd verið lagðar niður. Þessa nýju nefnd skipa þrír menn frá Biskupstungnahreppi, þeir Gísli Einarsson, Gústaf Sæland og Unnar Þór Böðvarsson, frá U.M.F.Bisk. Kjartan Sveinsson og frá Kvenfélagi Biskupstungna Anna Bjömsdóttir. Rckstramefndin auglýsti eftir manni í fyrmefnt starf og bárust sex umsóknir um starfið. Umsækjendur voru: 1. Óskar Guðmundsson, Garði, Gullbringusýslu. 2. Róbert Róbertsson, Brún, Biskupstungum. 3. Sigurjón R. Jakobsson, Kópavogi. 4. Steinunn Garðarsdóttir, Múla, Biskupstungum. 5. Sveinbjöm Kr. Dýrmundsson, Fáskrúðsfirði, S-Múl. 6. Þuríður Sigurðardóttir, Selfossi. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að afgreiða umsóknimar, en hreppsnefnd Biskupstungnahrepps mun ráða í starfið bráðlega að fenginni umsögn Rekstrar- nefndar. Reykholti 14. mars 1989. F. h. Rekstramefndar. Unnar Þór Böðvarsson. \ Nýjustu fréttír! \ Sveinbjörn Kr. Dýrmundsson I_______________ hefur verið ráðinn frá 1. maí n.k. (Ritstj.) | Fráfarandi húsvarðarhjón íAratungu, Guðný R. Magnúsdóttir og Gunnar Guðjónsson ásamt Jónínu Ernu. Patrizia Lanz að störfum. Sjúkraþjálfun-nudd Fyrir árisíðanvarútbúin aðstaða fyrir nuddara í kjallara Reyk- holtslaugar. Til starfans réðist svo Valdís Valtýsdóttir frá Sel- fossi. Þetta framtak hefur líkað mjög vel enda aðsókn jöfn og góð. í janúar síðastliðnum bauðst okkur aukinn starfskraftur, er svissnesk stúlka Patrizia Lanz réðist til starfa sem sjúkraþjálfari. Hún hefur starfað undanfarið ár á Heilsuhæli Náttúrulækn- ingafélags íslands við góðan orðstír. íjanúar síðastliðnumfluttisthún sem sagt með pompi og pragt í Tungumar og hóf störf við þær frumstæðu aðstæður sem í Reykholtslaug em. Ef báðum aðilum líkar sam- starfið er ætlunin að yfirtaka það herbergi semBamaskólinn hefur haft undir smíðakennslu og stækka og bæta þar með aðstöðuna til muna. S.A. Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.