Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.04.1989, Blaðsíða 11
Lítil ferðasaga -frh. hafa myndast við eldgos. Þetta heita Strýtur og um þær eru mörkin milli norðan- og sunnanmanna. Nú er að líta til vesturs. Þá eru það Búrfjöllin fráÞröskuldi. Innar, skammt frá jöklinum, upp úr fjalls- hryggnum, gnæfir hár hnjúkur sem heitir Oddnýjarhnjúkur og niður af honum mjög djúpt gil sem heitir Oddnýj argil. S agt er að kona sem villtist, hafi lifað af veturígilinu. í gilinu var mikið af hvönn og fjallagrösum, svo ekki þori ég að afneita sannleiksgildi þessarar sögu. Hér beint austur af Oddnýjargili er há grjótalda sem heitir Stélbrattur. Eftir honum liggur vegurinn í Þjófadali og er hann mjögbratturvestanfrá. Þáliggur sauðfjárvarnargirðingin norðan vegar sem var girt alveg á milli jökla. Hér til norðurs blasir við Sandkúlufell, Dúfunefsfell, til suðurs Rjúpnafell og Kjalfell. Nú var farangurinn látinn í kerruna, borðað og drukkið og drifið sig af stað. Núvarferðinni heitið í S vartárbotna og gista þar næstunótt. Viðfórumöllveginn, við þorðum ekki að fara hraunið - því í hópnum voru hross illa j árnuð - og þá fram hjá Gettishelli og Beinhól og þar með hefðum við getað stytt okkur leið en hún er mjög seinfarin. Við riðum greitt eftir veginum. Nú erum við komin á Fjórðungsöldu og lítum til austurs þá sjáum við Blöndu og Blönduupptök sem kemur undan Hofsjökli. Svo er þar Blánýpa, hár fj allstindur, sem skagar út úr jöklinum. Hér eru mörkin milli Norður- og Suðurlands og milli afrétta Húnvetninga og Biskupstungna. Til vesturs sjáum við til Grettishellis og Beinhóls, svo Kjaifell og vesturfjöllin í fjarska. Nú erum við komin á hæðina og þá sér ofan í Svartárbotna og út í Gránunes. Þar var áður frægur tjaldstaður á bökkum Svartár, gist þar í tvær nætur og dregið þar úr norðan- og Hreppafé. Ég hef áður skrifað lítillega um það. Við erum nú komin í Svartárbotna, sprettum af og sleppumhestum. Hérerallgóður hagi og fer vel um hesta hér en girðing var ónýt og urðum við að byrjaáaðhengjahanaupp. Hér er rúmgott hús sem Biskupstungnahreppur lét byggja fyrir fjallmenn og í því er gasvél til eldunar. Þegar við komum inn frá því að hengja upp girðinguna var kominn mikill og góður matur og drykkur á borðið sem við gerum góð skil. Nú var glatt yfir mannskapnum, rabbað saman, sagðar sögur og tekið í spil. Hér er hægt að láta fara vel um sig, nægur hiti, hátt til lofts og vítt til veggja. Ég vaknaði snemma og skreiddist út og ætlaði að fara að athuga það hvort hestamir væru vísir. Þá rakst ég á Guðna út í skurði. Er þar að raka sig og þvo og segist hann þá vera búinn að fara til hesta og þeir séu allir. Núvarorðiðþykkt í lofti og sjáanlega rigning í vændum. Nú fóru allir að rísa úr rekkjum. A borðum var mikill matur og drykkur og á eftir sterkt og gott kaffi með bijósthýrgunni. Nú var farangur borinn út í kerru oghúsiðskúraðútúrdyrum. En nú var bíllinn ekki tilbúinn að fara af stað, en úr því rættist því þama kom að bíll sem dró hann í gang. Nú var haldið af stað og Greinarhöfundur í Fremstaveri, hress og kátur. Litli Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.