Litli Bergþór - 01.04.1989, Side 13

Litli Bergþór - 01.04.1989, Side 13
Eins og mér sýnist Afréttur Biskupstungnamanna Eftir Guðna Karlsson Gott Biskupstungnafólk. Fjörutíu ár eru liðin síðan ég fór fyrst á fjall á Biskups- tungnaafrétt. Mikið hefur afrétturinn okkar orðið að þola á þessu stutta tímabili, enda sést það á honum. Mér er minnis- stætt blómskrúðið í Fögruhlíð, fallegu skógartorfumar á frama- fréttinum og grasið íÞjófadölum. Það var jafnvel talað um slægju í brekkunum neðan undir Rauðkolli. Sumir bændur höfðu a.m.k. barið sneggra í mýrinni heima. A þessum fjórum áratugum hafa gengið yfir köld ár. Afrétturinn hefur því illa þolað mikið beitarálag. Þó fé hafi fækkað á afrétti hefur fækkunin ekki verið nægileg miðað við minnkandi gróður á afréttinum. Síðastliðið vor sendi ég hreppsnefnd Biskupstungna- hrepps eftirfarandi tillögu um fyrirkomulag fjallskila: “ 1. Hverj um bónda verði gert skylt að gefa upp til formanns fjallskilasjóðs fyrir júlílok ár hvert hve margt fé hann fór með á afrétt. 2. Skipulagleitaverðimiðað við fjölda þess fjár sem á afrétti er. 3. Kostnaður af smala- mennskum greiðist af því fé sem farið er með á afrétt og hver bóndi greiðir í réttu hlutfalli við þann fjölda fjár sem hann fer með til afréttar. 4. í réttum láti formaður fjallskilasjóðsfylgjastmeð því hvort uppgefin tala afréttarfjár stenst. Komi fram fleira fé hjá bónda en hann gaf upp, það hefur t.d. sloppið fé til afréttar, er lagt heldur hærra fjallskilagjald á það fé og gæti sú greiðsla runnið til að kosta aukaleitir.” Markmið þessarar tillögu er að fé fækki verulega á ofnýttum afréttí en bændur nýti í auknum mæli vannýtt heimalönd, sem ekki þarf lengur að nota til slægna. Isamvinnu viðopinbera aðila, félagasamtök og aðra sem láta sig landgræðslu varða, eiga okkar góðu ræktunarmenn og bændur í Biskupstungum svo að gera stótátak í að græða upp afréttinn. í því gróðurátaki eiga fjárlausir landeigendur í Biskupstungum einnig að vera þátttakendur. Mér finnst ég skuldi afréttinum okkar fyrir að hafa notað hann til beitar í nokkur ár, en þó ekki síður fyrir að hafa sem land- eigandi möglunarlaust styrkt þá sem fara með fé á afrétt til að ofnýtaafréttinn. Fjárbændursem nota Biskupstungnaafrétt þurfa enganpeningastyrktil aðnáíféð sitt af afrétti og ég hef ekki trú á að þeirkæri sig um þennan styrk. Með hækkandi sól vaknar hreppsnefnd Biskupstungna- hrepps vonandi af vetrardvala og hrindir af stað átaki til að stöðva gróðureyðinguna á afréttinum okkar. Með því að koma á vörslu við sæluhúsin s.l. sumar sýndi hreppsnefndin að í henni leynist góður neisti, en nú þarf hún að bretta upp ermamar og hafa frumkvæði að nýju gróðurvemdarátaki. Kópavogi á þrettándanum 1989. PADVARORDID TRYGGING HF AUSTURVEGI22 800 SELFOSS SÍMI99-1666 Litli Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.